Nærri 60% Bandaríkjamanna andsnúin því að hverfa frá Parísarsamkomulaginu Kjartan Kjartansson skrifar 5. júní 2017 21:40 Reykháfar kolaorkuvers bera við þinghúsið í Washington. Bandaríkin eru á leið úr alþjóðasamstarfi gegn loftslagsbreytingum. Vísir/EPA Meirihluti Bandaríkjamanna er ósáttur við þá ákvörðun Donalds Trump forseta að draga land þeirra út úr Parísarsamkomulaginu gegn loftslagsbreytingum samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Flestir telja brotthvarfið veikja forystu Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi. Helmingi fleiri svarendur eru andsnúnir ákvörðun forsetans en fylgjandi henni samkvæmt niðurstöðum könnunar Washington Post og ABC-fréttastofunnar. Aðeins 28% svarenda studdu að Bandaríkin hætti þátttöku í alþjóðlegu samstarfi gegn hnattrænni hlýnun. Eins og vænta mátti leiddi könnunin í ljós mikla flokkadrætti. Alls studdu 67% repúblikana ákvörðunina á móti 22% óháðra kjósenda og aðeins 8% demókrata. Á móti voru rúmlega sex af hverjum tíu óháðum á móti og átta af hverjum tíu demókrötum.Efast um uppgefnar ástæður Trump Trump fullyrti að ástæða ákvörðunarinnar um að segja Bandaríkin frá Parísarsamkomulaginu væri sú að það kæmi illa við efnahag landsins. Könnunin bendir til þess að kjósendur efist um þær skýringar. Aðeins um þriðjungur svarenda taldi að ákvörðunin kæmi til með að hjálpa efnahag Bandaríkjanna. Aftur á móti töldu 42% að hún myndi skaða efnahaginn. Ákvörðun Trump hefur vakið harða gagnrýni annarra þjóðarleiðtoga, fulltrúa stórfyrirtækja, vísindamanna og annarra sérfræðinga. Með brotthvarfi sínu bættust Bandaríkin í hóp með Sýrlandi og Níkaragva sem hafa ekki gengist undir samkomulagið. Í Sýrlandi hefur borgarastríð geisað í rúm sex ár og Níkaragva skrifaði ekki undir þar sem þarlend stjórnvöld töldu samkomulagið ekki ganga nógu langt. Bandaríkin hafa losað meira magn gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun á jörðinni en nokkurt annað ríki. Þau eru enn annar stærsti losandi koltvísýrings á eftir Kína. Tengdar fréttir Parísarsamkomulagið er sagt í hættu Donald Trump er sagður vilja draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. Evrópa býst við að leiða baráttuna gegn loftslagsbreytingum. Framkvæmdastjóri SÞ segir málið vandamál allra. Óljóst er hvernig Bandaríkin gætu dregið sig út 1. júní 2017 07:00 Viðbrögð leiðtoga við ákvörðun Trumps Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og sá sem stóð að baki samkomulaginu, gagnrýnir Trump harðlega og segir hann vera að "hafna framtíðinni.“ 1. júní 2017 23:37 Umhverfisráðherra um ákvörðun Trump: „Við höldum ótrauð áfram“ Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, segir ákvörðun Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, um að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu mikil vonbrigði. Hún segir þó nú enn brýnna en áður að aðrar þjóðir taki höndum saman og haldi ótrauðar áfram í baráttunni gegn gróðurhúsaáhrifum. 1. júní 2017 21:27 Bandaríkin hætta aðild að Parísarsamkomulaginu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti á sjöunda tímanum á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í kvöld að Bandaríkin hygðust draga sig út úr Parísarsamkomulaginu. 1. júní 2017 18:37 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi Sjá meira
Meirihluti Bandaríkjamanna er ósáttur við þá ákvörðun Donalds Trump forseta að draga land þeirra út úr Parísarsamkomulaginu gegn loftslagsbreytingum samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Flestir telja brotthvarfið veikja forystu Bandaríkjanna á alþjóðavettvangi. Helmingi fleiri svarendur eru andsnúnir ákvörðun forsetans en fylgjandi henni samkvæmt niðurstöðum könnunar Washington Post og ABC-fréttastofunnar. Aðeins 28% svarenda studdu að Bandaríkin hætti þátttöku í alþjóðlegu samstarfi gegn hnattrænni hlýnun. Eins og vænta mátti leiddi könnunin í ljós mikla flokkadrætti. Alls studdu 67% repúblikana ákvörðunina á móti 22% óháðra kjósenda og aðeins 8% demókrata. Á móti voru rúmlega sex af hverjum tíu óháðum á móti og átta af hverjum tíu demókrötum.Efast um uppgefnar ástæður Trump Trump fullyrti að ástæða ákvörðunarinnar um að segja Bandaríkin frá Parísarsamkomulaginu væri sú að það kæmi illa við efnahag landsins. Könnunin bendir til þess að kjósendur efist um þær skýringar. Aðeins um þriðjungur svarenda taldi að ákvörðunin kæmi til með að hjálpa efnahag Bandaríkjanna. Aftur á móti töldu 42% að hún myndi skaða efnahaginn. Ákvörðun Trump hefur vakið harða gagnrýni annarra þjóðarleiðtoga, fulltrúa stórfyrirtækja, vísindamanna og annarra sérfræðinga. Með brotthvarfi sínu bættust Bandaríkin í hóp með Sýrlandi og Níkaragva sem hafa ekki gengist undir samkomulagið. Í Sýrlandi hefur borgarastríð geisað í rúm sex ár og Níkaragva skrifaði ekki undir þar sem þarlend stjórnvöld töldu samkomulagið ekki ganga nógu langt. Bandaríkin hafa losað meira magn gróðurhúsalofttegunda sem valda hnattrænni hlýnun á jörðinni en nokkurt annað ríki. Þau eru enn annar stærsti losandi koltvísýrings á eftir Kína.
Tengdar fréttir Parísarsamkomulagið er sagt í hættu Donald Trump er sagður vilja draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. Evrópa býst við að leiða baráttuna gegn loftslagsbreytingum. Framkvæmdastjóri SÞ segir málið vandamál allra. Óljóst er hvernig Bandaríkin gætu dregið sig út 1. júní 2017 07:00 Viðbrögð leiðtoga við ákvörðun Trumps Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og sá sem stóð að baki samkomulaginu, gagnrýnir Trump harðlega og segir hann vera að "hafna framtíðinni.“ 1. júní 2017 23:37 Umhverfisráðherra um ákvörðun Trump: „Við höldum ótrauð áfram“ Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, segir ákvörðun Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, um að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu mikil vonbrigði. Hún segir þó nú enn brýnna en áður að aðrar þjóðir taki höndum saman og haldi ótrauðar áfram í baráttunni gegn gróðurhúsaáhrifum. 1. júní 2017 21:27 Bandaríkin hætta aðild að Parísarsamkomulaginu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti á sjöunda tímanum á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í kvöld að Bandaríkin hygðust draga sig út úr Parísarsamkomulaginu. 1. júní 2017 18:37 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi Sjá meira
Parísarsamkomulagið er sagt í hættu Donald Trump er sagður vilja draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu. Evrópa býst við að leiða baráttuna gegn loftslagsbreytingum. Framkvæmdastjóri SÞ segir málið vandamál allra. Óljóst er hvernig Bandaríkin gætu dregið sig út 1. júní 2017 07:00
Viðbrögð leiðtoga við ákvörðun Trumps Barack Obama, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og sá sem stóð að baki samkomulaginu, gagnrýnir Trump harðlega og segir hann vera að "hafna framtíðinni.“ 1. júní 2017 23:37
Umhverfisráðherra um ákvörðun Trump: „Við höldum ótrauð áfram“ Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra, segir ákvörðun Donalds Trump, Bandaríkjaforseta, um að draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu mikil vonbrigði. Hún segir þó nú enn brýnna en áður að aðrar þjóðir taki höndum saman og haldi ótrauðar áfram í baráttunni gegn gróðurhúsaáhrifum. 1. júní 2017 21:27
Bandaríkin hætta aðild að Parísarsamkomulaginu Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, tilkynnti á sjöunda tímanum á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í kvöld að Bandaríkin hygðust draga sig út úr Parísarsamkomulaginu. 1. júní 2017 18:37