Formúla 1

Pascal Wehrlein er heill heilsu og má keppa

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Pascal Wehrlein að koma úr læknisskoðun á brautinni í Mónakó.
Pascal Wehrlein að koma úr læknisskoðun á brautinni í Mónakó. Vísir/Getty
Sauber ökumaðurinn, Pascal Wehrlein lenti í árekstri við Jenson Button í Mónakó og endaði á hlið upp við varnarvegg. Hann hefur nú verið skoðaður af læknum og má aka í Kanada næstu helgi.

Wehrlein missti af fyrstu tveimur keppnum tímabilsins vegna áverka sem hann varð fyrir á baki á móti meistaranna í janúar. Hann hefur unnið hart að endurhæfingu sinni og kom sterkur til leiks í Barein. Hann náði svo í fyrstu stig Sauber á árinu á Spáni.

Wehrlein hefur staðfest á Twitter að hann sé klár í keppnina í Kanada eftir viku.


Tengdar fréttir

Raikkonen: Þetta rennur ekkert alltof ljúft niður

Sebastian Vettel vann í Mónakó, fyrsti sigur Ferrari í Furstadæminu Mónakó síðan 2001. Kimi Raikkonen varð annar eftir að hafa tapað forystunni til Vettel í gegnum þjónnustuhlé. Hver sagði hvað eftir keppnina?

Bílskúrinn: Frekja í Furstadæminu Mónakó

Sebastian Vettel á Ferrari náði sér í 25 stiga forskot á Lewis Hamilton á Mercedes í heimsmeistarakeppni ökumanna, með því að vinna Mónakókappaksturinn um helgina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×