Sendiherra Íslands í London: "Orðlaus yfir þessum óhugnaði“ Atli Ísleifsson og Ásgeir Erlendsson skrifa 4. júní 2017 12:40 Þórður Ægir Óskarsson er sendiherra Íslands í London. Vísir/afp Þórður Ægir Óskarsson, sendiherra Íslands í London, segist vera orðlaus yfir þeim óhugnaði sem átti sér stað í gær. Hann segir að lífið hafi gengið sinn vanagang í borginni í morgun en telur að þingkosningarnar sem fram fara á fimmtudag muni mögulega snúast meira um öryggismál en áður. „Í raun er maður bara orðlaus yfir þessum óhugnaði, að þetta skuli skella á svona skömmu eftir hörmungarnar í Manchester, það er ekkert hægt að segja af viti undir svona kringumstæðum,“ segir Þórður Ægir.Hvernig er andrúmsloftið í borginni?„Það er voðalega erfitt að meta. Atburðurinn er náttúrulega enn að þróast í fjölmiðlum. Ég átti leið framhjá Harrod‘s í morgun, sem er ekki langt frá sendiráðinu. Það var eins og venjulegur dagur. Túristarnir farnir að safnast saman fyrir utan búðina áður en hún opnaði og það var ekki að sjá nein merki um að það væri neitt óöryggi yfir hópnum.“Nú er þetta þriðja árásin sem gerð er í Bretlandi á þremur mánuðum, önnur á tveimur vikum. Telur þú að þetta komi til með að skapa meira óöryggi hjá Bretum?„Já, ég er alveg viss um það. Sérstaklega þegar þú sérð hvers konar aðferðir eru notaðar,“ segir Þórður Ægir. Hann segir að eftir árásina í Manchester hafi aukin umræða verið um öryggismál, en eftir árásina í gærkvöldi kunni kosningabaráttan að stærstum hluta farið að snúast um öryggismál. Þingkosningar fara fram í Bretlandi fimmtudaginn 8. júní. Hryðjuverk í London Tengdar fréttir Í beinni: Hryðjuverkaárás á London Bridge og Borough Market Sendiferðabíl var ekið á gangandi vegfarendur á London Bridge í gærkvöldi. Sjö hið minnsta eru látnir og tugir særðir. 4. júní 2017 08:13 May vill endurskoða hryðjuverkalöggjöfina Theresa May segir lögregluyfirvöld hafi komið í veg fyrir fimm hryðjuverkaárásir í landinu frá árásinni á Westminster-brúnni í mars. 4. júní 2017 10:04 Guðni sendir samúðarkveðju til Breta Guðni Th. Jóhannesson forseti sendi í morgun samúðarkveðju sína og íslensku þjóðarinnar til Elísabetar II Bretadrottningar vegna hryðjuverksins sem framið var í London í gærkvöldi. 4. júní 2017 11:22 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Innlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Þórður Ægir Óskarsson, sendiherra Íslands í London, segist vera orðlaus yfir þeim óhugnaði sem átti sér stað í gær. Hann segir að lífið hafi gengið sinn vanagang í borginni í morgun en telur að þingkosningarnar sem fram fara á fimmtudag muni mögulega snúast meira um öryggismál en áður. „Í raun er maður bara orðlaus yfir þessum óhugnaði, að þetta skuli skella á svona skömmu eftir hörmungarnar í Manchester, það er ekkert hægt að segja af viti undir svona kringumstæðum,“ segir Þórður Ægir.Hvernig er andrúmsloftið í borginni?„Það er voðalega erfitt að meta. Atburðurinn er náttúrulega enn að þróast í fjölmiðlum. Ég átti leið framhjá Harrod‘s í morgun, sem er ekki langt frá sendiráðinu. Það var eins og venjulegur dagur. Túristarnir farnir að safnast saman fyrir utan búðina áður en hún opnaði og það var ekki að sjá nein merki um að það væri neitt óöryggi yfir hópnum.“Nú er þetta þriðja árásin sem gerð er í Bretlandi á þremur mánuðum, önnur á tveimur vikum. Telur þú að þetta komi til með að skapa meira óöryggi hjá Bretum?„Já, ég er alveg viss um það. Sérstaklega þegar þú sérð hvers konar aðferðir eru notaðar,“ segir Þórður Ægir. Hann segir að eftir árásina í Manchester hafi aukin umræða verið um öryggismál, en eftir árásina í gærkvöldi kunni kosningabaráttan að stærstum hluta farið að snúast um öryggismál. Þingkosningar fara fram í Bretlandi fimmtudaginn 8. júní.
Hryðjuverk í London Tengdar fréttir Í beinni: Hryðjuverkaárás á London Bridge og Borough Market Sendiferðabíl var ekið á gangandi vegfarendur á London Bridge í gærkvöldi. Sjö hið minnsta eru látnir og tugir særðir. 4. júní 2017 08:13 May vill endurskoða hryðjuverkalöggjöfina Theresa May segir lögregluyfirvöld hafi komið í veg fyrir fimm hryðjuverkaárásir í landinu frá árásinni á Westminster-brúnni í mars. 4. júní 2017 10:04 Guðni sendir samúðarkveðju til Breta Guðni Th. Jóhannesson forseti sendi í morgun samúðarkveðju sína og íslensku þjóðarinnar til Elísabetar II Bretadrottningar vegna hryðjuverksins sem framið var í London í gærkvöldi. 4. júní 2017 11:22 Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Innlent Fleiri fréttir Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Hinir handteknu alveg ótengdir Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Sjá meira
Í beinni: Hryðjuverkaárás á London Bridge og Borough Market Sendiferðabíl var ekið á gangandi vegfarendur á London Bridge í gærkvöldi. Sjö hið minnsta eru látnir og tugir særðir. 4. júní 2017 08:13
May vill endurskoða hryðjuverkalöggjöfina Theresa May segir lögregluyfirvöld hafi komið í veg fyrir fimm hryðjuverkaárásir í landinu frá árásinni á Westminster-brúnni í mars. 4. júní 2017 10:04
Guðni sendir samúðarkveðju til Breta Guðni Th. Jóhannesson forseti sendi í morgun samúðarkveðju sína og íslensku þjóðarinnar til Elísabetar II Bretadrottningar vegna hryðjuverksins sem framið var í London í gærkvöldi. 4. júní 2017 11:22