Sport

Tvö gull og tvö Íslandsmet

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Arna Stefanía, Guðbjörg Jóna, Hrafnhild Eir og Tíana Ósk eftir hlaupið í dag.
Arna Stefanía, Guðbjörg Jóna, Hrafnhild Eir og Tíana Ósk eftir hlaupið í dag. mynd/frí
Íslensku sveitirnar í 4x100 metra hlaupi settu báðar Íslandsmet á lokadegi Smáþjóðaleikanna.

Þær Tíana Ósk Witworth, Hrafnhild Eir Hermóðsdóttir, Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir og Arna Stefanía Guðmundsdóttir hrósuðu sigri í 4x100 metra hlaupi kvenna.

Íslensku stúlkurnar hlupu á 45,31 sekúndum sem er Íslandsmet.

Þeir Trausti Stefánsson, Ívar Kristinn Jasonarsson, Kolbeinn Höður Gunnarsson og Ari Bragi Kárason urðu hlutskarpastir í 4x100 metra hlaupi karla.

Íslensku strákarnir komu í mark á tímanum 40,45 sekúndum sem er sá besti sem íslensk sveit hefur hlaupið á.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×