Fagna bara hverjum degi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 3. júní 2017 08:30 "Eldra fólk segir að lífið byrji um fertugt og ég trúi því að allt sé bara fallegt fram undan,“ segir Rakel. Vísir/Vilhelm Mér finnst gott að verða fertug, það eru ekki allir sem ná því og ég fagna bara hverjum degi. Ég man vel eftir fertugsafmæli mömmu og finnst stutt síðan enda er hún enn þá ung. Eldra fólk segir að lífið byrji um fertugt og ég trúi því að allt sé bara fallegt fram undan,“ segir Rakel Garðarsdóttir, framleiðandi og frumkvöðull, sem er fertug í dag. Spurð hvort hún ætli ekki að halda upp á daginn svarar hún: „Fyrst afmælið ber upp á laugardag þá skála ég kannski aðeins en svo ætla ég með sex æskuvinkonum mínum til Belfast í haust. Það verður spennandi. Við erum allar fertugar á árinu og ætlum heldur betur að halda upp á það.“ Æskuvinkonur segirðu, hvaðan? „Við erum margar úr Hlíðunum, svo blandast vinirnir á leiðinni, sérstaklega þegar maður fer í menntó. Ég sótti skóla í hverfinu. Byrjaði í Ísaksskóla, var í Æfingadeild Kennaraskólans og svo Menntaskólanum við Hamrahlíð. Var meðalnámsmaður og fór bara þangað sem mér var sagt að fara sem var frábært.“ Rakel var framkvæmdastjóri leikhópsins Vesturports til að byrja með og er nú framleiðandi þar. Hún segir Vesturport frábæran hóp að vinna með. Svo er hún stofnandi Vakandi, fyrirtækis sem berst gegn matarsóun og líka Verandi, ásamt Elvu Björk Barkardóttur. „Við Elva Björk búum til hár- og húðvörur úr hráefni sem fellur til við aðra framleiðslu, þar er kaffikorgur í stóru hlutverki,“ segir Rakel og upplýsir að vörur Verandi fáist víða í verslunum, í Leifsstöð og í flugvélum. Síðast er Rakel yfirheyrð um einkamálin. „Ég á eiginmanninn Björn Hlyn Haraldsson leikara og við áttum brúðkaupsafmæli í fyrradag. Giftum okkur á Suðureyri 1. júní 2013. Við eigum eitt barn saman sem heitir Jón Marlon Björnsson, hann verður eins árs í júlí. Ég á líka strák frá fyrra sambandi sem heitir Emil og Hlynur á stelpu úr fyrra sambandi sem heitir Hlín. Þau eru unglingar og alveg frábær bæði tvö.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Sjá meira
Mér finnst gott að verða fertug, það eru ekki allir sem ná því og ég fagna bara hverjum degi. Ég man vel eftir fertugsafmæli mömmu og finnst stutt síðan enda er hún enn þá ung. Eldra fólk segir að lífið byrji um fertugt og ég trúi því að allt sé bara fallegt fram undan,“ segir Rakel Garðarsdóttir, framleiðandi og frumkvöðull, sem er fertug í dag. Spurð hvort hún ætli ekki að halda upp á daginn svarar hún: „Fyrst afmælið ber upp á laugardag þá skála ég kannski aðeins en svo ætla ég með sex æskuvinkonum mínum til Belfast í haust. Það verður spennandi. Við erum allar fertugar á árinu og ætlum heldur betur að halda upp á það.“ Æskuvinkonur segirðu, hvaðan? „Við erum margar úr Hlíðunum, svo blandast vinirnir á leiðinni, sérstaklega þegar maður fer í menntó. Ég sótti skóla í hverfinu. Byrjaði í Ísaksskóla, var í Æfingadeild Kennaraskólans og svo Menntaskólanum við Hamrahlíð. Var meðalnámsmaður og fór bara þangað sem mér var sagt að fara sem var frábært.“ Rakel var framkvæmdastjóri leikhópsins Vesturports til að byrja með og er nú framleiðandi þar. Hún segir Vesturport frábæran hóp að vinna með. Svo er hún stofnandi Vakandi, fyrirtækis sem berst gegn matarsóun og líka Verandi, ásamt Elvu Björk Barkardóttur. „Við Elva Björk búum til hár- og húðvörur úr hráefni sem fellur til við aðra framleiðslu, þar er kaffikorgur í stóru hlutverki,“ segir Rakel og upplýsir að vörur Verandi fáist víða í verslunum, í Leifsstöð og í flugvélum. Síðast er Rakel yfirheyrð um einkamálin. „Ég á eiginmanninn Björn Hlyn Haraldsson leikara og við áttum brúðkaupsafmæli í fyrradag. Giftum okkur á Suðureyri 1. júní 2013. Við eigum eitt barn saman sem heitir Jón Marlon Björnsson, hann verður eins árs í júlí. Ég á líka strák frá fyrra sambandi sem heitir Emil og Hlynur á stelpu úr fyrra sambandi sem heitir Hlín. Þau eru unglingar og alveg frábær bæði tvö.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Lífið Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Reykti pabba sinn Lífið Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Tara Sif og Elfar selja íbúðina Lífið Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Lífið Fleiri fréttir Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Sjá meira