Jón Steinar áminntur fyrir ókurteisi Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 2. júní 2017 17:50 Jón Steinar Gunnlaugsson. vísir/gva Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, hefur verið áminntur af úrskurðarnefnd lögmanna fyrir brot á siðareglum lögmanna vegna tölvupósta sem hann sendi Ingimundi Einarssyni, dómstjóra í Héraðsdómi Reykjavíkur, í lok síðasta árs.Enginn eigi að sæta skætingi sem þessum Ingimundur kvartaði til Lögmannafélagsins vegna málsins en hann sagði það einsýnt að framkoma Jóns hafi brotið í bága við siðareglur lögmanna, almenna kurteisi og samskiptavenjur og sé stétt lögmanna vart til framdráttar. Hann sagðist hafa kvartað svo hvorki hann né aðrir í hans stöðu þurfi eftirleiðis að sitja undir skætingi sem þessum, að því er segir í úrskurðinum. Tölvupóstarnir voru vegna dómsmáls sem Jón Steinar vildi fá flýtimeðferð á. Ingimundur hafnaði beiðni hans vegar. Jón Steinar taldi afgreiðslu dómstjórans óásættanlega og spurði hvort hann væri að reyna að gera sig að óhæfum lögmanni í augum umbjóðanda síns. Ingimundur sendi Jóni Steinari eftirfarandi skilaboð:„Sæll. Ég hef nú afgreitt erindi þitt, dags. 5. des. sl. Beiðni um flýtimeðferð er hafnað og fylgir bréf mitt þess efnis hjálagt. Ég hef þegar beðið afgreiðslu dómsins um að senda þér frumrit bréfsins ásamt gögnum málsins."Vona að þú sofir vel næstu nótt Jón Steinar svaraði skeyti dómstjórans um hæl:„Sæll dómstjóri.Efni þessa bréfs er furðulegt og reyndar eins konar högg undir beltisstað. Ég kom að máli við þig áður en ég sendi erindið. Ég sagði þér að gögn málsins væru mikil að vöxtum og gerði ráð fyrir að senda þau með. Þú taldir það óþarfa og komum við okkur saman um að þú fengir skjalaskrána og myndir svo kalla eftir gögnum ef þú teldir þörf á. Það er þá líklega best núna að senda þér nýja beiðni og láta öll gögnin fylgja.Ég man ekki eftir svona framgöngu embættismanns eða dómara fyrr á starfsæfi minni sem spannar um hálfa öld.Vonandi sefur þú vel næstu nótt.“ Ingimundur sagðist í framhaldinu ekki hirða um ávirðingar lögmannsins. Jón Steinar sagði þá: „Ég finn hjá mér þörf á að ljúka þessum óskemmtilegu samskiptum við þig, mann sem ég hef jafnan talið að væri þokkalega heiðarlegur maður með sæmilegt jarðsamband.“ Jón Steinar lagði fram aðra beiðni um flýtimeðferð, sem einnig var hafnað, með vísan til þess hve langur tími hefði liðið . Jón Steinar sendi þá póstinn:„Ég var að lesa synjun þína á beiðni um flýtimeðferð og rökin fyrir henni.Leyf mér bara að segja við þig Þú ættir að láta af hroka og yfirlæti sem svo mjög hefur einkennt afstöðu þína í þessu máli. Það fer miklu betur á því að sleppa slíku þó að menn kunni að líta stórt á sig. Þeim líður að jafnaði betur þannig." Ingimundur sendi formanni Lögmannafélagsins bréf í janúar síðastliðnum þar sem hann rakti þessi samskipti þeirra tveggja. Segist hann í bréfinu tilefni til að vekja athygli á framgöngu lögmannsins, sem hann sagðist telja bera vott um fádæma dónaskap, virðingarleysi og vanstillingu hans gagnvart lögboðnum verkefnum dómstjóra. Úrskurðarnefnd lögmanna taldi brotið alvarlegt og í úrskurðinum segir að við ákvörðun viðurlaganna hafi verið horft til þess að brot Jóns Steinars lúti að þeim mikilvægu hagsmunum réttarkerfisins að samskipti séu fagleg og grundvölluð á virðingu. Víki lögmenn frá þessu í andstöðu við lög eða siðareglur sé farið gegn hagsmunum og þar með hagsmunum skjólstæðinga þeirra. „Nefndin telur brot kærða alvarlegt og sætir hann áminningu vegna þess.“ Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri Sjá meira
Jón Steinar Gunnlaugsson, hæstaréttarlögmaður og fyrrverandi hæstaréttardómari, hefur verið áminntur af úrskurðarnefnd lögmanna fyrir brot á siðareglum lögmanna vegna tölvupósta sem hann sendi Ingimundi Einarssyni, dómstjóra í Héraðsdómi Reykjavíkur, í lok síðasta árs.Enginn eigi að sæta skætingi sem þessum Ingimundur kvartaði til Lögmannafélagsins vegna málsins en hann sagði það einsýnt að framkoma Jóns hafi brotið í bága við siðareglur lögmanna, almenna kurteisi og samskiptavenjur og sé stétt lögmanna vart til framdráttar. Hann sagðist hafa kvartað svo hvorki hann né aðrir í hans stöðu þurfi eftirleiðis að sitja undir skætingi sem þessum, að því er segir í úrskurðinum. Tölvupóstarnir voru vegna dómsmáls sem Jón Steinar vildi fá flýtimeðferð á. Ingimundur hafnaði beiðni hans vegar. Jón Steinar taldi afgreiðslu dómstjórans óásættanlega og spurði hvort hann væri að reyna að gera sig að óhæfum lögmanni í augum umbjóðanda síns. Ingimundur sendi Jóni Steinari eftirfarandi skilaboð:„Sæll. Ég hef nú afgreitt erindi þitt, dags. 5. des. sl. Beiðni um flýtimeðferð er hafnað og fylgir bréf mitt þess efnis hjálagt. Ég hef þegar beðið afgreiðslu dómsins um að senda þér frumrit bréfsins ásamt gögnum málsins."Vona að þú sofir vel næstu nótt Jón Steinar svaraði skeyti dómstjórans um hæl:„Sæll dómstjóri.Efni þessa bréfs er furðulegt og reyndar eins konar högg undir beltisstað. Ég kom að máli við þig áður en ég sendi erindið. Ég sagði þér að gögn málsins væru mikil að vöxtum og gerði ráð fyrir að senda þau með. Þú taldir það óþarfa og komum við okkur saman um að þú fengir skjalaskrána og myndir svo kalla eftir gögnum ef þú teldir þörf á. Það er þá líklega best núna að senda þér nýja beiðni og láta öll gögnin fylgja.Ég man ekki eftir svona framgöngu embættismanns eða dómara fyrr á starfsæfi minni sem spannar um hálfa öld.Vonandi sefur þú vel næstu nótt.“ Ingimundur sagðist í framhaldinu ekki hirða um ávirðingar lögmannsins. Jón Steinar sagði þá: „Ég finn hjá mér þörf á að ljúka þessum óskemmtilegu samskiptum við þig, mann sem ég hef jafnan talið að væri þokkalega heiðarlegur maður með sæmilegt jarðsamband.“ Jón Steinar lagði fram aðra beiðni um flýtimeðferð, sem einnig var hafnað, með vísan til þess hve langur tími hefði liðið . Jón Steinar sendi þá póstinn:„Ég var að lesa synjun þína á beiðni um flýtimeðferð og rökin fyrir henni.Leyf mér bara að segja við þig Þú ættir að láta af hroka og yfirlæti sem svo mjög hefur einkennt afstöðu þína í þessu máli. Það fer miklu betur á því að sleppa slíku þó að menn kunni að líta stórt á sig. Þeim líður að jafnaði betur þannig." Ingimundur sendi formanni Lögmannafélagsins bréf í janúar síðastliðnum þar sem hann rakti þessi samskipti þeirra tveggja. Segist hann í bréfinu tilefni til að vekja athygli á framgöngu lögmannsins, sem hann sagðist telja bera vott um fádæma dónaskap, virðingarleysi og vanstillingu hans gagnvart lögboðnum verkefnum dómstjóra. Úrskurðarnefnd lögmanna taldi brotið alvarlegt og í úrskurðinum segir að við ákvörðun viðurlaganna hafi verið horft til þess að brot Jóns Steinars lúti að þeim mikilvægu hagsmunum réttarkerfisins að samskipti séu fagleg og grundvölluð á virðingu. Víki lögmenn frá þessu í andstöðu við lög eða siðareglur sé farið gegn hagsmunum og þar með hagsmunum skjólstæðinga þeirra. „Nefndin telur brot kærða alvarlegt og sætir hann áminningu vegna þess.“
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri Sjá meira