Heimir sendi knattspyrnustjórum strákanna tóninn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2017 13:30 Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins. Vísir/AFP Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, ætlar ekki að gefa neitt eftir í viðskiptum sínum við knattspyrnustjórna félaganna sem íslensku landsliðsmennirnir spila með. Þetta kom fram á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag þar sem Heimir sendi stjórunum tóninn. Heimir hefur fengið að heyra einhverja gagnrýni frá stjórum vegna þess að hann þykir ekki gefa landsliðsmönnum nægilegt frí og láta þá æfa of mikið í landsliðsverkefnunum. „Við stjórnum ekki undirbúningi okkar út frá því sem aðrir segja," sagði Heimir á blaðamannafundinum og var þar óbeint að skjóta á Neil Warnock og fleiri á Englandi sem hafa kvartað undan æfingaplani íslenska liðsins fyrir leikinn. Neil Warnock er knattspyrnustjóri landsliðsfyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar hjá Cardiff City og hefur notað Aron mikið á þessu tímabili. „Undirbúningurinn hófst hérna fyrir tveimur vikum," sagði Heimir. Strákarnir sem voru í ensku B-deildinni hafa verið að æfa með Heimi, Helga Kolviðs og styrktarþjálfaranum Sebastian. Nokkrir sem hafa ekkert verið að spila eins og Ragnar og Hörður Björgvin. Birkir Bjarnason líka að koma úr meiðslum. „Mikilvægi Sebastian er mikið. Þarna kemur hann inn með sína sérþekkingu. VIð tókum inn tæki til að mæla strákana og þetta kenndi okkur Helga mikið. Svona undirbúningur skiptir miklu máli," segir Heimir um styrktarþjálfarann Sebastian. Heimir útskýrði seinna aðeins betur afstöðu sína gagnvart knattspyrnustjórum strákanna út í Evrópu. Neil Warnock hefur gagnrýnt Heimi í tvígang fyrir að nota Aron Einar mikið í landsleikjum, þegar leikjaálagið er mikið hjá Cardiff. Heimir segist hafa enga ástæðu til að svara honum sérstaklega. Hann hefur sína skoðun. Segir að þeir vilji fá leikmenn til að skoða þá sjálfir, vilja ekki meta þá út frá augum annarra. Heimir segir að Aron Einar sé í toppformi og að álaginu á honum sé stýrt í samræmi við það. En að þeir verði að meta það sjálfir, mikilvægi leiksins sé það mikið. Heimir er ekki sammála afstöðu Warnock, en hefur skilning á henni. Heimir hefur eini sinni rætt við Warnock persónulega, það var eftir leikinn gegn Írum. Heimir segir að Warnock hafi verið mjög kurteis. Hann ræddi við fleiri stjóra Íslendingaliða í B-deildinni og voru viðbrögð þeirra misjöfn. Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Sjá meira
Heimir Hallgrímsson, þjálfari íslenska karlalandsliðsins í fótbolta, ætlar ekki að gefa neitt eftir í viðskiptum sínum við knattspyrnustjórna félaganna sem íslensku landsliðsmennirnir spila með. Þetta kom fram á blaðamannafundi í höfuðstöðvum KSÍ í dag þar sem Heimir sendi stjórunum tóninn. Heimir hefur fengið að heyra einhverja gagnrýni frá stjórum vegna þess að hann þykir ekki gefa landsliðsmönnum nægilegt frí og láta þá æfa of mikið í landsliðsverkefnunum. „Við stjórnum ekki undirbúningi okkar út frá því sem aðrir segja," sagði Heimir á blaðamannafundinum og var þar óbeint að skjóta á Neil Warnock og fleiri á Englandi sem hafa kvartað undan æfingaplani íslenska liðsins fyrir leikinn. Neil Warnock er knattspyrnustjóri landsliðsfyrirliðans Arons Einars Gunnarssonar hjá Cardiff City og hefur notað Aron mikið á þessu tímabili. „Undirbúningurinn hófst hérna fyrir tveimur vikum," sagði Heimir. Strákarnir sem voru í ensku B-deildinni hafa verið að æfa með Heimi, Helga Kolviðs og styrktarþjálfaranum Sebastian. Nokkrir sem hafa ekkert verið að spila eins og Ragnar og Hörður Björgvin. Birkir Bjarnason líka að koma úr meiðslum. „Mikilvægi Sebastian er mikið. Þarna kemur hann inn með sína sérþekkingu. VIð tókum inn tæki til að mæla strákana og þetta kenndi okkur Helga mikið. Svona undirbúningur skiptir miklu máli," segir Heimir um styrktarþjálfarann Sebastian. Heimir útskýrði seinna aðeins betur afstöðu sína gagnvart knattspyrnustjórum strákanna út í Evrópu. Neil Warnock hefur gagnrýnt Heimi í tvígang fyrir að nota Aron Einar mikið í landsleikjum, þegar leikjaálagið er mikið hjá Cardiff. Heimir segist hafa enga ástæðu til að svara honum sérstaklega. Hann hefur sína skoðun. Segir að þeir vilji fá leikmenn til að skoða þá sjálfir, vilja ekki meta þá út frá augum annarra. Heimir segir að Aron Einar sé í toppformi og að álaginu á honum sé stýrt í samræmi við það. En að þeir verði að meta það sjálfir, mikilvægi leiksins sé það mikið. Heimir er ekki sammála afstöðu Warnock, en hefur skilning á henni. Heimir hefur eini sinni rætt við Warnock persónulega, það var eftir leikinn gegn Írum. Heimir segir að Warnock hafi verið mjög kurteis. Hann ræddi við fleiri stjóra Íslendingaliða í B-deildinni og voru viðbrögð þeirra misjöfn.
Fótbolti HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Enski boltinn Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Íslenski boltinn Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Sport Fleiri fréttir James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United „Hér er allt mögulegt“ Van Dijk fær 68 milljónir á viku Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Sjá meira