Sumarspá Siggu Kling - Ljónið: Í sumar verður mjög mikill kraftur í kringum ykkur 2. júní 2017 09:00 Elsku Ljónið mitt, þú tekur þátt í lífinu af ólgandi krafti! Það hafa verið töluverðar sveiflur í kringum þig undanfarið, en alltaf stendur þú upp aftur eins og fallegi bambusinn; bognar en brotnar ekki. Þú byrjaðir í svo merkilegri orku í kringum þann 25. maí og þessi orka á eftir að hækka og sýna þér hvernig þú getur breytt henni þér og öllum þeim sem þú elskar í vil. Það kemur fyrir þig, eins og aðra, að geta á lífsleiðinni fundist eins og maður sé sleginn niður. Við það að missa vinnuna, ástina eða þegar eitthvað alvarlegt gerist getur maður misst vonina. En það er nefnilega þannig að vegir alheimsins eru órannsakanlegir, þessar hindranir eru settar í veginn þinn til þess að þú sjáir nýtt og fegurra ljós en nokkru sinni áður. Þú þarft að vera nákvæmlega eins og vatnið, það finnur sér alltaf réttan farveg og enginn getur stoppað það. Í sumar verður mjög mikill kraftur í kringum ykkur ljónsungana, lífið tekur á sig miklu betri myndir en þú þorðir að vona þegar þetta ár hóf göngu sína. Það er rafmögnuð ástarorka í kringum þig og þú sérð það betur eftir því sem lengra líður á sumarið. Ekki setja neitt í excel í sambandi við ástina, því hún hefur sínar leiðir til að koma þér á óvart hvort sem þú ert í sambandi eða á lausu. Þú átt eftir að koma þér svo vel fyrir á heimili, vinnustað eða í hvaða verkefnum sem þú þarft að leysa, og það kvikna svo margar hugmyndir, og með hverri hugmynd fyllistu enn meiri eldmóði en áður. Þetta er tímabilið þar sem sorgir og sár gróa og þú tekur eftir því að kvíðinn yfir lífinu er ekki nándar nærri eins mikill og þú hefur fundið fyrir áður. Í kringum 9 júní er svo ótalmargt búið að gerast sem bætir hag þinn, þannig að ef þú verður með áhyggjur af einhverju þá mundu að áhyggjur eru einskis nýtar! Þú munt aldrei svíkja þá sem þú elskar, það er í eðli þínu því þú ert með hjarta úr gulli. Það er líka gaman að segja þér að þú munt hjálpa öðrum að finna út úr sínum ástar- eða vandamálum, því að í þér býr sálfræðingur. En eitt verður þú líka að vita að á þessu sumri vilja allir hjálpa þér, svo breiddu út faðminn og þú munt sjá að þú ert nú þegar komið á góða ferð. Þessi setning er þitt mottó í júní!Fræg Ljón: Cara Delevingne fyrirsæta, Ágústa Eva Erlendsdóttir, leik- og söngkona, Halldóra Geirharðsdóttir leikkona, Birgitta Haukdal söngkona, Barack Obama Bandaríkjaforseti, Ásdís Rán fyrirsæta, Gísli Gíslason geimfari, Geir Ólafsson söngvari, Þórunn Antonía alheimsstjarna, Albert Eiríks, matgæðingur af bestu sort, Jón Óttar Ragnarsson, athafna- og fjölmiðlamaður, Jennifer Lopez söngkona, Diddú, Sirrý Arnardóttir fjölmiðlakona, Arnór Dan, söngvari, Agent Fresco, Ana Mafalda, besta húshjálp í heimi, Sema Erla Serdar, baráttukona, Rósa Ingólfsdóttir, sjónvarpskona, Anton Máni Svansson, kvikmyndaframleiðandi. Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Fleiri fréttir Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Sjá meira
Elsku Ljónið mitt, þú tekur þátt í lífinu af ólgandi krafti! Það hafa verið töluverðar sveiflur í kringum þig undanfarið, en alltaf stendur þú upp aftur eins og fallegi bambusinn; bognar en brotnar ekki. Þú byrjaðir í svo merkilegri orku í kringum þann 25. maí og þessi orka á eftir að hækka og sýna þér hvernig þú getur breytt henni þér og öllum þeim sem þú elskar í vil. Það kemur fyrir þig, eins og aðra, að geta á lífsleiðinni fundist eins og maður sé sleginn niður. Við það að missa vinnuna, ástina eða þegar eitthvað alvarlegt gerist getur maður misst vonina. En það er nefnilega þannig að vegir alheimsins eru órannsakanlegir, þessar hindranir eru settar í veginn þinn til þess að þú sjáir nýtt og fegurra ljós en nokkru sinni áður. Þú þarft að vera nákvæmlega eins og vatnið, það finnur sér alltaf réttan farveg og enginn getur stoppað það. Í sumar verður mjög mikill kraftur í kringum ykkur ljónsungana, lífið tekur á sig miklu betri myndir en þú þorðir að vona þegar þetta ár hóf göngu sína. Það er rafmögnuð ástarorka í kringum þig og þú sérð það betur eftir því sem lengra líður á sumarið. Ekki setja neitt í excel í sambandi við ástina, því hún hefur sínar leiðir til að koma þér á óvart hvort sem þú ert í sambandi eða á lausu. Þú átt eftir að koma þér svo vel fyrir á heimili, vinnustað eða í hvaða verkefnum sem þú þarft að leysa, og það kvikna svo margar hugmyndir, og með hverri hugmynd fyllistu enn meiri eldmóði en áður. Þetta er tímabilið þar sem sorgir og sár gróa og þú tekur eftir því að kvíðinn yfir lífinu er ekki nándar nærri eins mikill og þú hefur fundið fyrir áður. Í kringum 9 júní er svo ótalmargt búið að gerast sem bætir hag þinn, þannig að ef þú verður með áhyggjur af einhverju þá mundu að áhyggjur eru einskis nýtar! Þú munt aldrei svíkja þá sem þú elskar, það er í eðli þínu því þú ert með hjarta úr gulli. Það er líka gaman að segja þér að þú munt hjálpa öðrum að finna út úr sínum ástar- eða vandamálum, því að í þér býr sálfræðingur. En eitt verður þú líka að vita að á þessu sumri vilja allir hjálpa þér, svo breiddu út faðminn og þú munt sjá að þú ert nú þegar komið á góða ferð. Þessi setning er þitt mottó í júní!Fræg Ljón: Cara Delevingne fyrirsæta, Ágústa Eva Erlendsdóttir, leik- og söngkona, Halldóra Geirharðsdóttir leikkona, Birgitta Haukdal söngkona, Barack Obama Bandaríkjaforseti, Ásdís Rán fyrirsæta, Gísli Gíslason geimfari, Geir Ólafsson söngvari, Þórunn Antonía alheimsstjarna, Albert Eiríks, matgæðingur af bestu sort, Jón Óttar Ragnarsson, athafna- og fjölmiðlamaður, Jennifer Lopez söngkona, Diddú, Sirrý Arnardóttir fjölmiðlakona, Arnór Dan, söngvari, Agent Fresco, Ana Mafalda, besta húshjálp í heimi, Sema Erla Serdar, baráttukona, Rósa Ingólfsdóttir, sjónvarpskona, Anton Máni Svansson, kvikmyndaframleiðandi.
Stjörnuspá Siggu Kling Mest lesið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Fleiri fréttir Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Sjá meira