Erlent

Ríkisstjórn Danmerkur vill herða refsingar við götubetli

Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur.
Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur. Vísir/AFP
Ríkisstjórn Danmerkur vill herða refsingar við betli á götum úr sjö daga skilorðsbundnu fangelsi í tveggja vikna óskilorðsbundið fangelsi.

Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, kynnti tillöguna í gærkvöldi og er búist við að hún verði til umræðu í þinginu í sumar.

Mette Frederiksen, formaður Jafnaðarmannaflokksins, segir flokk sinn styðja tillöguna.

Forsætisráðherrann segir að með tillögunni sé verið að beina sjónum að glæpagengjum Rómafólks í Kaupmannahöfn. „Það sem við höfum orðið vitni af á ekki á nokkurn hátt heima í okkar samfélagi,“ segir Løkke.

Í frétt DR er haft eftir forsætisráðherranum að Kaupmannahafnarlögreglan hafi tæmt 25 athvörf Rómafólks og ákært 84 manns. Ríkisstjórnin danska telji hins vegar ekki nóg að gert og hafi því ákveðið að stefna á harðari refsingar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×