Brexit-viðræður kortlagðar í Brussel Kristín Ólafsdóttir skrifar 19. júní 2017 20:33 David Davis, sem fer fyrir samninganefnd Bretlands, og Michel Barnier, helsti samningamaður Evrópusambandsins, í Brussel í dag. Vísir/AFP Breska samninganefndin hefur fallist á að geyma umræður um frjáls viðskipti þangað til búið er að finna lausn á kostnaði við úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu en slitaviðræður Bretlands við Evrópusambandið hófust í dag í Brussel. Utanríkisráðherra Íslands segir mikilvægt að Íslendingar gæti hagsmuna sinna í kjölfar samninga Bretlands og Evrópusambandsins. David Davis, sem fer fyrir samninganefnd Bretlands, sagði þessa niðurstöðu á forgangsröðun viðræðanna í samræmi við áætlun ríkisstjórnarinnar. The Guardian greindi frá þessu í umfjöllun um fyrsta dag viðræðna. „Það skiptir ekki máli hvernig þær byrja heldur hvernig þeim lýkur,“ sagði Davis eftir fyrsta dag viðræðna í Brussel höfuðborg Belgíu. „Ekkert er samþykkt fyrr en allt hefur verið samþykkt.“ Michel Barnier, aðal samningamaður Evrópusambandsins, sagði að Bretland væri ekki í stöðu til að stýra tímasetningu viðræðanna. „Bretland hefur beðið um að segja sig úr Evrópusambandinu, þessu er ekki öfugt farið, svo við þurfum að gera ráð fyrir afleiðingum ákvarðana okkar og þær afleiðingar eru umtalsverðar,“ sagði Barnier aðspurður hvort Evrópusambandið hygðist sjálft slaka á einhverjum kröfum. Hann bað Breta um að vanmeta ekki umræddar afleiðingar. Þá mun Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, gera sér ferð til Brussel á fimmtudag til að svipta hulunni af nýju tilboði Bretlands sem á að tryggja réttindi ríkisborgara Evrópusambandsríkja sem búa í Bretlandi. Landamæri Norður-Írlands, sem tilheyrir Bretlandi og þar af leiðandi úrsögn þess úr Evrópusambandinu, og Írlands voru einnig tekin fyrir á fundinum. Þá var dagurinn þó að mestu notaður til að teikna upp skipulag komandi viðræðna og ákvarða helstu tímasetningar.Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.Vísir/StefánÍslendingar þurfa að fylgjast vel með Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sagði mikilvægt fyrir Íslendinga að fylgjast vel með Brexit-viðræðunum sem hófust í dag. Hann lagði áherslu á mikilvægi viðskiptasambands Íslands og Breta og þeirra hagsmuna sem þar bæri að gæta. „Þetta er mikilvægasta viðskiptaland okkar, Bretar, og búið að vera það lengi en það sem um þarna ræðir, það ætti í rauninni ekki að vera stórmál þegar eitthvað Evrópuríki ákveður að ganga úr ákveðnu samstarfi eins og þarna er um að ræða,“ sagði Guðlaugur í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann sagði stærsta vandann við úrsögn Breta úr sambandinu í raun tvenns konar. „Það er annars vegar að Bretar borga mjög mikið inn í sambandið, þeir borga um 16% af heildarkostnaðinum, og það er mjög mikið áfall fyrir Evrópusambandið að missa það. Hitt er að Evrópusambandið vill alls ekki að fleiri gangi út og vilja helst að skilmálarnir verði þannig að það verði ekki spennandi fyrir aðra að fylgja í kjölfarið.“Nokkrir möguleikar í kortunum Þá ræddi hann einnig samningsstöðu Íslendinga gagnvart Evrópusambandinu í gegnum Evrópska efnahagssvæðið, EES, og Fríverslunarsamtök Evrópu, EFTA. Hann sagði nokkra möguleika í stöðunni varðandi stöðu Íslands. „Það eru nokkrar sviðsmyndir uppi, í fyrsta lagi að EFTA-ríkin myndu gera sameiginlegan samning við Breta, því þetta snýst um það að þegar Bretar fara úr Evrópusambandinu þá að öllu óbreyttu myndu hækka tollar á ýmsum vörum sem við erum með tollfrelsi á.“ Þá sagði hann einnig koma til greina að Íslendingar geri tvíhliða samning við Breta eða þá að EFTA-löndin verði hreinlega tekin inn í samninga á milli Evrópusambandsins og Bretlands. Stefnt er að því að Brexit-viðræðum ljúki innan næstu tveggja ára.Viðtalið við Guðlaug Þór má hlusta á í heild sinni hér að neðan. Brexit Tengdar fréttir Angela Merkel segir Evrópusambandið tilbúið til Brexit-viðræðna Angela Merkel kanslari Þýskalands segist ekki sjá neitt því til fyrirstöðu að hefja viðræður um úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu eins og áætlað var eftir að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, náði ekki meirihluta í nýafstöðnum kosningum. 10. júní 2017 10:44 Um fimmfalt fleiri Bretar vilja nú verða Þjóðverjar Um 360 prósent fleiri Bretar sóttu um þýskan ríkisborgararétt í fyrra en árið áður samkvæmt tölum frá þýsku hagstofunni. 19. júní 2017 07:00 Brexit gæti leitt til greiðari markaðsaðgangs fyrir Ísland Bæði tækifæri og áskoranir fyrir Ísland og Íslendinga fylgja útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Sérfræðingur í utanríkisráðuneytinu segir Breta vilja vinna áfram að traustu viðskiptasambandi við Ísland. 15. júní 2017 07:00 Segir Breta ekki geta búist við sömu fríðindum innan ESB hætti þeir við Brexit Guy Verhofstadt, þingmaður Frjálslyndra demókrata á Evrópuþinginu, segir að Bretar verði að gera sér grein fyrir því að þeir muni ekki njóta sömu fríðinda í ESB haldi þeir áfram að vera innan sambandsins. 14. júní 2017 20:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Breska samninganefndin hefur fallist á að geyma umræður um frjáls viðskipti þangað til búið er að finna lausn á kostnaði við úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu en slitaviðræður Bretlands við Evrópusambandið hófust í dag í Brussel. Utanríkisráðherra Íslands segir mikilvægt að Íslendingar gæti hagsmuna sinna í kjölfar samninga Bretlands og Evrópusambandsins. David Davis, sem fer fyrir samninganefnd Bretlands, sagði þessa niðurstöðu á forgangsröðun viðræðanna í samræmi við áætlun ríkisstjórnarinnar. The Guardian greindi frá þessu í umfjöllun um fyrsta dag viðræðna. „Það skiptir ekki máli hvernig þær byrja heldur hvernig þeim lýkur,“ sagði Davis eftir fyrsta dag viðræðna í Brussel höfuðborg Belgíu. „Ekkert er samþykkt fyrr en allt hefur verið samþykkt.“ Michel Barnier, aðal samningamaður Evrópusambandsins, sagði að Bretland væri ekki í stöðu til að stýra tímasetningu viðræðanna. „Bretland hefur beðið um að segja sig úr Evrópusambandinu, þessu er ekki öfugt farið, svo við þurfum að gera ráð fyrir afleiðingum ákvarðana okkar og þær afleiðingar eru umtalsverðar,“ sagði Barnier aðspurður hvort Evrópusambandið hygðist sjálft slaka á einhverjum kröfum. Hann bað Breta um að vanmeta ekki umræddar afleiðingar. Þá mun Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, gera sér ferð til Brussel á fimmtudag til að svipta hulunni af nýju tilboði Bretlands sem á að tryggja réttindi ríkisborgara Evrópusambandsríkja sem búa í Bretlandi. Landamæri Norður-Írlands, sem tilheyrir Bretlandi og þar af leiðandi úrsögn þess úr Evrópusambandinu, og Írlands voru einnig tekin fyrir á fundinum. Þá var dagurinn þó að mestu notaður til að teikna upp skipulag komandi viðræðna og ákvarða helstu tímasetningar.Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra.Vísir/StefánÍslendingar þurfa að fylgjast vel með Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra sagði mikilvægt fyrir Íslendinga að fylgjast vel með Brexit-viðræðunum sem hófust í dag. Hann lagði áherslu á mikilvægi viðskiptasambands Íslands og Breta og þeirra hagsmuna sem þar bæri að gæta. „Þetta er mikilvægasta viðskiptaland okkar, Bretar, og búið að vera það lengi en það sem um þarna ræðir, það ætti í rauninni ekki að vera stórmál þegar eitthvað Evrópuríki ákveður að ganga úr ákveðnu samstarfi eins og þarna er um að ræða,“ sagði Guðlaugur í viðtali við Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann sagði stærsta vandann við úrsögn Breta úr sambandinu í raun tvenns konar. „Það er annars vegar að Bretar borga mjög mikið inn í sambandið, þeir borga um 16% af heildarkostnaðinum, og það er mjög mikið áfall fyrir Evrópusambandið að missa það. Hitt er að Evrópusambandið vill alls ekki að fleiri gangi út og vilja helst að skilmálarnir verði þannig að það verði ekki spennandi fyrir aðra að fylgja í kjölfarið.“Nokkrir möguleikar í kortunum Þá ræddi hann einnig samningsstöðu Íslendinga gagnvart Evrópusambandinu í gegnum Evrópska efnahagssvæðið, EES, og Fríverslunarsamtök Evrópu, EFTA. Hann sagði nokkra möguleika í stöðunni varðandi stöðu Íslands. „Það eru nokkrar sviðsmyndir uppi, í fyrsta lagi að EFTA-ríkin myndu gera sameiginlegan samning við Breta, því þetta snýst um það að þegar Bretar fara úr Evrópusambandinu þá að öllu óbreyttu myndu hækka tollar á ýmsum vörum sem við erum með tollfrelsi á.“ Þá sagði hann einnig koma til greina að Íslendingar geri tvíhliða samning við Breta eða þá að EFTA-löndin verði hreinlega tekin inn í samninga á milli Evrópusambandsins og Bretlands. Stefnt er að því að Brexit-viðræðum ljúki innan næstu tveggja ára.Viðtalið við Guðlaug Þór má hlusta á í heild sinni hér að neðan.
Brexit Tengdar fréttir Angela Merkel segir Evrópusambandið tilbúið til Brexit-viðræðna Angela Merkel kanslari Þýskalands segist ekki sjá neitt því til fyrirstöðu að hefja viðræður um úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu eins og áætlað var eftir að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, náði ekki meirihluta í nýafstöðnum kosningum. 10. júní 2017 10:44 Um fimmfalt fleiri Bretar vilja nú verða Þjóðverjar Um 360 prósent fleiri Bretar sóttu um þýskan ríkisborgararétt í fyrra en árið áður samkvæmt tölum frá þýsku hagstofunni. 19. júní 2017 07:00 Brexit gæti leitt til greiðari markaðsaðgangs fyrir Ísland Bæði tækifæri og áskoranir fyrir Ísland og Íslendinga fylgja útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Sérfræðingur í utanríkisráðuneytinu segir Breta vilja vinna áfram að traustu viðskiptasambandi við Ísland. 15. júní 2017 07:00 Segir Breta ekki geta búist við sömu fríðindum innan ESB hætti þeir við Brexit Guy Verhofstadt, þingmaður Frjálslyndra demókrata á Evrópuþinginu, segir að Bretar verði að gera sér grein fyrir því að þeir muni ekki njóta sömu fríðinda í ESB haldi þeir áfram að vera innan sambandsins. 14. júní 2017 20:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Angela Merkel segir Evrópusambandið tilbúið til Brexit-viðræðna Angela Merkel kanslari Þýskalands segist ekki sjá neitt því til fyrirstöðu að hefja viðræður um úrsögn Bretlands úr Evrópusambandinu eins og áætlað var eftir að Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, náði ekki meirihluta í nýafstöðnum kosningum. 10. júní 2017 10:44
Um fimmfalt fleiri Bretar vilja nú verða Þjóðverjar Um 360 prósent fleiri Bretar sóttu um þýskan ríkisborgararétt í fyrra en árið áður samkvæmt tölum frá þýsku hagstofunni. 19. júní 2017 07:00
Brexit gæti leitt til greiðari markaðsaðgangs fyrir Ísland Bæði tækifæri og áskoranir fyrir Ísland og Íslendinga fylgja útgöngu Breta úr Evrópusambandinu. Sérfræðingur í utanríkisráðuneytinu segir Breta vilja vinna áfram að traustu viðskiptasambandi við Ísland. 15. júní 2017 07:00
Segir Breta ekki geta búist við sömu fríðindum innan ESB hætti þeir við Brexit Guy Verhofstadt, þingmaður Frjálslyndra demókrata á Evrópuþinginu, segir að Bretar verði að gera sér grein fyrir því að þeir muni ekki njóta sömu fríðinda í ESB haldi þeir áfram að vera innan sambandsins. 14. júní 2017 20:00