Illt í hjartanu og vill hjálpa Sunna Sæmundsdóttir skrifar 19. júní 2017 21:15 Landssöfnun er hafin fyrir þá sem misstu allt sitt í flóðbylgjunni í Grænlandi. Tvö þorp hafa verið rýmd af ótta við aðra flóðbylgju og íbúar fjögurra annarra eiga að vera á varðbergi. Fjögurra er enn saknað eftir að flóðbylgja skall á þorpinu Nuugaatsiaq á Grænlandi. Þá eru nokkrir slasaðir og tugir misstu allt sitt.Tvö þorp við sama fjörð hafa verið rýmd vegna þessa að flóðahætta er ennþá talin vera til staðar. Íbúar fjögurra annara þorpa eiga að fylgjast með sjávarmálinu og hörfa upp til fjalla ef viðvörunarflautur óma. Niðurstaða rannsóknar sem gerð var á vettvangi leiddi í ljós að risavaxin skriða sem féll úr fjalli og niður í sjó í Karratfirðinum olli flóðbylgjunni. Íslensk kona sem bjó í Grænlandi og á grænlenskan kærasta efndi til söfnunar fyrir fórnarlömbin. Hún óskaði meðal annars eftir veiðibúnaði fyrir menn og leikföngum fyrir börnin. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og margir pokar verða sendir út. Hún segist hafa fundið til með grænlenskum vinum sínum og gat ekki annað en hjálpað. „Ég átti pínu bágt með mig í gær og gat ekki sofnað yfir þessu. Held ég hafi verið andvaka í fyrsta sinn síðan ég var tíu ára. Mér er bara illt í hjartanu og langar að gera allt sem ég get til að hjálpa," segir Íris Ösp Heiðrúnardóttir.Landssöfnun hafin Hjálpin berst úr fleiri áttum en í dag ákváðu Hrókurinn, Vinafélag Grænlands og Íslands, Hjálparstarf kirkjunnar og aðrir Grænlandsvinir, að hrinda af stað landssöfnun. Söfnun er einnig hafin í Færeyjum. Fjármunirnir munu renna óskert til uppbyggingarinnar á Grænlandi og þeirra sem eiga um sárt að binda. „Ég held að mikilvægustu skilaboðin sem grænlenska þjóðin getur fengið sé að hún eigi góða nágranna sem bæði hugsa hlýlega til þeirra og styðja þá í verki. Eins og þeir gerðu fyrir okkur þegar snjóflóðin ógurlegu féllu fyrir vestan," segir Hrafn Jökulsson, forseti Hróksins.Hjálparstarf kirkjunnar hefur opnað söfnunarreikninginn 0334-26-056200, kennitala 450670-0499. Þá er hægt að hringja í 907-2003 og leggja þannig til 2.500 krónur. Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Sjá meira
Landssöfnun er hafin fyrir þá sem misstu allt sitt í flóðbylgjunni í Grænlandi. Tvö þorp hafa verið rýmd af ótta við aðra flóðbylgju og íbúar fjögurra annarra eiga að vera á varðbergi. Fjögurra er enn saknað eftir að flóðbylgja skall á þorpinu Nuugaatsiaq á Grænlandi. Þá eru nokkrir slasaðir og tugir misstu allt sitt.Tvö þorp við sama fjörð hafa verið rýmd vegna þessa að flóðahætta er ennþá talin vera til staðar. Íbúar fjögurra annara þorpa eiga að fylgjast með sjávarmálinu og hörfa upp til fjalla ef viðvörunarflautur óma. Niðurstaða rannsóknar sem gerð var á vettvangi leiddi í ljós að risavaxin skriða sem féll úr fjalli og niður í sjó í Karratfirðinum olli flóðbylgjunni. Íslensk kona sem bjó í Grænlandi og á grænlenskan kærasta efndi til söfnunar fyrir fórnarlömbin. Hún óskaði meðal annars eftir veiðibúnaði fyrir menn og leikföngum fyrir börnin. Viðbrögðin létu ekki á sér standa og margir pokar verða sendir út. Hún segist hafa fundið til með grænlenskum vinum sínum og gat ekki annað en hjálpað. „Ég átti pínu bágt með mig í gær og gat ekki sofnað yfir þessu. Held ég hafi verið andvaka í fyrsta sinn síðan ég var tíu ára. Mér er bara illt í hjartanu og langar að gera allt sem ég get til að hjálpa," segir Íris Ösp Heiðrúnardóttir.Landssöfnun hafin Hjálpin berst úr fleiri áttum en í dag ákváðu Hrókurinn, Vinafélag Grænlands og Íslands, Hjálparstarf kirkjunnar og aðrir Grænlandsvinir, að hrinda af stað landssöfnun. Söfnun er einnig hafin í Færeyjum. Fjármunirnir munu renna óskert til uppbyggingarinnar á Grænlandi og þeirra sem eiga um sárt að binda. „Ég held að mikilvægustu skilaboðin sem grænlenska þjóðin getur fengið sé að hún eigi góða nágranna sem bæði hugsa hlýlega til þeirra og styðja þá í verki. Eins og þeir gerðu fyrir okkur þegar snjóflóðin ógurlegu féllu fyrir vestan," segir Hrafn Jökulsson, forseti Hróksins.Hjálparstarf kirkjunnar hefur opnað söfnunarreikninginn 0334-26-056200, kennitala 450670-0499. Þá er hægt að hringja í 907-2003 og leggja þannig til 2.500 krónur.
Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Sjá meira