Bjargvættur fær ekki bætur eftir að hafa slasast við að draga mann úr brennandi bíl Jóhann Óli Eiðsson skrifar 19. júní 2017 16:20 Andartakið skömmu fyrir slysið. Bjargvættur á ekki rétt á bótum úr ábyrgðartryggingu bifreiðar eftir að hafa slasast við að draga ökumanninn úr bifreiðinni. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar í vátryggingamálum. Úrskurðir nefndarinnar frá síðasta ári voru nýlega birtir á heimasíðu hennar. Málsatvik voru þau að þann 24. nóvember 2015 varð harður árekstur í Ljósavatnsskarði. Sagt var frá honum á sínum tíma og myndband birt af honum. Eftir áreksturinn kviknaði í annarri bifreiðinni. Mikil mildi þykir að enginn hafi týnt lífi í árekstrinum. Það má meðal annars rekja til þess að ökumaður sem kom að slysinu brást við og dró slasaðan ökumann úr bifreiðinni sem kviknaði í. Við þá björgun kippti ökumaður brennandi bifreiðarinnar í hönd hans með þeim afleiðingum að bjargvætturinn slasaðist á hægri öxl. Bjargvætturinn heitir Sæmundur Bjarnason en sonur hans tjáði sig um málið á Facebook skömmu eftir slysið. „Eftir slysið kom upp eldur í öðrum bílnum en ökumaðurinn var illa slasaður og gat ekki komist frá bílnum af sjálfsdáðum og sem betur fer var pabbi kominn á þeim tíma og gat dregið manninn frá áður en bíllinn varð alelda,“ segir Sæmundur Bjarni og lýsir gangi mála mínúturnar eftir slysið. Í niðurstöðu nefndarinnar kemur fram að tjón mannsins sé að rekja til þessa kipps ökumannsins en ekki notkunar, bilunar eða galla í bifreiðinni. Af þeim sökum er ekki ástæða til þess að tjón hans sé bætt úr ábyrgðartryggingu bifreiðarinnar. Því fær hann ekki bætur. Myndband af árekstrinum má sjá hér að neðan. Tengdar fréttir Hetja úr Hafnarfirði skipti sköpum í Ljósavatnsskarði "Sem betur fer var pabbi kominn á þeim tíma og gat dregið manninn frá áður en bíllinn varð alelda,“ segir Sæmundur Bjarni Sæmundsson. 3. desember 2015 12:09 Komst lífs af og birti myndband af árekstrinum í Ljósavatnsskarði "Læknar, hjúkrunarfræðingar og sjúkraþjálfarar hafa sagt okkur að við séum stálheppin að hafa sloppið lifandi,“ segir annar farþeginn. 2. desember 2015 12:19 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Sjá meira
Bjargvættur á ekki rétt á bótum úr ábyrgðartryggingu bifreiðar eftir að hafa slasast við að draga ökumanninn úr bifreiðinni. Þetta er niðurstaða úrskurðarnefndar í vátryggingamálum. Úrskurðir nefndarinnar frá síðasta ári voru nýlega birtir á heimasíðu hennar. Málsatvik voru þau að þann 24. nóvember 2015 varð harður árekstur í Ljósavatnsskarði. Sagt var frá honum á sínum tíma og myndband birt af honum. Eftir áreksturinn kviknaði í annarri bifreiðinni. Mikil mildi þykir að enginn hafi týnt lífi í árekstrinum. Það má meðal annars rekja til þess að ökumaður sem kom að slysinu brást við og dró slasaðan ökumann úr bifreiðinni sem kviknaði í. Við þá björgun kippti ökumaður brennandi bifreiðarinnar í hönd hans með þeim afleiðingum að bjargvætturinn slasaðist á hægri öxl. Bjargvætturinn heitir Sæmundur Bjarnason en sonur hans tjáði sig um málið á Facebook skömmu eftir slysið. „Eftir slysið kom upp eldur í öðrum bílnum en ökumaðurinn var illa slasaður og gat ekki komist frá bílnum af sjálfsdáðum og sem betur fer var pabbi kominn á þeim tíma og gat dregið manninn frá áður en bíllinn varð alelda,“ segir Sæmundur Bjarni og lýsir gangi mála mínúturnar eftir slysið. Í niðurstöðu nefndarinnar kemur fram að tjón mannsins sé að rekja til þessa kipps ökumannsins en ekki notkunar, bilunar eða galla í bifreiðinni. Af þeim sökum er ekki ástæða til þess að tjón hans sé bætt úr ábyrgðartryggingu bifreiðarinnar. Því fær hann ekki bætur. Myndband af árekstrinum má sjá hér að neðan.
Tengdar fréttir Hetja úr Hafnarfirði skipti sköpum í Ljósavatnsskarði "Sem betur fer var pabbi kominn á þeim tíma og gat dregið manninn frá áður en bíllinn varð alelda,“ segir Sæmundur Bjarni Sæmundsson. 3. desember 2015 12:09 Komst lífs af og birti myndband af árekstrinum í Ljósavatnsskarði "Læknar, hjúkrunarfræðingar og sjúkraþjálfarar hafa sagt okkur að við séum stálheppin að hafa sloppið lifandi,“ segir annar farþeginn. 2. desember 2015 12:19 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Deildarmyrkvi á sólu Unglingur hrækti á lögreglumann Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Karlar eiga mjög erfitt með að viðurkenna risvandamál Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Eldur í gömlu sundhöllinni í Keflavík Mannskæður jarðskjálfti og vasaþjófar í dulargervi Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Eins leitað eftir slagsmál Greiða atkvæði um verkfall á Grundartanga Kæra skógrækt við Húsavík vegna rasks á varplendi fugla Lokaæfing fyrir almyrkva Vilja að bæjarstjóri lækki laun sín jafn mikið og bæjarfulltrúar Döpur vegna „hetjunnar“ Ástu og „ómaklegrar aðfarar“ RÚV Saka lögregluna um að rægja Kínverja Verður aflífaður eftir allt saman Harðir skjálftar í Asíu og Play til Möltu Lögreglustjóri mun stýra Mannréttindastofnun Vara við þjófum sem dulbúa sig sem ferðamenn Stuðningur við símabann í grunnskólum eykst og mælist 62 prósent Skoða hvort hægt sé að flýta uppbyggingu í Úlfarsárdal Bein útsending: Borgarstjóri ræðir húsnæðisuppbyggingu í Reykjavík Erlendir vasaþjófar herja á Þingvelli og fleiri ferðamannastaði Fimm handteknir vegna líkamsárásar og haldið upp á „alþjóðlega Viagra daginn“ Sólmyrkvi á laugardaginn Harmsögur af stríði, fjöldagrafir og tíðar árásir taka á líkama og sál Sjá meira
Hetja úr Hafnarfirði skipti sköpum í Ljósavatnsskarði "Sem betur fer var pabbi kominn á þeim tíma og gat dregið manninn frá áður en bíllinn varð alelda,“ segir Sæmundur Bjarni Sæmundsson. 3. desember 2015 12:09
Komst lífs af og birti myndband af árekstrinum í Ljósavatnsskarði "Læknar, hjúkrunarfræðingar og sjúkraþjálfarar hafa sagt okkur að við séum stálheppin að hafa sloppið lifandi,“ segir annar farþeginn. 2. desember 2015 12:19