Júdasar í Jökulfjörðum Þröstur Ólafsson skrifar 19. júní 2017 09:45 Sonur sæll, þú veist ekki af hve litlu viti einni þjóð er stjórnað,“ á Axel Oxenstierna, ríkiskanslari Svíþjóðar undir Gustav Vasa, að hafa sagt. Verandi sjálfur annar valdamesti maður ríkisins um áratuga skeið, getur hann varla hafa haft alla aðra en sjálfan sig í huga. Mig rámaði í þessi orð við birtingu loftlagsskýrslu Hagfræðideildar Háskólans. Í kjölfar skýrslunnar birtust fréttir um stórtæk laxeldisáform bæði fyrir vestan og austan. Hugurinn reikaði um frækilegan afrekalista okkar í umhverfis-, loftlags- og auðlindamálum: ríkisstyrkta offramleiðslu lambakjöts, með tilheyrandi gróðureyðingu; náttúruspillandi uppistöðulón fyrir orkuver sem framleiða niðurgreitt rafmagn til mengandi stóriðju, sem sáralítinn virðisauka skilur eftir hérlendis; auk hamslausrar framræslu mýra. Þá hefur getuleysi ráðamanna undanfarinna ára til að ná tökum á átroðningi ferðafólks verið aumkunarvert. Upptalningin er ekki tæmandi. Umhverfismál okkar Íslendinga fá niðurlægjandi falleinkunn í skýrslunni, sama á hvaða mælikvarða er vegið. Við gerum sáralítið til að koma í veg fyrir fjölmengandi starfsemi á láði, í legi og í lofti. Þvert á móti. Framsýnt vit ráðamanna þjóðarinnar hefur lengi virst af skornum skammti. Náttúruvernd og loftslagsmál eru örlagamál heimsbyggðarinnar.Hagsmunabundin stjórnsýsla Eitt af því sem ríkisstjórn Jóhönnu gerði og miðaði að því að ná víðtækari framtíðarsýn og sterkari stjórnsýslu var að sameina örsmá, vanmegnug hagsmunatengd ráðuneyti í stærri heildir. Fyrsta verk ríkisstjórnar B+D-flokkanna var hins vegar að færa það að hluta til baka og veikja þar með stjórnsýslu ríkisins. Nú heldur ný ríkisstjórn þessu skemmdarstarfi áfram og endurreisir gamla úrelta dómsmálaráðuneytið. Vakin er athygli á þessu, því ein af ástæðum skelfilegs ástands í umhverfis- og loftlagsmálum okkar er vanburða stjórnsýsla samfara pólitísku áhugaleysi. Um þverbak keyrði þegar Sigurður Ingi, í upphafi ráðherradóms síns, ógilti nokkrar mikilvægar ráðstafanir í umhverfis- og náttúruverndarmálum sem búið var að ná samkomulagi um. Þetta gerði hann í nafni síns græna flokks. Það sagði allt um þau örlög sem biðu umhverfismálanna í þáverandi ríkisstjórn. Það sem eftir lifði stjórnartíma hennar lagðist alger sljóleiki og drómi yfir og um þennan málaflokk. Með nýjum ráðherra berast nú ferskir og uppörvandi vindar úr umhverfisráðuneytinu. Óvissa er þó, um styrk ráðherrans til að ná fram umdeildum en brýnum málum; starfsgetu þessa litla ráðuneytis og um metnað ríkisstjórnarinnar, þegar á hólminn er komið.Vits er þörf Mér brá ekki sérlega þegar virtur, fyrrverandi forseti Alþingis tók að sér formennsku í hagsmunasamtökum sem miða að því að fylla sem flesta firði landsins mengandi laxeldi. Það er eðlilegt starfsframhald þeirra þingmanna, sem líta á hagsmunagæslu fyrir sérhópa sem megin tilganginn með þingsetu sinni. Það er öfugsnúið að þingmenn skuli eyða meiri tíma í að finna leiðir til að arðræna auðlindir þjóðarinnar en vernda þær og varðveita. Ég neita því þó ekki, að ég bjóst við meiri metnaði. Ég hafði líka vænst þess að við lærðum af mistökum Norðmanna, en létum þá ekki ginna okkur enn einu sinni á foraðið. Dugði ekki að Norðmenn nánast útrýmdu hvölum við Íslandsstrendur og gengu af síldinni dauðri. Er nú komið að því að spilla hreinleika íslenskra fjarða? Það vita allir sem vilja, að sáralítill virðisauki verður eftir hérlendis af þessari starfsemi en bæði útgjöld og langvarandi mengun. Við Íslendingar eigum mikla náttúruperlu sem við nefnum Friðland á Hornströndum. Þessi hluti landsins hefur verið friðaður um áratuga skeið. Land, vatn og sjór eru þar hrein og ómenguð. Frárennsli frá byggð er hverfandi og engin vélknúin umferð. Nú skal bundinn hér endi á. Framkvæmdastjóri eins laxeldisfyrirtækisins tjáði sig í blaðaviðtali um hve ákjósanlegt væri að hefja laxeldi í Jökulfjörðum. Mig hryllti við. Gefa ágengni og fégræðgi engin grið? Er hamsleysi okkar gagnvart náttúru landsins óstöðvandi? Nú reynir á vilja og metnað ráðamanna. Ætla Alþingi og ríkisstjórn að sitja aðgerðalaus hjá eða koma í veg fyrir ósómann? Vonandi tilheyrir það fortíðinni að þjóðinni sé stjórnað af litlu og skammsýnu viti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Sonur sæll, þú veist ekki af hve litlu viti einni þjóð er stjórnað,“ á Axel Oxenstierna, ríkiskanslari Svíþjóðar undir Gustav Vasa, að hafa sagt. Verandi sjálfur annar valdamesti maður ríkisins um áratuga skeið, getur hann varla hafa haft alla aðra en sjálfan sig í huga. Mig rámaði í þessi orð við birtingu loftlagsskýrslu Hagfræðideildar Háskólans. Í kjölfar skýrslunnar birtust fréttir um stórtæk laxeldisáform bæði fyrir vestan og austan. Hugurinn reikaði um frækilegan afrekalista okkar í umhverfis-, loftlags- og auðlindamálum: ríkisstyrkta offramleiðslu lambakjöts, með tilheyrandi gróðureyðingu; náttúruspillandi uppistöðulón fyrir orkuver sem framleiða niðurgreitt rafmagn til mengandi stóriðju, sem sáralítinn virðisauka skilur eftir hérlendis; auk hamslausrar framræslu mýra. Þá hefur getuleysi ráðamanna undanfarinna ára til að ná tökum á átroðningi ferðafólks verið aumkunarvert. Upptalningin er ekki tæmandi. Umhverfismál okkar Íslendinga fá niðurlægjandi falleinkunn í skýrslunni, sama á hvaða mælikvarða er vegið. Við gerum sáralítið til að koma í veg fyrir fjölmengandi starfsemi á láði, í legi og í lofti. Þvert á móti. Framsýnt vit ráðamanna þjóðarinnar hefur lengi virst af skornum skammti. Náttúruvernd og loftslagsmál eru örlagamál heimsbyggðarinnar.Hagsmunabundin stjórnsýsla Eitt af því sem ríkisstjórn Jóhönnu gerði og miðaði að því að ná víðtækari framtíðarsýn og sterkari stjórnsýslu var að sameina örsmá, vanmegnug hagsmunatengd ráðuneyti í stærri heildir. Fyrsta verk ríkisstjórnar B+D-flokkanna var hins vegar að færa það að hluta til baka og veikja þar með stjórnsýslu ríkisins. Nú heldur ný ríkisstjórn þessu skemmdarstarfi áfram og endurreisir gamla úrelta dómsmálaráðuneytið. Vakin er athygli á þessu, því ein af ástæðum skelfilegs ástands í umhverfis- og loftlagsmálum okkar er vanburða stjórnsýsla samfara pólitísku áhugaleysi. Um þverbak keyrði þegar Sigurður Ingi, í upphafi ráðherradóms síns, ógilti nokkrar mikilvægar ráðstafanir í umhverfis- og náttúruverndarmálum sem búið var að ná samkomulagi um. Þetta gerði hann í nafni síns græna flokks. Það sagði allt um þau örlög sem biðu umhverfismálanna í þáverandi ríkisstjórn. Það sem eftir lifði stjórnartíma hennar lagðist alger sljóleiki og drómi yfir og um þennan málaflokk. Með nýjum ráðherra berast nú ferskir og uppörvandi vindar úr umhverfisráðuneytinu. Óvissa er þó, um styrk ráðherrans til að ná fram umdeildum en brýnum málum; starfsgetu þessa litla ráðuneytis og um metnað ríkisstjórnarinnar, þegar á hólminn er komið.Vits er þörf Mér brá ekki sérlega þegar virtur, fyrrverandi forseti Alþingis tók að sér formennsku í hagsmunasamtökum sem miða að því að fylla sem flesta firði landsins mengandi laxeldi. Það er eðlilegt starfsframhald þeirra þingmanna, sem líta á hagsmunagæslu fyrir sérhópa sem megin tilganginn með þingsetu sinni. Það er öfugsnúið að þingmenn skuli eyða meiri tíma í að finna leiðir til að arðræna auðlindir þjóðarinnar en vernda þær og varðveita. Ég neita því þó ekki, að ég bjóst við meiri metnaði. Ég hafði líka vænst þess að við lærðum af mistökum Norðmanna, en létum þá ekki ginna okkur enn einu sinni á foraðið. Dugði ekki að Norðmenn nánast útrýmdu hvölum við Íslandsstrendur og gengu af síldinni dauðri. Er nú komið að því að spilla hreinleika íslenskra fjarða? Það vita allir sem vilja, að sáralítill virðisauki verður eftir hérlendis af þessari starfsemi en bæði útgjöld og langvarandi mengun. Við Íslendingar eigum mikla náttúruperlu sem við nefnum Friðland á Hornströndum. Þessi hluti landsins hefur verið friðaður um áratuga skeið. Land, vatn og sjór eru þar hrein og ómenguð. Frárennsli frá byggð er hverfandi og engin vélknúin umferð. Nú skal bundinn hér endi á. Framkvæmdastjóri eins laxeldisfyrirtækisins tjáði sig í blaðaviðtali um hve ákjósanlegt væri að hefja laxeldi í Jökulfjörðum. Mig hryllti við. Gefa ágengni og fégræðgi engin grið? Er hamsleysi okkar gagnvart náttúru landsins óstöðvandi? Nú reynir á vilja og metnað ráðamanna. Ætla Alþingi og ríkisstjórn að sitja aðgerðalaus hjá eða koma í veg fyrir ósómann? Vonandi tilheyrir það fortíðinni að þjóðinni sé stjórnað af litlu og skammsýnu viti.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun