Golf

Brooks Koepka kom, sá og sigraði á Opna bandaríska

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Brooks Koepka endaði fjórum höggum á undan næstu mönnum.
Brooks Koepka endaði fjórum höggum á undan næstu mönnum. vísir/epa
Bandaríkjamaðurinn Brooks Koepka hrósaði sigri á Opna bandaríska meistaramótinu í golfi sem lauk í kvöld. Þetta var hans fyrsti sigur á risamóti á ferlinum.

Hinn 27 ára gamli Koepka lék einstaklega vel á fjórða og síðasta hringnum í dag og kláraði hann á fimm höggum undir pari.

Koepka lauk leik á 16 höggum undir pari, fjórum höggum á undan landa sínum, Brian Harman, og Japananum Hideki Matsuyama.

Harman var með eins höggs forystu fyrir lokahringinn en missti Koepka fram úr sér í dag. Harman lék á parinu í dag og endaði á samtals 12 höggum undir pari.

Matsuyama lék manna best í dag, eða á sex höggum undir pari. Englendingurinn Tommy Fleetwood endaði í 4. sæti á 11 höggum undir pari.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×