Færri ferðamenn eystra Benedikt Bóas skrifar 19. júní 2017 07:00 Ferðamenn ferðast minna út á firði landsins. Áður hefur verið sagt frá vandræðum Vestfirðinga og nú berast fréttir frá Austfjörðum. Vísir/Vilhelm „Það er samdráttur og ég hef miklar áhyggjur. Þetta hótel, Hótel Bláfell, er búið að vera opið allt árið síðan 1983 og er eitt af fyrstu heilsárshótelunum á landsbyggðinni og ég er að horfa í það að geta ekki haft opið í vetur. Útlitið er ekki gott,“ segir Friðrik Árnason hjá Hótel Bláfelli. Sagt var frá fækkun ferðamanna á Vestfjörðum í Fréttablaðinu á föstudag. Höfðu margir orð á því að Austfirðir væru í engu skárri málum. Þrír hótelstjórar og -eigendur á Austfjörðum taka undir það og segjast finna fyrir fækkun ferðamanna og gistinátta. Guðrún Anna Eðvaldsdóttir hjá Hótel Framtíð segir að bókunarstaðan sé fín en ferðamenn haldi í hverja einustu krónu. „Við vorum einmitt að ræða þetta. Fólk er að halda að sér höndum í veitingasölu og öðru. Fólki finnst dýrt hér og það er lítið að leyfa sér eða sleppa sér.“ Gunnlaugur Jónasson sem rekur Gistihúsið á Egilsstöðum segir að apríl hafi verið slæmur. „Þetta er tvísýn staða og það er mikið um afbókanir en það hefur reddast. Við höfum náð að halda sjó. Það er eitthvað niður en sumarið er nýbyrjað. Það er minni sala í mat og fólk eyðir minna. Ég finn til með Vestfirðingum, þetta voru ekki glæsilegar tölur sem ég las á föstudaginn,“ segir Gunnlaugur. Friðrik á Hótel Bláfelli segir að gengi krónunnar sé ekki til að hrópa húrra fyrir. „Það er alltaf mikið að gera á sumrin en bókunarstaðan er þannig að Skandínavar og Þjóðverjarnir eru ekki að koma. Það er ekki af því að hamborgarinn kostar eitthvað x mikið. Það var 30 til 35 prósenta samdráttur í maí. Það er rándýrt að koma hingað og júlí er ekkert sérstaklega fallegur. Við vorum búin að skapa fullt af heilsársstörfum og ferðaþjónustan er blómleg atvinnugrein og það er helvíti súrt ef myntin okkar ætlar að eyðileggja fyrir okkur.“ Þá bendir Gunnlaugur á að hann hafi farið í gagngerar endurbætur á matseðlinum enda hafi ferðamenn yfirleitt bara verið að kaupa margaríta-pitsur. „Staðalbúnaður ferðamannsins er Bónuspokinn. Í vor fórum við í gagngerar endurbætur á matseðlinum og lækkuðum öll verð til að reyna eitthvað. Það bar árangur. Ég er með fullt eldhús af kokkum og annars hefði verið hægt að loka bara.“ Guðrún Anna bendir á að ferðamenn sæki í öryggið og friðsældina sem hér er. „Fólk er að koma til Íslands því það er öruggt land. Það er til í að borga meira fyrir öryggið sem er hér, það er mín kenning. Við getum ekki endalaust sleppt fólki út í náttúruna, það er alveg pirrað yfir að það séu allir út um allt og ég held að við höfum bara öryggið núna,“ segir Guðrún Anna. Aðspurður um lausnir segist Gunnlaugur ekki hafa þær. „Krónan er erfið. Við höfum ekki hækkað okkur og það bætir ekki úr ef virðisaukinn verður hækkaður. Það átti að setja komugjöld á alla fyrir löngu, þá hefðu þessir ódýrari ferðamenn ekki komið en þeir reyndar koma lítið hingað.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ferðamönnum fækkar mikið á Vestfjörðum Þrír hótelstjórar á Vestfjörðum eru uggandi yfir stöðunni og segja að gestir séu allt að 30 prósentum færri en í fyrra. Skandinavíubúar eru horfnir og ferðamenn kaupa sér ekki lengur mat á veitingastöðum og í sjoppum. 16. júní 2017 07:00 Harpa rukkar fyrir klósettferðir gesta Brögð að því að ferðamenn fari í Hörpu gagngert til að nota klósettið. 16. júní 2017 17:04 Mest lesið Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira
„Það er samdráttur og ég hef miklar áhyggjur. Þetta hótel, Hótel Bláfell, er búið að vera opið allt árið síðan 1983 og er eitt af fyrstu heilsárshótelunum á landsbyggðinni og ég er að horfa í það að geta ekki haft opið í vetur. Útlitið er ekki gott,“ segir Friðrik Árnason hjá Hótel Bláfelli. Sagt var frá fækkun ferðamanna á Vestfjörðum í Fréttablaðinu á föstudag. Höfðu margir orð á því að Austfirðir væru í engu skárri málum. Þrír hótelstjórar og -eigendur á Austfjörðum taka undir það og segjast finna fyrir fækkun ferðamanna og gistinátta. Guðrún Anna Eðvaldsdóttir hjá Hótel Framtíð segir að bókunarstaðan sé fín en ferðamenn haldi í hverja einustu krónu. „Við vorum einmitt að ræða þetta. Fólk er að halda að sér höndum í veitingasölu og öðru. Fólki finnst dýrt hér og það er lítið að leyfa sér eða sleppa sér.“ Gunnlaugur Jónasson sem rekur Gistihúsið á Egilsstöðum segir að apríl hafi verið slæmur. „Þetta er tvísýn staða og það er mikið um afbókanir en það hefur reddast. Við höfum náð að halda sjó. Það er eitthvað niður en sumarið er nýbyrjað. Það er minni sala í mat og fólk eyðir minna. Ég finn til með Vestfirðingum, þetta voru ekki glæsilegar tölur sem ég las á föstudaginn,“ segir Gunnlaugur. Friðrik á Hótel Bláfelli segir að gengi krónunnar sé ekki til að hrópa húrra fyrir. „Það er alltaf mikið að gera á sumrin en bókunarstaðan er þannig að Skandínavar og Þjóðverjarnir eru ekki að koma. Það er ekki af því að hamborgarinn kostar eitthvað x mikið. Það var 30 til 35 prósenta samdráttur í maí. Það er rándýrt að koma hingað og júlí er ekkert sérstaklega fallegur. Við vorum búin að skapa fullt af heilsársstörfum og ferðaþjónustan er blómleg atvinnugrein og það er helvíti súrt ef myntin okkar ætlar að eyðileggja fyrir okkur.“ Þá bendir Gunnlaugur á að hann hafi farið í gagngerar endurbætur á matseðlinum enda hafi ferðamenn yfirleitt bara verið að kaupa margaríta-pitsur. „Staðalbúnaður ferðamannsins er Bónuspokinn. Í vor fórum við í gagngerar endurbætur á matseðlinum og lækkuðum öll verð til að reyna eitthvað. Það bar árangur. Ég er með fullt eldhús af kokkum og annars hefði verið hægt að loka bara.“ Guðrún Anna bendir á að ferðamenn sæki í öryggið og friðsældina sem hér er. „Fólk er að koma til Íslands því það er öruggt land. Það er til í að borga meira fyrir öryggið sem er hér, það er mín kenning. Við getum ekki endalaust sleppt fólki út í náttúruna, það er alveg pirrað yfir að það séu allir út um allt og ég held að við höfum bara öryggið núna,“ segir Guðrún Anna. Aðspurður um lausnir segist Gunnlaugur ekki hafa þær. „Krónan er erfið. Við höfum ekki hækkað okkur og það bætir ekki úr ef virðisaukinn verður hækkaður. Það átti að setja komugjöld á alla fyrir löngu, þá hefðu þessir ódýrari ferðamenn ekki komið en þeir reyndar koma lítið hingað.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ferðamönnum fækkar mikið á Vestfjörðum Þrír hótelstjórar á Vestfjörðum eru uggandi yfir stöðunni og segja að gestir séu allt að 30 prósentum færri en í fyrra. Skandinavíubúar eru horfnir og ferðamenn kaupa sér ekki lengur mat á veitingastöðum og í sjoppum. 16. júní 2017 07:00 Harpa rukkar fyrir klósettferðir gesta Brögð að því að ferðamenn fari í Hörpu gagngert til að nota klósettið. 16. júní 2017 17:04 Mest lesið Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira
Ferðamönnum fækkar mikið á Vestfjörðum Þrír hótelstjórar á Vestfjörðum eru uggandi yfir stöðunni og segja að gestir séu allt að 30 prósentum færri en í fyrra. Skandinavíubúar eru horfnir og ferðamenn kaupa sér ekki lengur mat á veitingastöðum og í sjoppum. 16. júní 2017 07:00
Harpa rukkar fyrir klósettferðir gesta Brögð að því að ferðamenn fari í Hörpu gagngert til að nota klósettið. 16. júní 2017 17:04