Færri ferðamenn eystra Benedikt Bóas skrifar 19. júní 2017 07:00 Ferðamenn ferðast minna út á firði landsins. Áður hefur verið sagt frá vandræðum Vestfirðinga og nú berast fréttir frá Austfjörðum. Vísir/Vilhelm „Það er samdráttur og ég hef miklar áhyggjur. Þetta hótel, Hótel Bláfell, er búið að vera opið allt árið síðan 1983 og er eitt af fyrstu heilsárshótelunum á landsbyggðinni og ég er að horfa í það að geta ekki haft opið í vetur. Útlitið er ekki gott,“ segir Friðrik Árnason hjá Hótel Bláfelli. Sagt var frá fækkun ferðamanna á Vestfjörðum í Fréttablaðinu á föstudag. Höfðu margir orð á því að Austfirðir væru í engu skárri málum. Þrír hótelstjórar og -eigendur á Austfjörðum taka undir það og segjast finna fyrir fækkun ferðamanna og gistinátta. Guðrún Anna Eðvaldsdóttir hjá Hótel Framtíð segir að bókunarstaðan sé fín en ferðamenn haldi í hverja einustu krónu. „Við vorum einmitt að ræða þetta. Fólk er að halda að sér höndum í veitingasölu og öðru. Fólki finnst dýrt hér og það er lítið að leyfa sér eða sleppa sér.“ Gunnlaugur Jónasson sem rekur Gistihúsið á Egilsstöðum segir að apríl hafi verið slæmur. „Þetta er tvísýn staða og það er mikið um afbókanir en það hefur reddast. Við höfum náð að halda sjó. Það er eitthvað niður en sumarið er nýbyrjað. Það er minni sala í mat og fólk eyðir minna. Ég finn til með Vestfirðingum, þetta voru ekki glæsilegar tölur sem ég las á föstudaginn,“ segir Gunnlaugur. Friðrik á Hótel Bláfelli segir að gengi krónunnar sé ekki til að hrópa húrra fyrir. „Það er alltaf mikið að gera á sumrin en bókunarstaðan er þannig að Skandínavar og Þjóðverjarnir eru ekki að koma. Það er ekki af því að hamborgarinn kostar eitthvað x mikið. Það var 30 til 35 prósenta samdráttur í maí. Það er rándýrt að koma hingað og júlí er ekkert sérstaklega fallegur. Við vorum búin að skapa fullt af heilsársstörfum og ferðaþjónustan er blómleg atvinnugrein og það er helvíti súrt ef myntin okkar ætlar að eyðileggja fyrir okkur.“ Þá bendir Gunnlaugur á að hann hafi farið í gagngerar endurbætur á matseðlinum enda hafi ferðamenn yfirleitt bara verið að kaupa margaríta-pitsur. „Staðalbúnaður ferðamannsins er Bónuspokinn. Í vor fórum við í gagngerar endurbætur á matseðlinum og lækkuðum öll verð til að reyna eitthvað. Það bar árangur. Ég er með fullt eldhús af kokkum og annars hefði verið hægt að loka bara.“ Guðrún Anna bendir á að ferðamenn sæki í öryggið og friðsældina sem hér er. „Fólk er að koma til Íslands því það er öruggt land. Það er til í að borga meira fyrir öryggið sem er hér, það er mín kenning. Við getum ekki endalaust sleppt fólki út í náttúruna, það er alveg pirrað yfir að það séu allir út um allt og ég held að við höfum bara öryggið núna,“ segir Guðrún Anna. Aðspurður um lausnir segist Gunnlaugur ekki hafa þær. „Krónan er erfið. Við höfum ekki hækkað okkur og það bætir ekki úr ef virðisaukinn verður hækkaður. Það átti að setja komugjöld á alla fyrir löngu, þá hefðu þessir ódýrari ferðamenn ekki komið en þeir reyndar koma lítið hingað.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ferðamönnum fækkar mikið á Vestfjörðum Þrír hótelstjórar á Vestfjörðum eru uggandi yfir stöðunni og segja að gestir séu allt að 30 prósentum færri en í fyrra. Skandinavíubúar eru horfnir og ferðamenn kaupa sér ekki lengur mat á veitingastöðum og í sjoppum. 16. júní 2017 07:00 Harpa rukkar fyrir klósettferðir gesta Brögð að því að ferðamenn fari í Hörpu gagngert til að nota klósettið. 16. júní 2017 17:04 Mest lesið Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Sjá meira
„Það er samdráttur og ég hef miklar áhyggjur. Þetta hótel, Hótel Bláfell, er búið að vera opið allt árið síðan 1983 og er eitt af fyrstu heilsárshótelunum á landsbyggðinni og ég er að horfa í það að geta ekki haft opið í vetur. Útlitið er ekki gott,“ segir Friðrik Árnason hjá Hótel Bláfelli. Sagt var frá fækkun ferðamanna á Vestfjörðum í Fréttablaðinu á föstudag. Höfðu margir orð á því að Austfirðir væru í engu skárri málum. Þrír hótelstjórar og -eigendur á Austfjörðum taka undir það og segjast finna fyrir fækkun ferðamanna og gistinátta. Guðrún Anna Eðvaldsdóttir hjá Hótel Framtíð segir að bókunarstaðan sé fín en ferðamenn haldi í hverja einustu krónu. „Við vorum einmitt að ræða þetta. Fólk er að halda að sér höndum í veitingasölu og öðru. Fólki finnst dýrt hér og það er lítið að leyfa sér eða sleppa sér.“ Gunnlaugur Jónasson sem rekur Gistihúsið á Egilsstöðum segir að apríl hafi verið slæmur. „Þetta er tvísýn staða og það er mikið um afbókanir en það hefur reddast. Við höfum náð að halda sjó. Það er eitthvað niður en sumarið er nýbyrjað. Það er minni sala í mat og fólk eyðir minna. Ég finn til með Vestfirðingum, þetta voru ekki glæsilegar tölur sem ég las á föstudaginn,“ segir Gunnlaugur. Friðrik á Hótel Bláfelli segir að gengi krónunnar sé ekki til að hrópa húrra fyrir. „Það er alltaf mikið að gera á sumrin en bókunarstaðan er þannig að Skandínavar og Þjóðverjarnir eru ekki að koma. Það er ekki af því að hamborgarinn kostar eitthvað x mikið. Það var 30 til 35 prósenta samdráttur í maí. Það er rándýrt að koma hingað og júlí er ekkert sérstaklega fallegur. Við vorum búin að skapa fullt af heilsársstörfum og ferðaþjónustan er blómleg atvinnugrein og það er helvíti súrt ef myntin okkar ætlar að eyðileggja fyrir okkur.“ Þá bendir Gunnlaugur á að hann hafi farið í gagngerar endurbætur á matseðlinum enda hafi ferðamenn yfirleitt bara verið að kaupa margaríta-pitsur. „Staðalbúnaður ferðamannsins er Bónuspokinn. Í vor fórum við í gagngerar endurbætur á matseðlinum og lækkuðum öll verð til að reyna eitthvað. Það bar árangur. Ég er með fullt eldhús af kokkum og annars hefði verið hægt að loka bara.“ Guðrún Anna bendir á að ferðamenn sæki í öryggið og friðsældina sem hér er. „Fólk er að koma til Íslands því það er öruggt land. Það er til í að borga meira fyrir öryggið sem er hér, það er mín kenning. Við getum ekki endalaust sleppt fólki út í náttúruna, það er alveg pirrað yfir að það séu allir út um allt og ég held að við höfum bara öryggið núna,“ segir Guðrún Anna. Aðspurður um lausnir segist Gunnlaugur ekki hafa þær. „Krónan er erfið. Við höfum ekki hækkað okkur og það bætir ekki úr ef virðisaukinn verður hækkaður. Það átti að setja komugjöld á alla fyrir löngu, þá hefðu þessir ódýrari ferðamenn ekki komið en þeir reyndar koma lítið hingað.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Ferðamönnum fækkar mikið á Vestfjörðum Þrír hótelstjórar á Vestfjörðum eru uggandi yfir stöðunni og segja að gestir séu allt að 30 prósentum færri en í fyrra. Skandinavíubúar eru horfnir og ferðamenn kaupa sér ekki lengur mat á veitingastöðum og í sjoppum. 16. júní 2017 07:00 Harpa rukkar fyrir klósettferðir gesta Brögð að því að ferðamenn fari í Hörpu gagngert til að nota klósettið. 16. júní 2017 17:04 Mest lesið Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Sjá meira
Ferðamönnum fækkar mikið á Vestfjörðum Þrír hótelstjórar á Vestfjörðum eru uggandi yfir stöðunni og segja að gestir séu allt að 30 prósentum færri en í fyrra. Skandinavíubúar eru horfnir og ferðamenn kaupa sér ekki lengur mat á veitingastöðum og í sjoppum. 16. júní 2017 07:00
Harpa rukkar fyrir klósettferðir gesta Brögð að því að ferðamenn fari í Hörpu gagngert til að nota klósettið. 16. júní 2017 17:04