Sjö bílar fluttir til Íslands með fölsuðum upprunavottorðum Sæunn Gísladóttir skrifar 19. júní 2017 07:00 Innfluttir bílar við Sundahöfn. Myndin er ekki af bíltegundum sem málið snýr að. Vísir/Eyþór Nýlega kom upp dæmi um innflutning á sjö bifreiðum sem voru skráðar hér á landi með fölsuð upprunavottorð. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru bifreiðarnar með Euro VI staðla uppgefna í upprunavottorðum en það stemmdi ekki við kerfi framleiðandans. Bílarnir menguðu því töluvert meira en leyfi er fyrir á Evrópska efnahagssvæðinu. Fölsunin kom í ljós eftir að kaupandi slíkrar bifreiðar leitaði til viðkomandi bifreiðaumboðs til að fá staðfesta ábyrgð á bílnum. Þar skýrðist að bifreiðin uppfyllti ekki Euro VI staðla sem er skylda fyrir alla bíla sem skráðir eru nýir innan Evrópska efnahagssvæðisins og á því einnig við hér á landi. Bílar sem uppfylla Euro VI staðlana menga minna en bílar af eldri gerðum. Þar sem bifreiðin var ekki framleidd til notkunar á Evrópska efnahagssvæðinu eru ýmis önnur frávik. Til dæmis notar bifreiðin kælivökva sem uppfyllir ekki reglugerðir, hún er aðeins búin einum öryggisloftpúða í stað sex, sem er staðalbúnaður bifreiðarinnar hér á landi. Þá staðfestir Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, að bíllinn sé ekki í ábyrgð hjá viðkomandi umboði, enda sé hann smíðaður fyrir annað markaðssvæði en Evrópu.Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins. Vísir/GVA„Framleiðendur ábyrgjast að öllu jöfnu ekki bifreiðar sem eru smíðaðar fyrir aðrar heimsálfur. Því er ábyrgðin alltaf í höndum bíleigandans sjálfs,“ segir Özur. Við eftirgrennslan viðkomandi bílaumboðs hafi komið í ljós að ekki sé gefið út upprunavottorð fyrir þann markað sem bílinn var framleiddur fyrir. „Þannig að það átti í raun ekki að vera til. Í framhaldi var það svo staðfest af framleiðanda viðkomandi bifreiðar að um fölsuð vottorð var að ræða.“ Özur segir að herða ætti eftirlit með grunsamlegum skírteinum. „Samgöngustofa á að leita til framleiðanda með staðfestingu á að viðkomandi bifreiðar uppfylli með réttu þau skilyrði og lög sem hér eru í gildi. Bifreiðar, framleiddar fyrir Rússlandsmarkað eins og í þessu tilviki, eru með miklu minni öryggisbúnað og án mengunarbúnaðar sem gerð er krafa um í Evrópu, og eru að sjálfsögðu ódýrari en um leið uppfylla þær ekki lögin sem við fylgjum,“ segir Özur. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur Samgöngustofa svarað fyrirspurn Bílgreinasambandsins. Nýjum beiðnum um forskráningu þessarar gerðar bifreiða verður hafnað. Ef minnsti grunur leikur á því að gögn séu fölsuð þá mun Samgöngustofa í framtíðinni leita til þeirra sem eru umboðsaðilar viðkomandi ökutækja hér á landi. Samgöngustofa er að vinna að máli varðandi þær sjö bifreiðar sem þegar hafa verið skráðar og mun hafa samband við eigendur bifreiðanna sem eiga í hlut. Ekki er á þessu stigi ljóst hverjar afleiðingarnar verða enda hefur sambærilegt mál ekki komið upp hjá Samgöngustofu. Upplýsingum um þetta mál verður komið áfram á skráningaryfirvöld í Evrópu. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Kemst ekki fet vegna teppu í Samgöngustofu Gróa Kristmannsdóttir og Ármann Halldórsson bíða enn eftir því að fá afhentan sérhannaðan bíl sem kom til landsins í byrjun apríl. Gróa er í hjólastól og er föst heima. 16. maí 2017 07:00 Nýtt skráningarkerfi átti að vera komið Nýtt skráningarkerfi til að bæta afgreiðsluhraða í forskráningum bíla átti að vera komið í gagnið á vormánuðum 2017. Það hefur frestast og stefnt er að því að það verði tekið í notkun í haust. 15. maí 2017 07:00 Tafir hjá Samgöngustofu: Aukið fé til hugbúnaðarþróunar og yfirvinna lengd Samgöngustofa hefur komið á sérstakri aðgerðaáætlun til að bregðast við mikilli aukningu í forskráningu ökutækja sem hefur valdið aukinni bið eftir skráningu. 17. maí 2017 15:37 Mest lesið Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Nýlega kom upp dæmi um innflutning á sjö bifreiðum sem voru skráðar hér á landi með fölsuð upprunavottorð. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins voru bifreiðarnar með Euro VI staðla uppgefna í upprunavottorðum en það stemmdi ekki við kerfi framleiðandans. Bílarnir menguðu því töluvert meira en leyfi er fyrir á Evrópska efnahagssvæðinu. Fölsunin kom í ljós eftir að kaupandi slíkrar bifreiðar leitaði til viðkomandi bifreiðaumboðs til að fá staðfesta ábyrgð á bílnum. Þar skýrðist að bifreiðin uppfyllti ekki Euro VI staðla sem er skylda fyrir alla bíla sem skráðir eru nýir innan Evrópska efnahagssvæðisins og á því einnig við hér á landi. Bílar sem uppfylla Euro VI staðlana menga minna en bílar af eldri gerðum. Þar sem bifreiðin var ekki framleidd til notkunar á Evrópska efnahagssvæðinu eru ýmis önnur frávik. Til dæmis notar bifreiðin kælivökva sem uppfyllir ekki reglugerðir, hún er aðeins búin einum öryggisloftpúða í stað sex, sem er staðalbúnaður bifreiðarinnar hér á landi. Þá staðfestir Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins, að bíllinn sé ekki í ábyrgð hjá viðkomandi umboði, enda sé hann smíðaður fyrir annað markaðssvæði en Evrópu.Özur Lárusson, framkvæmdastjóri Bílgreinasambandsins. Vísir/GVA„Framleiðendur ábyrgjast að öllu jöfnu ekki bifreiðar sem eru smíðaðar fyrir aðrar heimsálfur. Því er ábyrgðin alltaf í höndum bíleigandans sjálfs,“ segir Özur. Við eftirgrennslan viðkomandi bílaumboðs hafi komið í ljós að ekki sé gefið út upprunavottorð fyrir þann markað sem bílinn var framleiddur fyrir. „Þannig að það átti í raun ekki að vera til. Í framhaldi var það svo staðfest af framleiðanda viðkomandi bifreiðar að um fölsuð vottorð var að ræða.“ Özur segir að herða ætti eftirlit með grunsamlegum skírteinum. „Samgöngustofa á að leita til framleiðanda með staðfestingu á að viðkomandi bifreiðar uppfylli með réttu þau skilyrði og lög sem hér eru í gildi. Bifreiðar, framleiddar fyrir Rússlandsmarkað eins og í þessu tilviki, eru með miklu minni öryggisbúnað og án mengunarbúnaðar sem gerð er krafa um í Evrópu, og eru að sjálfsögðu ódýrari en um leið uppfylla þær ekki lögin sem við fylgjum,“ segir Özur. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur Samgöngustofa svarað fyrirspurn Bílgreinasambandsins. Nýjum beiðnum um forskráningu þessarar gerðar bifreiða verður hafnað. Ef minnsti grunur leikur á því að gögn séu fölsuð þá mun Samgöngustofa í framtíðinni leita til þeirra sem eru umboðsaðilar viðkomandi ökutækja hér á landi. Samgöngustofa er að vinna að máli varðandi þær sjö bifreiðar sem þegar hafa verið skráðar og mun hafa samband við eigendur bifreiðanna sem eiga í hlut. Ekki er á þessu stigi ljóst hverjar afleiðingarnar verða enda hefur sambærilegt mál ekki komið upp hjá Samgöngustofu. Upplýsingum um þetta mál verður komið áfram á skráningaryfirvöld í Evrópu.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Kemst ekki fet vegna teppu í Samgöngustofu Gróa Kristmannsdóttir og Ármann Halldórsson bíða enn eftir því að fá afhentan sérhannaðan bíl sem kom til landsins í byrjun apríl. Gróa er í hjólastól og er föst heima. 16. maí 2017 07:00 Nýtt skráningarkerfi átti að vera komið Nýtt skráningarkerfi til að bæta afgreiðsluhraða í forskráningum bíla átti að vera komið í gagnið á vormánuðum 2017. Það hefur frestast og stefnt er að því að það verði tekið í notkun í haust. 15. maí 2017 07:00 Tafir hjá Samgöngustofu: Aukið fé til hugbúnaðarþróunar og yfirvinna lengd Samgöngustofa hefur komið á sérstakri aðgerðaáætlun til að bregðast við mikilli aukningu í forskráningu ökutækja sem hefur valdið aukinni bið eftir skráningu. 17. maí 2017 15:37 Mest lesið Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Viðskipti innlent Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Kemst ekki fet vegna teppu í Samgöngustofu Gróa Kristmannsdóttir og Ármann Halldórsson bíða enn eftir því að fá afhentan sérhannaðan bíl sem kom til landsins í byrjun apríl. Gróa er í hjólastól og er föst heima. 16. maí 2017 07:00
Nýtt skráningarkerfi átti að vera komið Nýtt skráningarkerfi til að bæta afgreiðsluhraða í forskráningum bíla átti að vera komið í gagnið á vormánuðum 2017. Það hefur frestast og stefnt er að því að það verði tekið í notkun í haust. 15. maí 2017 07:00
Tafir hjá Samgöngustofu: Aukið fé til hugbúnaðarþróunar og yfirvinna lengd Samgöngustofa hefur komið á sérstakri aðgerðaáætlun til að bregðast við mikilli aukningu í forskráningu ökutækja sem hefur valdið aukinni bið eftir skráningu. 17. maí 2017 15:37