Frönsku þingkosningarnar: Þingið stútfullt af nýgræðingum Sunna Sæmundsdóttir skrifar 18. júní 2017 19:30 Seinni umferð þingkosninganna í Frakklandi fór fram í dag og útlit er fyrir stórsigur hjá flokki Frakklandsforseta. Prófessor í stjórnmálafræði lýsir þessu sem jarðskjálfta í frönskum stjórnmálum. Flestum kjörstöðum var lokað klukkan sex að íslenskum tíma og samkvæmt fyrstu útgönguspánni sem birt var á sama tíma er En Marche, flokki Emmanuels Macron, Frakklandsforseta, spáð 352 sætum. Skoðanakannanir höfðu bent til þess að flokkurinn fengi yfir 400 sæti og er sigurinn því heldur minni, þótt stór sé. Til þess að ná meirihluta á þinginu þarf flokkur 289 sæti. Eiríkur Bergmann segir þetta sögulega niðurstöðu fari sem á horfir. „Þetta er auðvitað bara algjör jarðskjálfti í frönskum stjórnmálum. Þessi höggbylgja er slík að hún feykir í burtu sósíalistaflokknum næstum því í heilu lagi og lýðveldisflokknum svona að stórum hluta. Við erum að horfa framan í það að franska þingið verði stútfullt af nýgræðingum sem hafa enga reynslu af þingstörfum eða stjórnmálastarfi. Þannig þetta er einhvers konar nýtt upphaf í Frakklandi," segir Eiríkur.Með völd umfram aðra forseta Einungis rúmur mánuður er síðan Macron vann yfirburðarsigur í forsetakosningunum og virðist flokkur hans núna ætla að sópa upp þingsætunum þar í landi. Eiríkur segir hann vera í mjög góðri stöðu. „Hann mun væntanlega sjálfur völd sem eru langt umfram það sem forsetar Frakklands hafa áður séð." Eiríkur telur að vinsældirnar megi meðal annars rekja til þess að Macron telst vera andsvar við þjóðernispopúlisma. „Hann er anstæðan við Trump og á hinum trumpísku tímum er líka eftirspurn eftir andstöðunni við það. Það er að segja hinu frjálslynda andsvari við framgangi íhaldssamra harðlínuafla," segir Eiríkur. Kjörsóknin er þó í sögulegum lægðum og einungis um 35% samanborið við 46% árið 2012. „Það gerir stöðuna flókna í Frakklandi núna er hversu dræm kosningaþátttakan virðist ætla að vera og það ýkir og eykur styrkleika Macron." Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira
Seinni umferð þingkosninganna í Frakklandi fór fram í dag og útlit er fyrir stórsigur hjá flokki Frakklandsforseta. Prófessor í stjórnmálafræði lýsir þessu sem jarðskjálfta í frönskum stjórnmálum. Flestum kjörstöðum var lokað klukkan sex að íslenskum tíma og samkvæmt fyrstu útgönguspánni sem birt var á sama tíma er En Marche, flokki Emmanuels Macron, Frakklandsforseta, spáð 352 sætum. Skoðanakannanir höfðu bent til þess að flokkurinn fengi yfir 400 sæti og er sigurinn því heldur minni, þótt stór sé. Til þess að ná meirihluta á þinginu þarf flokkur 289 sæti. Eiríkur Bergmann segir þetta sögulega niðurstöðu fari sem á horfir. „Þetta er auðvitað bara algjör jarðskjálfti í frönskum stjórnmálum. Þessi höggbylgja er slík að hún feykir í burtu sósíalistaflokknum næstum því í heilu lagi og lýðveldisflokknum svona að stórum hluta. Við erum að horfa framan í það að franska þingið verði stútfullt af nýgræðingum sem hafa enga reynslu af þingstörfum eða stjórnmálastarfi. Þannig þetta er einhvers konar nýtt upphaf í Frakklandi," segir Eiríkur.Með völd umfram aðra forseta Einungis rúmur mánuður er síðan Macron vann yfirburðarsigur í forsetakosningunum og virðist flokkur hans núna ætla að sópa upp þingsætunum þar í landi. Eiríkur segir hann vera í mjög góðri stöðu. „Hann mun væntanlega sjálfur völd sem eru langt umfram það sem forsetar Frakklands hafa áður séð." Eiríkur telur að vinsældirnar megi meðal annars rekja til þess að Macron telst vera andsvar við þjóðernispopúlisma. „Hann er anstæðan við Trump og á hinum trumpísku tímum er líka eftirspurn eftir andstöðunni við það. Það er að segja hinu frjálslynda andsvari við framgangi íhaldssamra harðlínuafla," segir Eiríkur. Kjörsóknin er þó í sögulegum lægðum og einungis um 35% samanborið við 46% árið 2012. „Það gerir stöðuna flókna í Frakklandi núna er hversu dræm kosningaþátttakan virðist ætla að vera og það ýkir og eykur styrkleika Macron."
Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Fleiri fréttir Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Sjá meira