Innlent

Lagður af stað í grunnbúðir K2

Nadine Guðrún Yaghi skrifar
John Snorri Sigurjónsson, sem ætlar að verða fyrsti Íslendingur til að klífa K2, er staddur í Pakistan og leggur af stað í grunnbúðir fjallsins í fyrramálið. Hann er bjartsýnn á að hann nái toppnum en segist stundum vera smeykur þegar hann hugsar um fjallið.

K2 er 8,611 metrar, það er annað hæsta fjall heims og er hluti af Karakorama-fjallgarðinum á landamærum Kína og Pakistans. Þar er ein hæsta dánartíðni meðal fjallgöngumanna en á móti hverjum fjórum sem ná tindinum lætur einn lífið.

Aðeins hafa um 230 manns náð toppnum á 49 árum vegna þess hve erfitt er að klífa fjallið. John Snorri Sigurjónsson ætlar sér að bætast í hópinn og verða fyrsti Íslendingurinn til að klífa k2.

John Snorri komst fyrstur Íslendinga á topp fjallsins Lhotse í Nepal í síðasta mánuði en það var undirbúningsferð fyrir K2.  

Hann er nú staddur í Skardu í Pakistan og leggur af stað í grunnbúðir fjallsins í fyrramálið.

John Snorri útskýrir að ferðalagið um skóg- og fjallendi Pakistans hafi verið áhættusamt þar sem mikið er um öfgahópa í landinu. Hann fór með herflugvél á svæðið og verður í fylgd hermanna næstu daga.  

John snorri mun dvelja í grunnbúðunum í nokkra daga áður en lagt verður af stað upp K2. Hann er bjartsýnn á að komast alla leið á toppinn en er þó stundum smeykur þegar hann hugsar um fjallið.  




Fleiri fréttir

Sjá meira


×