Erlent

Hefja „lokasókn“ gegn Ríki íslams í Mósúl

Kjartan Kjartansson skrifar
Íraskir hermenn með fána frá Ríki íslams í vesturhluta Mósúl.
Íraskir hermenn með fána frá Ríki íslams í vesturhluta Mósúl. Vísir/EPA
Íraski stjórnarherinn hóf sókn gegn liðsmönnum hryðjuverkasamtakanna Ríkis íslams í gömlu borginni í Mósúl í dag. Herinn hefur setið um borgina í átta mánuði og vonast yfirvöld til að átökin nú verði lokaorrustan í umsátrinu.

Mósúl var helsta vígi samtakanna í Írak en þau halda nú aðeins elsta hluta hennar eftir. Borgarhlutinn er þéttbýll með þröngum götum þar sem bardagar hafa geisað á milli húsa, samkvæmt frétt Reuters-fréttastofunnar.

Um 100.000 borgarbúar eru sagðir innilokaðir vegna átakanna með lítinn mat, vatn og lyf að sögn Sameinuðu þjóðanna.

Bandaríkjamenn og bandalagsríki þeirra styðja sóknina úr lofti og á landi.


Tengdar fréttir

Rúmlega þrjátíu létust í sprengjuárás í Írak

Að minnsta kosti 31 er látinn og 35 særðust eftir að kona sprengdi sjálfa sig í loft upp á fjölmennum markaði í bænum Musayab, um áttatíu kílómetrum suður Bagdad, fyrr í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×