Hefur skoðað hvort mögulegt sé að breyta frá áratuga framkvæmd á reglum um uppreist æru Nadine Guðrún Yaghi skrifar 18. júní 2017 09:15 Dómsmálaráðherra hefur að undanförnu skoðað hvort mögulegt sé að breyta frááratuga framkvæmd á reglum um uppreist æru – um að menn fái sjálfkrafa uppreist æru uppfylli þeir skilyrði laganna. Henni finnst aðþað ekki sjálfgefið að kynferðisbrotamenn hafi lögmannsréttindi. Í vikunni komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að veita skyldi Robert Downey, áður Róberti Árna Hreiðarssyni, lögmannréttindi sín á ný en hann missti þau eftir dóm fyrir kynferðisofbeldi gegn fjórum stúlkum árið 2008. Robert fékk uppreist æru í september í fyrra. Sigríður Á Anderssen, dómsmálaráðherra, segir að hún hefði skoðað umsókn Roberts sérstaklega. Hún hafi hafið skoðun á svipuðu máli fyrir nokkru. „ Það er að segja hvernig þessum málum er háttað. Það er auðvitað tvennt í þessari stöðu. Menn auðvitað eru að sækja um uppreist æru til þess að geta notið tiltekinna borgaralegra réttinda. Það er kveðið um það í lögum að menn þurfi að hafa óflekkað mannorð til að geta gengt tilteknum störfum og menn fá það ekki með uppreist æru. Mér finnst koma til greina að skoða þessi mál frá ýmsum sjónarhólum. Hvort ástæða sé til að breyta ákvæðum um óflekkað mannorð og svo hins vegar mögulega hvort þurfi að endurskoða framkvæmdina er varðar uppreist æru.“ Hún er með svipað mál á sínu borði. „Maður sem hefur afplánað dóm fyrir kynferðisafbrot og þá velti ég því fyrir mér hvaða reglur giltu um þetta fyrir utan lögin sem eru býsna skýr. Það þarf að líta til fleiri ákvæða en bara lagaákvæðanna og það þarf að líta líka til framkvæmdarinnar sem er áratug venja í ráðuneytinu að veita mönnum uppreist æru að gefnum uppfylltum skilyrðum. Fannst mér ekki ástæða til þess að afgreiða þessa umsögn sjálfkrafa.“ Sigríður segir að ekki sé sjálfgefið að menn sem brjóti kynferðislega gegn börnum hafi lögmannsréttindi. „Mér finnst alveg sjálfsagt að til dæmis lögmannafélagið fjalli sérstaklega um þessi mál og löggjafinn. Ef vilji manna stendur til þess að takmarka uppreist æru við tiltekin brot og útiloka tiltekin brot þá finnst mér sjálfsagt að löggjafinn komi að því,“ segir Sigríður Á Andersen, dómsmálaráðherra. Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira
Dómsmálaráðherra hefur að undanförnu skoðað hvort mögulegt sé að breyta frááratuga framkvæmd á reglum um uppreist æru – um að menn fái sjálfkrafa uppreist æru uppfylli þeir skilyrði laganna. Henni finnst aðþað ekki sjálfgefið að kynferðisbrotamenn hafi lögmannsréttindi. Í vikunni komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að veita skyldi Robert Downey, áður Róberti Árna Hreiðarssyni, lögmannréttindi sín á ný en hann missti þau eftir dóm fyrir kynferðisofbeldi gegn fjórum stúlkum árið 2008. Robert fékk uppreist æru í september í fyrra. Sigríður Á Anderssen, dómsmálaráðherra, segir að hún hefði skoðað umsókn Roberts sérstaklega. Hún hafi hafið skoðun á svipuðu máli fyrir nokkru. „ Það er að segja hvernig þessum málum er háttað. Það er auðvitað tvennt í þessari stöðu. Menn auðvitað eru að sækja um uppreist æru til þess að geta notið tiltekinna borgaralegra réttinda. Það er kveðið um það í lögum að menn þurfi að hafa óflekkað mannorð til að geta gengt tilteknum störfum og menn fá það ekki með uppreist æru. Mér finnst koma til greina að skoða þessi mál frá ýmsum sjónarhólum. Hvort ástæða sé til að breyta ákvæðum um óflekkað mannorð og svo hins vegar mögulega hvort þurfi að endurskoða framkvæmdina er varðar uppreist æru.“ Hún er með svipað mál á sínu borði. „Maður sem hefur afplánað dóm fyrir kynferðisafbrot og þá velti ég því fyrir mér hvaða reglur giltu um þetta fyrir utan lögin sem eru býsna skýr. Það þarf að líta til fleiri ákvæða en bara lagaákvæðanna og það þarf að líta líka til framkvæmdarinnar sem er áratug venja í ráðuneytinu að veita mönnum uppreist æru að gefnum uppfylltum skilyrðum. Fannst mér ekki ástæða til þess að afgreiða þessa umsögn sjálfkrafa.“ Sigríður segir að ekki sé sjálfgefið að menn sem brjóti kynferðislega gegn börnum hafi lögmannsréttindi. „Mér finnst alveg sjálfsagt að til dæmis lögmannafélagið fjalli sérstaklega um þessi mál og löggjafinn. Ef vilji manna stendur til þess að takmarka uppreist æru við tiltekin brot og útiloka tiltekin brot þá finnst mér sjálfsagt að löggjafinn komi að því,“ segir Sigríður Á Andersen, dómsmálaráðherra.
Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Sjá meira