Gera allt til að tryggja öryggi landsmanna Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. júní 2017 12:39 Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra Íslands gerði hryðjuverkaógnina og þjóðaröryggi að umfjöllunarefni í hátíðarræðu sinni á Austurvelli í morgun. Að sögn Bjarna er það ein af frumskyldum stjórnvalda að tryggja þjóðaröryggi. „Varnarsamstarf við vestrænar þjóðir er okkur því mikilvægt af þeim sökum en einnig til að við getum á okkar hátt, herlaus þjóðin, lagt okkar af mörkum á alþjóðavettvangi,“ segir Bjarni sem segir heiminn standa frammi fyrir ógnum vegna hryðjuverka.„Á undanförnum mánuðum höfum við Íslendingar ítrekað sent samúðarkveðjur til nágrannaþjóða okkar vegna voðaverka sem þar hafa verið unnin. Hér á landi er hættustig metið í meðallagi sem þýðir að ekki er hægt að útiloka hættu á hryðjuverkum vegna ástands innnanlands eða í heimsmálunum. Við verðum að varast að hér skapist jarðvegur fyrir hryðjuverk. Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að tryggja að við getum áfram verið friðsöm þjóð. Það sem skiptir okkur öll mestu máli er að við búum áfram í öruggu umhverfi.“Fullyrðir að lögreglan njóti trausts landsmanna Þá segir forsætisráðherra að stjórnvöld muni gera allt sem þau geti til þess að tryggja öryggi landsmanna. Þau muni meta aðstæður hverju sinni. Hann segir lögregluna njóta mikils trausts á Íslandi: „Þessum verkefnum hefur lögreglan sinnt af ábyrgð og festu meðal annars í samstarfi við alþjóðlegar stofnanir og er verð þess mikla trausts sem hún hefur ávallt notið.“ Lögreglan að störfum á hátíðarhöldum þann 17. júní.Vísir/Andri MarinóAuk þjóðaröryggismála setti forsætisráðherra ýmis mál á dagskrá í ræðu inni á Austuvelli. Bjarni fjallaði um alþjóðlegar skuldbindingar í loftslagsmálum, stöðu íslenskunnar og mælikvarða fyrir velsældir þjóða svo eitthvað sé nefnt. Bjarni segir Íslendinga vera í tíu efstu sætunum þegar lífsgæði þjóða eru annars vegar. „Við erum í hópi hinna lánsömu Norðurlandaþjóða sem hefur tekist að búa til betri og réttlátari samfélög en dæmi eru um í mannkynssögunni.“ Bjarni segir það skjóta skökku við að meginboðskapurinn í stjórnmálum í heiminum sé sá að heimurinn fari versnandi því lífið sé sífellt að verða betra fyrir stærstan hluta mannkyns. Hann telur vissulega að nóg sé af verkefnum samfara framförum og að þjóðir vilji ná enn lengra.„Við getum ekki sætt okkur við stríðsátök, við getum ekki setið aðgerðalaus hjá þegar umhverfisslys eru í uppsiglingu, náttúruhamfarir leggja stór svæði í rúst eða misvitrir leiðtogar misbeita valdi sínu og kalla yfir þjóðir sínar hungursneið og örbirgð. Jafnvel þótt minna sé af slíku en áður. Við megum einfaldlega ekki slaka á. Við gerum kröfur um að gera betur. Við sjáum svo víða að hægt er að gera betur. Dæmin eru fyrir framan okkur sem sanna það.“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra á 17. júní.Visir/Andri MarinóFramlag Íslands til betri heims sé að vera fyrirmynd í að draga úr misskiptingu Forsætisráðherrann sagði að framlag okkar til að bæta heiminn sé að vera fyrirmynd. „Við finnum það öll hve miklu það skiptir að vera áfram opið og friðsælt samfélag þar sem allir fái að njóta krafta sinna. Þau samfélög leggja sig fram um að ná sífellt betri árangri þegar almenn velferð og félagsleg framþróun er mæld. Þessi lífssýn og sá árangur sem hún hefur skilað er eitt mikilvægasta framlag okkar til betri heims. Að vera fyrirmynd fyrir önnur ríki í því að draga úr misskiptingu, auka velferð og skjóta þannig stoðum undir velmegun, farsæld og frið í heiminum.“ Skotvopn lögreglu Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra Íslands gerði hryðjuverkaógnina og þjóðaröryggi að umfjöllunarefni í hátíðarræðu sinni á Austurvelli í morgun. Að sögn Bjarna er það ein af frumskyldum stjórnvalda að tryggja þjóðaröryggi. „Varnarsamstarf við vestrænar þjóðir er okkur því mikilvægt af þeim sökum en einnig til að við getum á okkar hátt, herlaus þjóðin, lagt okkar af mörkum á alþjóðavettvangi,“ segir Bjarni sem segir heiminn standa frammi fyrir ógnum vegna hryðjuverka.„Á undanförnum mánuðum höfum við Íslendingar ítrekað sent samúðarkveðjur til nágrannaþjóða okkar vegna voðaverka sem þar hafa verið unnin. Hér á landi er hættustig metið í meðallagi sem þýðir að ekki er hægt að útiloka hættu á hryðjuverkum vegna ástands innnanlands eða í heimsmálunum. Við verðum að varast að hér skapist jarðvegur fyrir hryðjuverk. Við verðum að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að tryggja að við getum áfram verið friðsöm þjóð. Það sem skiptir okkur öll mestu máli er að við búum áfram í öruggu umhverfi.“Fullyrðir að lögreglan njóti trausts landsmanna Þá segir forsætisráðherra að stjórnvöld muni gera allt sem þau geti til þess að tryggja öryggi landsmanna. Þau muni meta aðstæður hverju sinni. Hann segir lögregluna njóta mikils trausts á Íslandi: „Þessum verkefnum hefur lögreglan sinnt af ábyrgð og festu meðal annars í samstarfi við alþjóðlegar stofnanir og er verð þess mikla trausts sem hún hefur ávallt notið.“ Lögreglan að störfum á hátíðarhöldum þann 17. júní.Vísir/Andri MarinóAuk þjóðaröryggismála setti forsætisráðherra ýmis mál á dagskrá í ræðu inni á Austuvelli. Bjarni fjallaði um alþjóðlegar skuldbindingar í loftslagsmálum, stöðu íslenskunnar og mælikvarða fyrir velsældir þjóða svo eitthvað sé nefnt. Bjarni segir Íslendinga vera í tíu efstu sætunum þegar lífsgæði þjóða eru annars vegar. „Við erum í hópi hinna lánsömu Norðurlandaþjóða sem hefur tekist að búa til betri og réttlátari samfélög en dæmi eru um í mannkynssögunni.“ Bjarni segir það skjóta skökku við að meginboðskapurinn í stjórnmálum í heiminum sé sá að heimurinn fari versnandi því lífið sé sífellt að verða betra fyrir stærstan hluta mannkyns. Hann telur vissulega að nóg sé af verkefnum samfara framförum og að þjóðir vilji ná enn lengra.„Við getum ekki sætt okkur við stríðsátök, við getum ekki setið aðgerðalaus hjá þegar umhverfisslys eru í uppsiglingu, náttúruhamfarir leggja stór svæði í rúst eða misvitrir leiðtogar misbeita valdi sínu og kalla yfir þjóðir sínar hungursneið og örbirgð. Jafnvel þótt minna sé af slíku en áður. Við megum einfaldlega ekki slaka á. Við gerum kröfur um að gera betur. Við sjáum svo víða að hægt er að gera betur. Dæmin eru fyrir framan okkur sem sanna það.“ Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands og Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra á 17. júní.Visir/Andri MarinóFramlag Íslands til betri heims sé að vera fyrirmynd í að draga úr misskiptingu Forsætisráðherrann sagði að framlag okkar til að bæta heiminn sé að vera fyrirmynd. „Við finnum það öll hve miklu það skiptir að vera áfram opið og friðsælt samfélag þar sem allir fái að njóta krafta sinna. Þau samfélög leggja sig fram um að ná sífellt betri árangri þegar almenn velferð og félagsleg framþróun er mæld. Þessi lífssýn og sá árangur sem hún hefur skilað er eitt mikilvægasta framlag okkar til betri heims. Að vera fyrirmynd fyrir önnur ríki í því að draga úr misskiptingu, auka velferð og skjóta þannig stoðum undir velmegun, farsæld og frið í heiminum.“
Skotvopn lögreglu Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira