Harpa rukkar fyrir klósettferðir gesta Jakob Bjarnar skrifar 16. júní 2017 17:04 Ferðamenn, heilu hóparnir, hafa komið í Hörpu gagngert til að nota klósettin þar. En, nú skal bregðast við því með gjaldtöku. Vísir Stjórnendur Hörpu hafa gripið til þess ráðs að rukka fyrir aðgengi að salernum staðarins. Taka upp klósettgjald og mun nú kosta 300 krónur að nota salerni hússins. „Loksins gerum við það og förum eftir sama fyrirkomulagi aðrar menningarstofnanir í heiminum,“ segir Diljá Ámundadóttir upplýsingafulltrúi Hörpu.Erfitt að halda úti fríu almenningsklósetti í Hörpu Klósettgjaldið er tekið upp í samhengi við það að Harpa fer nú í sumarbúning og er þetta kynnt sem liður í aukinni þjónustu við ferðamenn. Gert er ráð fyrir 3000 gestum í húsið daglega og Diljá segir að bregðast verði við auknum ferðamannastraumi; 20 prósenta aukningu ferðamanna í Reykjavík frá því í fyrra. „Við verum að halda þessum velhönnuðu klósettum snyrtilegum og í samræmi við annað í húsinu. Kannski erfitt að halda úti fríu almenningsklósetti í húsi sem hefur fengið arkítektaverðlaun.“Liður í að stýra umgangi og góðri umgengni Diljá segir að það sem kemur inn við það að rukka fyrir salernisferðir gesta muni tæplega vera mikið uppí þann fjárhagshalla sem húsið standi frammi fyrir. En það muni mæta kostnaði við að halda salernunum í lagi. Þetta sé löngu tímabær aðgerð og liður í að stýra aðgengi um húsið. „300 krónur er nákvæmlega sama gjald og tekið er fyrir afnot af almenningssalerni sem er við hliðina á Ölstofunni. En, þetta er náttúrlega miklu snyrtilegra salerni. Það var ákall eftir þessu. Margir hafa spurt hvenær við ætlum að fara að stýra þessu aðeins betur,“ segir Diljá.Ferðamenn breiða úr sér í húsinu Hún segir brögð að því að ferðamenn hafi komið gagngert í Hörpu til að nota salerni hússins. „Já, það er alltof mikið af því. Heilu hóparnir sem komu gagngert til að nota klósettið.“ Slíkt sæmir ekki þegar virðuleg menntastofnun er annars vegar. „Þetta er svo við getum betur haldið yfirbragði og glæsileika hússins í góðu horfi. Það er leiðinlegt en ferðamenn hafa verið að breiða úr sér hér, jafnvel leggja sig hér og smyrja sér samlokur. Það er enginn að fíla það nema þeir akkúrat þegar þeir eru að því,“ segir Diljá. Þessar breytingar taka gildi þann 19. júní og standa yfir til 26. ágúst. Diljá segir rétt að Íslendingar eigi því ekki að venjast að vera rukkaðir sérstaklega fyrir klósettferðir sínar. „En við verðum að bregðast við þessu óhrædd með skynsemi. Þetta þekkist víðast hvar annars staðar.“ Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Stjórnendur Hörpu hafa gripið til þess ráðs að rukka fyrir aðgengi að salernum staðarins. Taka upp klósettgjald og mun nú kosta 300 krónur að nota salerni hússins. „Loksins gerum við það og förum eftir sama fyrirkomulagi aðrar menningarstofnanir í heiminum,“ segir Diljá Ámundadóttir upplýsingafulltrúi Hörpu.Erfitt að halda úti fríu almenningsklósetti í Hörpu Klósettgjaldið er tekið upp í samhengi við það að Harpa fer nú í sumarbúning og er þetta kynnt sem liður í aukinni þjónustu við ferðamenn. Gert er ráð fyrir 3000 gestum í húsið daglega og Diljá segir að bregðast verði við auknum ferðamannastraumi; 20 prósenta aukningu ferðamanna í Reykjavík frá því í fyrra. „Við verum að halda þessum velhönnuðu klósettum snyrtilegum og í samræmi við annað í húsinu. Kannski erfitt að halda úti fríu almenningsklósetti í húsi sem hefur fengið arkítektaverðlaun.“Liður í að stýra umgangi og góðri umgengni Diljá segir að það sem kemur inn við það að rukka fyrir salernisferðir gesta muni tæplega vera mikið uppí þann fjárhagshalla sem húsið standi frammi fyrir. En það muni mæta kostnaði við að halda salernunum í lagi. Þetta sé löngu tímabær aðgerð og liður í að stýra aðgengi um húsið. „300 krónur er nákvæmlega sama gjald og tekið er fyrir afnot af almenningssalerni sem er við hliðina á Ölstofunni. En, þetta er náttúrlega miklu snyrtilegra salerni. Það var ákall eftir þessu. Margir hafa spurt hvenær við ætlum að fara að stýra þessu aðeins betur,“ segir Diljá.Ferðamenn breiða úr sér í húsinu Hún segir brögð að því að ferðamenn hafi komið gagngert í Hörpu til að nota salerni hússins. „Já, það er alltof mikið af því. Heilu hóparnir sem komu gagngert til að nota klósettið.“ Slíkt sæmir ekki þegar virðuleg menntastofnun er annars vegar. „Þetta er svo við getum betur haldið yfirbragði og glæsileika hússins í góðu horfi. Það er leiðinlegt en ferðamenn hafa verið að breiða úr sér hér, jafnvel leggja sig hér og smyrja sér samlokur. Það er enginn að fíla það nema þeir akkúrat þegar þeir eru að því,“ segir Diljá. Þessar breytingar taka gildi þann 19. júní og standa yfir til 26. ágúst. Diljá segir rétt að Íslendingar eigi því ekki að venjast að vera rukkaðir sérstaklega fyrir klósettferðir sínar. „En við verðum að bregðast við þessu óhrædd með skynsemi. Þetta þekkist víðast hvar annars staðar.“
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Erlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira