Írinn kjaftfori sem sigraði heiminn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 16. júní 2017 06:30 Ofurstjarna. Á ótrúlegum skömmum tíma hefur Conor McGregor orðið stórstjarna og einn ríkasti íþróttamaður heims. Hann er ekki bara einn ríkasti íþróttamaður heims í dag heldur er hann líka einn sá vinsælasti. Conor elskar Ísland og mun örugglega halda áfram að koma hingað. vísir/getty „Conor kom fyrst til Íslands árið 2012 og ég þurfti að skrifa bréf fyrir hann til írskra yfirvalda svo hann myndi ekki missa bótaréttinn í heimalandinu á meðan hann æfði á Íslandi,“ segir Haraldur Dean Nelson, faðir Gunnars Nelson og framkvæmdastjóri Mjölnis, er hann rifjar upp fyrstu Íslandsferð Conors McGregor. Írans sem hefur lagt UFC-heiminn að fótum sér á mettíma og mun í lok ágúst verða milljarðamæringur er hann mætir Floyd Mayweather í hnefaleikabardaga.Af bótum í milljarða tekjur á fimm árum Sá bardagi verður einn verðmætasti bardagi sögunnar. Conor, sem var atvinnulaus á bótum fyrir fimm árum síðan, mun þá fá á milli sjö til tíu milljarða króna í sinn hlut. Stjarnfræðileg upphæð og óhætt að segja að líf hans hafi breyst mikið á örhraða því hann hefur í millitíðinni einnig náð að vinna tvo heimsmeistaratitla hjá UFC-bardagasambandinu. Fyrstur allra hjá UFC til að gera það. „Ég hafði kynnst Conor áður úti á Írlandi er Gunni var að æfa og keppa úti. Hann gisti fyrst í kjallaranum hjá mér og svo flutti hann í íbúð á Bárugötunni þar sem Gunni og Jón Viðar [formaður Mjölnis] bjuggu,“ segir Haraldur en það þurfti stundum að kaupa samlokur og annað fyrir Conor og aðra stráka sem komu frá Írlandi og höfðu lítið á milli handanna. Hvernig leist honum samt á Conor er hann kynntist honum fyrst?Hafði alltaf mikla trú á sér „Hann var, og er, ör týpa. Hafði ofboðslega trú á sjálfum sér. Mér leist ofboðslega vel á hann. John Kavanagh [þjálfari Conors og Gunnars] hafði mikið talað um hann við mig. Ég vissi að hann væri að standa sig vel og lofaði góðu,“ segir Haraldur og hlær við. Á þeim tíma var Conor að pakka mönnum saman í Cage Warriors bardagaröðinni. Haraldur byrjaði þá að skrifa bréf til UFC og benda þeim á þennan efnilega Íra. Haraldur var þá í sambandi við Joe Silva og Sean Shelby sem sáu um að raða upp bardögum fyrir UFC. „Ég sendi UFC myndband af því er Conor rotar Ivan Buchinger í Cage Warriors og var þar með kominn með tvö belti hjá þeim. Þetta er í byrjun árs 2013 og það leið nokkur tími án þess að við heyrðum frá UFC. Við John erum svo staddir á Vegamótum er Shelby hringir í mig til að segja mér að þeir vilji að Conor keppi við Marus Brimage í Stokkhólmi. John stekkur út til þess að hringja í Conor því hann var leiður yfir því að hafa ekki fengið nein viðbrögð frá UFC. Conor hoppaði auðvitað hæð sína af gleði er hann fékk tíðindin,“ sagði Haraldur sem gerði síðan fyrsta samning Conors við UFC um nóttina. Hann segist ekki geta gleymt gleðinni hjá Íranum er hann var með hann í símanum að keyra Miklubrautina á leið heim.Einstakur ruslakjaftur Írski vélbyssukjafturinn hefur mikið æft á Íslandi í gegnum tíðina og meðal annars fengið belti í jiu jitsu hjá Mjölni. Hann elskar að æfa á Íslandi og var einmitt á Íslandi fyrir rúmu ári er hann sagðist mjög óvænt vera hættur hjá UFC. Þá fór allt á hvolf en sem betur fer snerist Conor hugur. „Conor varð strax mjög hrifinn af Íslandi. Hérna troðum við alltaf hákarli og sviðum í útlendingana en Conor elskar svið. Borðaði þau með bestu lyst. Hann elskar flest við landið.“ Það er ekki bara hversu frábær bardagamaður Conor er sem gerir hann að einni stærstu íþróttastjörnu heims. Hann hefur einstakan persónuleika sem fólk annaðhvort elskar eða hatar. Hann rífur mikið kjaft en stendur nær alltaf við stóru orðin. Hann er besti ruslkjafturinn í íþróttum síðan Muhammad Ali var upp á sitt besta en á móti kemur að hann virðist eyða peningum með sama stæl og Mike Tyson. Fólkið í heimalandi hans elskar Conor sem er öllum innblástur þar. „Það er gaman þegar hann stelur línunum hans Alis og býr til sínar eigin sem eru góðar. Það er ógleymanlegt er hann náði ekki að standa við stóru orðin gegn Dennis Siver og rota hann í fyrstu lotu. Hann klappaði fyrir Siver eftir lotuna og rotaði hann bara í næstu,“ segir Haraldur og hlær.Conor mun rota Floyd Heimurinn mun fylgjast með er Conor reynir hið ómögulega þann 26. ágúst. Að rota einn besta hnefaleikamann allra tíma í sínum fyrsta boxbardaga. Mayweather hefur unnið alla 49 bardaga sína en hætti fyrir tveimur árum og er orðinn fertugur. Þrátt fyrir það segja margir sérfræðingar að Conor eigi ekki möguleika en Haraldur hefur trú á sínum manni. „Það væri furðulegt að spá Mayweather ósigri miðað við flestar forsendur en hann er ekkert að fara að mæta hverjum sem er. Ég segi að Conor vinni þennan bardaga. Ég geri það ekki út í bláinn. Ég held að Conor henti Mayweather illa. Er stærri og örvhentur sem Mayweather á í vandræðum með. Conor er líka með furðulegan stíl. Ég er ekki viss um að Floyd hafi verið sleginn af svona þungri vinstri hendi áður. Ég held að Conor muni koma á óvart og rota hann,“ segir Haraldur ákveðinn. MMA Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Sjá meira
„Conor kom fyrst til Íslands árið 2012 og ég þurfti að skrifa bréf fyrir hann til írskra yfirvalda svo hann myndi ekki missa bótaréttinn í heimalandinu á meðan hann æfði á Íslandi,“ segir Haraldur Dean Nelson, faðir Gunnars Nelson og framkvæmdastjóri Mjölnis, er hann rifjar upp fyrstu Íslandsferð Conors McGregor. Írans sem hefur lagt UFC-heiminn að fótum sér á mettíma og mun í lok ágúst verða milljarðamæringur er hann mætir Floyd Mayweather í hnefaleikabardaga.Af bótum í milljarða tekjur á fimm árum Sá bardagi verður einn verðmætasti bardagi sögunnar. Conor, sem var atvinnulaus á bótum fyrir fimm árum síðan, mun þá fá á milli sjö til tíu milljarða króna í sinn hlut. Stjarnfræðileg upphæð og óhætt að segja að líf hans hafi breyst mikið á örhraða því hann hefur í millitíðinni einnig náð að vinna tvo heimsmeistaratitla hjá UFC-bardagasambandinu. Fyrstur allra hjá UFC til að gera það. „Ég hafði kynnst Conor áður úti á Írlandi er Gunni var að æfa og keppa úti. Hann gisti fyrst í kjallaranum hjá mér og svo flutti hann í íbúð á Bárugötunni þar sem Gunni og Jón Viðar [formaður Mjölnis] bjuggu,“ segir Haraldur en það þurfti stundum að kaupa samlokur og annað fyrir Conor og aðra stráka sem komu frá Írlandi og höfðu lítið á milli handanna. Hvernig leist honum samt á Conor er hann kynntist honum fyrst?Hafði alltaf mikla trú á sér „Hann var, og er, ör týpa. Hafði ofboðslega trú á sjálfum sér. Mér leist ofboðslega vel á hann. John Kavanagh [þjálfari Conors og Gunnars] hafði mikið talað um hann við mig. Ég vissi að hann væri að standa sig vel og lofaði góðu,“ segir Haraldur og hlær við. Á þeim tíma var Conor að pakka mönnum saman í Cage Warriors bardagaröðinni. Haraldur byrjaði þá að skrifa bréf til UFC og benda þeim á þennan efnilega Íra. Haraldur var þá í sambandi við Joe Silva og Sean Shelby sem sáu um að raða upp bardögum fyrir UFC. „Ég sendi UFC myndband af því er Conor rotar Ivan Buchinger í Cage Warriors og var þar með kominn með tvö belti hjá þeim. Þetta er í byrjun árs 2013 og það leið nokkur tími án þess að við heyrðum frá UFC. Við John erum svo staddir á Vegamótum er Shelby hringir í mig til að segja mér að þeir vilji að Conor keppi við Marus Brimage í Stokkhólmi. John stekkur út til þess að hringja í Conor því hann var leiður yfir því að hafa ekki fengið nein viðbrögð frá UFC. Conor hoppaði auðvitað hæð sína af gleði er hann fékk tíðindin,“ sagði Haraldur sem gerði síðan fyrsta samning Conors við UFC um nóttina. Hann segist ekki geta gleymt gleðinni hjá Íranum er hann var með hann í símanum að keyra Miklubrautina á leið heim.Einstakur ruslakjaftur Írski vélbyssukjafturinn hefur mikið æft á Íslandi í gegnum tíðina og meðal annars fengið belti í jiu jitsu hjá Mjölni. Hann elskar að æfa á Íslandi og var einmitt á Íslandi fyrir rúmu ári er hann sagðist mjög óvænt vera hættur hjá UFC. Þá fór allt á hvolf en sem betur fer snerist Conor hugur. „Conor varð strax mjög hrifinn af Íslandi. Hérna troðum við alltaf hákarli og sviðum í útlendingana en Conor elskar svið. Borðaði þau með bestu lyst. Hann elskar flest við landið.“ Það er ekki bara hversu frábær bardagamaður Conor er sem gerir hann að einni stærstu íþróttastjörnu heims. Hann hefur einstakan persónuleika sem fólk annaðhvort elskar eða hatar. Hann rífur mikið kjaft en stendur nær alltaf við stóru orðin. Hann er besti ruslkjafturinn í íþróttum síðan Muhammad Ali var upp á sitt besta en á móti kemur að hann virðist eyða peningum með sama stæl og Mike Tyson. Fólkið í heimalandi hans elskar Conor sem er öllum innblástur þar. „Það er gaman þegar hann stelur línunum hans Alis og býr til sínar eigin sem eru góðar. Það er ógleymanlegt er hann náði ekki að standa við stóru orðin gegn Dennis Siver og rota hann í fyrstu lotu. Hann klappaði fyrir Siver eftir lotuna og rotaði hann bara í næstu,“ segir Haraldur og hlær.Conor mun rota Floyd Heimurinn mun fylgjast með er Conor reynir hið ómögulega þann 26. ágúst. Að rota einn besta hnefaleikamann allra tíma í sínum fyrsta boxbardaga. Mayweather hefur unnið alla 49 bardaga sína en hætti fyrir tveimur árum og er orðinn fertugur. Þrátt fyrir það segja margir sérfræðingar að Conor eigi ekki möguleika en Haraldur hefur trú á sínum manni. „Það væri furðulegt að spá Mayweather ósigri miðað við flestar forsendur en hann er ekkert að fara að mæta hverjum sem er. Ég segi að Conor vinni þennan bardaga. Ég geri það ekki út í bláinn. Ég held að Conor henti Mayweather illa. Er stærri og örvhentur sem Mayweather á í vandræðum með. Conor er líka með furðulegan stíl. Ég er ekki viss um að Floyd hafi verið sleginn af svona þungri vinstri hendi áður. Ég held að Conor muni koma á óvart og rota hann,“ segir Haraldur ákveðinn.
MMA Mest lesið Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Íslenski boltinn Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Íslenski boltinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Íslenski boltinn Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Körfubolti Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Sport Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Körfubolti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Fótbolti Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Körfubolti Fleiri fréttir Fantasy leikur Bestu deildarinnar kominn í loftið Í beinni: Ísland - Noregur | Leita að fyrsta sigrinum í Þjóðadeildinni Krossbandið hélt en „bland í poka“ af öðrum meiðslum Engin Glódís og fimm breytingar á byrjunarliðinu Fær ekki að dæma vegna samskiptaörðugleika Grindvíkingar ætla að spila í Grindavík í sumar SjallyPally í beinni á Vísi Þrjár kempur spila með KV í sumar „Ef maður er í búning er ekkert að manni“ Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist Blikar mættu með málningarpenslana í garðinn hjá Gylfa Á góðar minningar frá Þróttaravellinum De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið „Ef það er eitthvað lið sem getur veitt Breiðabliki og Víkingi keppni er það Valur“ „Fínt ef þetta fólk hefði haft samband við mig mánuðum áður“ Besta-spáin 2025: Siglt undir radarinn Veðmál á leik á Íslandi vöktu miklar grunsemdir Sölvi Geir ekki í miðvarðaleit „Skandall“ í gær en uppselt í dag Ljóst hver stýrir Sveindísi eftir landsleikina Hvar er Davíð? „Fólk að henda dramatískum sögum í gang um illindi“ Ökklinn eins og IKEA húsgagn: „Boruðu gat í gegnum tvö bein“ Unglingur myrtur eftir deilu á frjálsíþróttamóti Konurnar þurfa að mæta Íslandi á leikvangi sem er ekki nógu góður fyrir karlana Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Dagskráin: Keflavík og Grindavík geta komist í 2-0 og tímataka F1 í Japan Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Sjá meira