Hafþór Júlíus kærður til lögreglu af fyrrverandi kærustu Snærós Sindradóttir skrifar 15. júní 2017 23:45 Lögmaður Hafþórs Júlíusar Björnssonar, aflraunamanns og leikara, segir ekkert hæft í ásökunum um ofbeldi. Vísir/Valli Hafþór Júlíus Björnsson aflraunamaður, jafnan kallaður Fjallið, hefur verið kærður til lögreglunnar vegna nokkurra atvika í samskiptum sínum við fyrrverandi kærustu. Á meðal atvika er meint frelsissvipting sem Fréttablaðið fjallaði um á laugardag þegar lögregla var kölluð að heimili hans, fimmtudagskvöldið 8. júní síðastliðinn. Þá hafði Hafþór, að sögn, neitað konu um útgöngu af heimili sínu sem varð til þess að hún stökk út um opinn eldhúsglugga og leitaði hjálpar hjá nágrönnum. Heimildir Fréttablaðsins herma að fyrr í þessari viku hafi konan komið á lögreglustöðina í Kópavogi og lagt fram kæru vegna málsins sem og annarra atvika síðan kynni þeirra hófust. Lögregla hefur í þrígang verið kölluð að heimili Hafþórs vegna framgöngu hans við konuna. Í samtali við Fréttablaðið í síðustu viku staðfesti Hafþór öll meginatriði í frásögn af kvöldinu, sagðist hafa brugðið við þegar konan stökk af stað og þess vegna hlaupið á eftir henni og rifið í hana. Við það hafi myndast hávaði sem varð til þess að nágranni hringdi á lögregluna. Hann hafnar alfarið ásökunum um ofbeldi. Fréttablaðið hefur undanfarna daga rætt við nokkrar konur sem hafa átt í ástarsambandi við Hafþór í gegnum tíðina. Þrjár þeirra lýsa líkamlegu og andlegu ofbeldi af hendi Hafþórs. Samböndin áttu sér stað yfir nokkurra ára tímabil en konurnar óska þess allar að láta nafns síns ekki getið. Ein konan lýsir því að Hafþór hafi iðulega lamið sig þegar þau rifust. Hún lýsir því einnig að hann hafi ítrekað tekið hana svæfingartaki svo hún leið út af. Meðan á sambandi þeirra stóð leitaði hún einu sinni á sjúkrahús og fékk áverkavottorð. Önnur kona segir frá því að í eitt skipti, þegar sambandi þeirra hafi lokið, hafi verið hringt á lögregluna vegna hótana hans í hennar garð um líkamlegt ofbeldi. Þá hefur Fréttablaðið heyrt frá nágrönnum Hafþórs sem kölluðu í að minnsta kosti eitt skipti lögreglu til þegar Hafþór var búsettur í Sjálandshverfinu í Garðabæ. Nágrannar heyrðu þá gríðarleg læti seint um kvöld og öskur í konu. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst hefur Hafþór aldrei verið handtekinn í þau skipti sem lögregla hefur verið kvödd til. Fréttablaðið hafði samband við Hafþór Júlíus vegna ásakananna. Hann benti Fréttablaðinu á lögfræðing sinn og segir að fréttaflutningur af málinu verði kærður til lögreglu. „Þetta eru meiðyrði og verður alveg 100 prósent kært.“ Lögfræðingur Hafþórs, Kjartan Ragnars, hefur síðan á laugardag ítrekað haft samband við blaðið. Hann segir Hafþór með öllu lausan við ofbeldishneigð og beita hvorki karla né konur ofbeldi. Hann segir það geta orðið mjög dýrt að veitast að Hafþóri með rógburði þar sem ímynd hans sé mjög verðmæt. Hann segir að mögulega þrjár konur séu í hefndarhug gagnvart Hafþóri. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Lögreglan kölluð að heimili Fjallsins Lögregla var kölluð í þrígang að heimili Hafþórs Júlíusar Björnssonar kraftlyftingamanns vegna heimiliserja. Heimildir herma að mar og áverkar hafi fundist á fyrrverandi kærustu Hafþórs eftir samskipti við hann. 9. júní 2017 23:30 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Hafþór Júlíus Björnsson aflraunamaður, jafnan kallaður Fjallið, hefur verið kærður til lögreglunnar vegna nokkurra atvika í samskiptum sínum við fyrrverandi kærustu. Á meðal atvika er meint frelsissvipting sem Fréttablaðið fjallaði um á laugardag þegar lögregla var kölluð að heimili hans, fimmtudagskvöldið 8. júní síðastliðinn. Þá hafði Hafþór, að sögn, neitað konu um útgöngu af heimili sínu sem varð til þess að hún stökk út um opinn eldhúsglugga og leitaði hjálpar hjá nágrönnum. Heimildir Fréttablaðsins herma að fyrr í þessari viku hafi konan komið á lögreglustöðina í Kópavogi og lagt fram kæru vegna málsins sem og annarra atvika síðan kynni þeirra hófust. Lögregla hefur í þrígang verið kölluð að heimili Hafþórs vegna framgöngu hans við konuna. Í samtali við Fréttablaðið í síðustu viku staðfesti Hafþór öll meginatriði í frásögn af kvöldinu, sagðist hafa brugðið við þegar konan stökk af stað og þess vegna hlaupið á eftir henni og rifið í hana. Við það hafi myndast hávaði sem varð til þess að nágranni hringdi á lögregluna. Hann hafnar alfarið ásökunum um ofbeldi. Fréttablaðið hefur undanfarna daga rætt við nokkrar konur sem hafa átt í ástarsambandi við Hafþór í gegnum tíðina. Þrjár þeirra lýsa líkamlegu og andlegu ofbeldi af hendi Hafþórs. Samböndin áttu sér stað yfir nokkurra ára tímabil en konurnar óska þess allar að láta nafns síns ekki getið. Ein konan lýsir því að Hafþór hafi iðulega lamið sig þegar þau rifust. Hún lýsir því einnig að hann hafi ítrekað tekið hana svæfingartaki svo hún leið út af. Meðan á sambandi þeirra stóð leitaði hún einu sinni á sjúkrahús og fékk áverkavottorð. Önnur kona segir frá því að í eitt skipti, þegar sambandi þeirra hafi lokið, hafi verið hringt á lögregluna vegna hótana hans í hennar garð um líkamlegt ofbeldi. Þá hefur Fréttablaðið heyrt frá nágrönnum Hafþórs sem kölluðu í að minnsta kosti eitt skipti lögreglu til þegar Hafþór var búsettur í Sjálandshverfinu í Garðabæ. Nágrannar heyrðu þá gríðarleg læti seint um kvöld og öskur í konu. Eftir því sem Fréttablaðið kemst næst hefur Hafþór aldrei verið handtekinn í þau skipti sem lögregla hefur verið kvödd til. Fréttablaðið hafði samband við Hafþór Júlíus vegna ásakananna. Hann benti Fréttablaðinu á lögfræðing sinn og segir að fréttaflutningur af málinu verði kærður til lögreglu. „Þetta eru meiðyrði og verður alveg 100 prósent kært.“ Lögfræðingur Hafþórs, Kjartan Ragnars, hefur síðan á laugardag ítrekað haft samband við blaðið. Hann segir Hafþór með öllu lausan við ofbeldishneigð og beita hvorki karla né konur ofbeldi. Hann segir það geta orðið mjög dýrt að veitast að Hafþóri með rógburði þar sem ímynd hans sé mjög verðmæt. Hann segir að mögulega þrjár konur séu í hefndarhug gagnvart Hafþóri.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Lögreglan kölluð að heimili Fjallsins Lögregla var kölluð í þrígang að heimili Hafþórs Júlíusar Björnssonar kraftlyftingamanns vegna heimiliserja. Heimildir herma að mar og áverkar hafi fundist á fyrrverandi kærustu Hafþórs eftir samskipti við hann. 9. júní 2017 23:30 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Lögreglan kölluð að heimili Fjallsins Lögregla var kölluð í þrígang að heimili Hafþórs Júlíusar Björnssonar kraftlyftingamanns vegna heimiliserja. Heimildir herma að mar og áverkar hafi fundist á fyrrverandi kærustu Hafþórs eftir samskipti við hann. 9. júní 2017 23:30