Bílskúrinn: Hamilton hafði margt að sanna í Kanada Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 15. júní 2017 18:30 Mercedes liðið fagnar fyrsta og öðru sæti í Kanada. Vísir/Getty Lewis Hamilton minnkaði forskot Sebastian Vettel í heimsmeistarakeppni ökumanna niður í 12 stig með því að koma fyrstur í mark í Formúlu 1 keppninni í Kanada um liðna helgi. Hamilton vann næsta auðveldlega, Valtteri Bottas varð annar og er skyndilega ekki svo langt á eftir í toppbaráttunni, Lance Stroll var hetja á heimavelli og náði í sín fyrstu stig í Formúlu 1. Þetta og fleira í Bílskúrnum, uppgjöri hvers kappaksturs hér á Vísi.Lewis Hamilton átti einmannalega keppni.Vísir/GettyHeimaskítsmát Hamilton Hamilton átti góða ræsingu, bjó til gott bil á fyrstu hringjunum og stakk svo bara af, hann sást varla allan kappaksturinn enda lítið áhugavert að horfa á hann aka allt að því rólega um brautina. Hann sigldi öruggum 25 stigum í mark og eins og áður sagði minnkaði hann með því bilið í Vettel á toppi heimsmeistaramóts ökumanna úr 25 stigum niður í 12 stig. Hamilton var svo öruggur í öllum sínum aðgerðum um helgina að annað eins hefur varla sést. Hann jafnaði ráspólafjölda Ayrton Senna, 65 ráspólar á ferlinum og fékk að gjöf hjálm frá fjölskyldu Senna. Hann geislaði af sjálfstrausti það sem eftir var helgarinnar og steig ekki feilspor í kappakstrinum. Það er á svona dögum sem Hamilton er sennilega allt að því ósigrandi.Valtteri Bottas sá ekki mikið meira af keppinautum sínum en Hamilton.Vísir/GettyValtteri Bottas varð annar Mercedes liðið átti slaka kappaksturshelgi í Mónakó fyrir rúmum tveimur vikum, miðað við eigin staðal. Svo virtist sem liðið ætlaði ekki að bæta sig framan af. Æfingarnar voru svipaðar og í Mónakó, svona allt að því að minnsta kosti. Svo hins vegar snérist dæmið við. Hamilton var á auðum sjó fremstur allan kappaksturinn. Liðsfélagi hans, Valtteri Bottas var nánast eins einmanna í öðru sæti. Hann þurfti næsta lítið að hafa fyrir 18 stigunum sem hann sótti sér í Kanada. Bottas er nú 48 stigum á eftir Vettel sem leiðir heimsmeistarakeppnina. Hann er einungis 36 stigum á eftir liðsfélaga sínum, Hamilton. Það þarf ekkert mjög mikið að gerast til að Bottas blandi sér af hörku í toppbaráttuna. Bottas er nú þegar búinn að vinna eina keppni á tímabilinu og ef hann gerir slíkar gloríur aftur og þá jafnvel þannig að Hamilton falli úr keppni þá er hann kominn upp að hlið mannsins sem á að vera á sínum degi allt að ósigrandi. Vel gert hjá Bottas.Lance Stroll þurfti að taka fram úr nokkrum ökumönnum til að ná í sín fyrstu stig og stóð sig vel um helgina.Vísir/GettyHeimamaðurinn Lance Stroll Lance Stroll þurfti að bíða þrjár keppnir eftir því að ljúka sinni fyrstu keppni í Formúlu 1. Hann kom loksins í endamark í Rússlandi. Í spænska kappakstrinum var hann síðastur þeirra sem kláruðu keppnina og í Mónakó lauk ungi Kanadamaðurinn ekki keppni. Það var því kærkomið fyrir heimamanninn að enda í níunda sæti á heimavelli. Hann náði í tvö stig eftir að hafa þurft að taka út full stóran skammt af óheppni og að miklu leyti ósanngjarnri gagnrýni. Stroll gæti jafnvel verið búinn að opna flóðgáttirnar frægu og mögulega fer hinn ungi Williams ökumaður að sækja stig í keppni eftir keppni eftir að vera búinn að brjóta niður stífluna. Vel gert hjá hinum kurteisa Stroll.Sebastian Vettel gerði vel í að lágmarka skaðan sem hann varð fyrir þegar keppnisáætlun hans riðlaðist til við árekstur við Max Verstappen.Vísir/GettyVandræði Vettel Vettel endaði fjórði í keppninni eftir að hafa ræst af stað annar á eftir Hamilton. Max Verstappen tróð Red Bull bíl sínum fram úr Vettel á leiðinni inn í fyrstu beygu og skemmdi við það framvæng á Ferrari bíl Vettel. Þá þurfti Vettel að koma snemma inn á þjónustusvæðið og fá nýjan framvæng á bílinn og skipta um dekk. Vegna þess hve snemma hann stoppaði þurfti hann að koma aftur inn fyrir nýjan dekkjagang og tapaði við það töluverðum tíma. Vettel sagði eftir keppnina að ef hann hefði haft nokkra hringi í viðbót hefði hann hugsanlega gert alvarlega atlögu að þriðja sætinu. Hann hafnaði þó í fjórða sæti og gerði allt sem hann gat til að lágmarka skaðann sem varð í upphafi. Verstappen rændi áhorfendur, alveg óvart, spennandi einvígi Hamilton og Vettel. Það kemur vonandi næst, í Aserbaídsjan eftir tæpar tvær vikur.Vettel var síðastur snemma í keppninni og endaði fjórði. Hann stóð sig best í keppninni að mati blaðamanns.Vísir/GettyÖkumaður keppninnar Sá sem mun muna best eftir keppninni verður að öllum líkindum Stroll með sín fyrstu stig. Hins vegar ók Vettel sennilega best allra á brautinni og gerði ansi vel í að vinna sig upp listann í átt að verðlaunapallinum. Hann hins vegar klúðraði því en eins og áður sagði lágmarkaði hann skaðan eins og vel gat orðið úr þeirri stöðu sem komin var eftir sex hringi þegar hann tók sitt fyrra þjónustuhlé. Vettel var síðastur þegar hann var kominn með nýja framvænginn undir og þurfti að taka á honum stóra sínum til að hafna í fjórða sæti svo hann, að mati blaðamanns ók best allra um helgina, að teknu tilliti til aðstæðna. Formúla Tengdar fréttir Hamilton: Þetta var einn kynþokkafullur hringur Lewis Hamilton á Mercedes nældi sér í ráspól í dag með frábærri frammistöðu í Kanada. Hann náði sér einmitt í sinn fyrsta ráspól á ferlinum í Kanada fyrir 10 árum síðan. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 11. júní 2017 06:00 Mercedes nýtti sér vandræði Ferrari | Sjáðu uppgjörsþáttinn Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson, sérfræðingar Stöðvar 2 Sport fara yfir hvernig Lewis Hamilton vann sinn sjötta kappasktur í Kanada. 12. júní 2017 08:00 Bottas: Við þurftum á þessu að halda sem lið Lewis Hamilton vann sinn sjötta sigur í Kanada í dag. Honum var aldrei ógnað. Hver sagði hvað eftir keppnina? 12. júní 2017 07:00 Lewis Hamilton vann í Kanada Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark í kandadíska kappakstrinum. Valtteri Bottas á Mercedes varð annar og Daniel Ricciardo varð þriðji á Red Bull. 11. júní 2017 19:38 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Lewis Hamilton minnkaði forskot Sebastian Vettel í heimsmeistarakeppni ökumanna niður í 12 stig með því að koma fyrstur í mark í Formúlu 1 keppninni í Kanada um liðna helgi. Hamilton vann næsta auðveldlega, Valtteri Bottas varð annar og er skyndilega ekki svo langt á eftir í toppbaráttunni, Lance Stroll var hetja á heimavelli og náði í sín fyrstu stig í Formúlu 1. Þetta og fleira í Bílskúrnum, uppgjöri hvers kappaksturs hér á Vísi.Lewis Hamilton átti einmannalega keppni.Vísir/GettyHeimaskítsmát Hamilton Hamilton átti góða ræsingu, bjó til gott bil á fyrstu hringjunum og stakk svo bara af, hann sást varla allan kappaksturinn enda lítið áhugavert að horfa á hann aka allt að því rólega um brautina. Hann sigldi öruggum 25 stigum í mark og eins og áður sagði minnkaði hann með því bilið í Vettel á toppi heimsmeistaramóts ökumanna úr 25 stigum niður í 12 stig. Hamilton var svo öruggur í öllum sínum aðgerðum um helgina að annað eins hefur varla sést. Hann jafnaði ráspólafjölda Ayrton Senna, 65 ráspólar á ferlinum og fékk að gjöf hjálm frá fjölskyldu Senna. Hann geislaði af sjálfstrausti það sem eftir var helgarinnar og steig ekki feilspor í kappakstrinum. Það er á svona dögum sem Hamilton er sennilega allt að því ósigrandi.Valtteri Bottas sá ekki mikið meira af keppinautum sínum en Hamilton.Vísir/GettyValtteri Bottas varð annar Mercedes liðið átti slaka kappaksturshelgi í Mónakó fyrir rúmum tveimur vikum, miðað við eigin staðal. Svo virtist sem liðið ætlaði ekki að bæta sig framan af. Æfingarnar voru svipaðar og í Mónakó, svona allt að því að minnsta kosti. Svo hins vegar snérist dæmið við. Hamilton var á auðum sjó fremstur allan kappaksturinn. Liðsfélagi hans, Valtteri Bottas var nánast eins einmanna í öðru sæti. Hann þurfti næsta lítið að hafa fyrir 18 stigunum sem hann sótti sér í Kanada. Bottas er nú 48 stigum á eftir Vettel sem leiðir heimsmeistarakeppnina. Hann er einungis 36 stigum á eftir liðsfélaga sínum, Hamilton. Það þarf ekkert mjög mikið að gerast til að Bottas blandi sér af hörku í toppbaráttuna. Bottas er nú þegar búinn að vinna eina keppni á tímabilinu og ef hann gerir slíkar gloríur aftur og þá jafnvel þannig að Hamilton falli úr keppni þá er hann kominn upp að hlið mannsins sem á að vera á sínum degi allt að ósigrandi. Vel gert hjá Bottas.Lance Stroll þurfti að taka fram úr nokkrum ökumönnum til að ná í sín fyrstu stig og stóð sig vel um helgina.Vísir/GettyHeimamaðurinn Lance Stroll Lance Stroll þurfti að bíða þrjár keppnir eftir því að ljúka sinni fyrstu keppni í Formúlu 1. Hann kom loksins í endamark í Rússlandi. Í spænska kappakstrinum var hann síðastur þeirra sem kláruðu keppnina og í Mónakó lauk ungi Kanadamaðurinn ekki keppni. Það var því kærkomið fyrir heimamanninn að enda í níunda sæti á heimavelli. Hann náði í tvö stig eftir að hafa þurft að taka út full stóran skammt af óheppni og að miklu leyti ósanngjarnri gagnrýni. Stroll gæti jafnvel verið búinn að opna flóðgáttirnar frægu og mögulega fer hinn ungi Williams ökumaður að sækja stig í keppni eftir keppni eftir að vera búinn að brjóta niður stífluna. Vel gert hjá hinum kurteisa Stroll.Sebastian Vettel gerði vel í að lágmarka skaðan sem hann varð fyrir þegar keppnisáætlun hans riðlaðist til við árekstur við Max Verstappen.Vísir/GettyVandræði Vettel Vettel endaði fjórði í keppninni eftir að hafa ræst af stað annar á eftir Hamilton. Max Verstappen tróð Red Bull bíl sínum fram úr Vettel á leiðinni inn í fyrstu beygu og skemmdi við það framvæng á Ferrari bíl Vettel. Þá þurfti Vettel að koma snemma inn á þjónustusvæðið og fá nýjan framvæng á bílinn og skipta um dekk. Vegna þess hve snemma hann stoppaði þurfti hann að koma aftur inn fyrir nýjan dekkjagang og tapaði við það töluverðum tíma. Vettel sagði eftir keppnina að ef hann hefði haft nokkra hringi í viðbót hefði hann hugsanlega gert alvarlega atlögu að þriðja sætinu. Hann hafnaði þó í fjórða sæti og gerði allt sem hann gat til að lágmarka skaðann sem varð í upphafi. Verstappen rændi áhorfendur, alveg óvart, spennandi einvígi Hamilton og Vettel. Það kemur vonandi næst, í Aserbaídsjan eftir tæpar tvær vikur.Vettel var síðastur snemma í keppninni og endaði fjórði. Hann stóð sig best í keppninni að mati blaðamanns.Vísir/GettyÖkumaður keppninnar Sá sem mun muna best eftir keppninni verður að öllum líkindum Stroll með sín fyrstu stig. Hins vegar ók Vettel sennilega best allra á brautinni og gerði ansi vel í að vinna sig upp listann í átt að verðlaunapallinum. Hann hins vegar klúðraði því en eins og áður sagði lágmarkaði hann skaðan eins og vel gat orðið úr þeirri stöðu sem komin var eftir sex hringi þegar hann tók sitt fyrra þjónustuhlé. Vettel var síðastur þegar hann var kominn með nýja framvænginn undir og þurfti að taka á honum stóra sínum til að hafna í fjórða sæti svo hann, að mati blaðamanns ók best allra um helgina, að teknu tilliti til aðstæðna.
Formúla Tengdar fréttir Hamilton: Þetta var einn kynþokkafullur hringur Lewis Hamilton á Mercedes nældi sér í ráspól í dag með frábærri frammistöðu í Kanada. Hann náði sér einmitt í sinn fyrsta ráspól á ferlinum í Kanada fyrir 10 árum síðan. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 11. júní 2017 06:00 Mercedes nýtti sér vandræði Ferrari | Sjáðu uppgjörsþáttinn Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson, sérfræðingar Stöðvar 2 Sport fara yfir hvernig Lewis Hamilton vann sinn sjötta kappasktur í Kanada. 12. júní 2017 08:00 Bottas: Við þurftum á þessu að halda sem lið Lewis Hamilton vann sinn sjötta sigur í Kanada í dag. Honum var aldrei ógnað. Hver sagði hvað eftir keppnina? 12. júní 2017 07:00 Lewis Hamilton vann í Kanada Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark í kandadíska kappakstrinum. Valtteri Bottas á Mercedes varð annar og Daniel Ricciardo varð þriðji á Red Bull. 11. júní 2017 19:38 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Handbolti „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Fleiri fréttir Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Hamilton: Þetta var einn kynþokkafullur hringur Lewis Hamilton á Mercedes nældi sér í ráspól í dag með frábærri frammistöðu í Kanada. Hann náði sér einmitt í sinn fyrsta ráspól á ferlinum í Kanada fyrir 10 árum síðan. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 11. júní 2017 06:00
Mercedes nýtti sér vandræði Ferrari | Sjáðu uppgjörsþáttinn Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson, sérfræðingar Stöðvar 2 Sport fara yfir hvernig Lewis Hamilton vann sinn sjötta kappasktur í Kanada. 12. júní 2017 08:00
Bottas: Við þurftum á þessu að halda sem lið Lewis Hamilton vann sinn sjötta sigur í Kanada í dag. Honum var aldrei ógnað. Hver sagði hvað eftir keppnina? 12. júní 2017 07:00
Lewis Hamilton vann í Kanada Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark í kandadíska kappakstrinum. Valtteri Bottas á Mercedes varð annar og Daniel Ricciardo varð þriðji á Red Bull. 11. júní 2017 19:38
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti