Hælisumsóknum fjölgaði um 60 prósent milli ára Atli Ísleifsson skrifar 15. júní 2017 12:52 Umsækjendur í maí voru af sautján þjóðernum, flestir komu frá Albaníu (29) og Írak (tólf). 82 einstaklingar sóttu um alþjóðlega vernd á Íslandi í maí. Samanlagður fjöldi umsókna á fyrstu fimm mánuðum ársins var 370 sem eru tæplega 60 prósent fleiri umsóknir en bárust á sama tíma á síðasta ári. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Útlendingastofnun. Þar segir að það sem af er júnímánuði hafa fimmtíu sótt um vernd og sé því heildarfjöldi umsókna það sem af er ári 420. „Fjölgunin samanborið við árið 2016, bendir enn til þess að fjöldi umsókna um alþjóðlega vernd á árinu geti orðið á bilinu 1700 til 2000. Umsækjendur í maí voru af 17 þjóðernum, flestir komu frá Albaníu (29) og Írak (12). 46% umsækjenda komu frá ríkjum Balkanskagans. 78% umsækjenda voru karlkyns og 22% kvenkyns. 82% umsækjenda voru fullorðnir og 18% yngri en 18 ára. Þrír umsækjendur kváðust vera fylgdarlaus ungmenni.Lyktir mála Niðurstaða fékkst í 122 mál í maímánuði. 34 umsóknir voru teknar til efnislegrar meðferðar en þar af voru 12 mál afgreidd í forgangsmeðferð. 37 mál voru afgreidd með ákvörðun um endursendingu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar, 5 umsóknum var synjað vegna þess að umsækjendur höfðu þegar fengið vernd í öðru ríki og 46 umsækjendur drógu umsóknir sínar til baka eða hurfu. 22 þeirra 34 mála sem tekin voru til efnislegrar meðferðar lauk með ákvörðun um synjun og tólf með ákvörðun um veitingu verndar, viðbótarverndar eða dvalarleyfis af mannúðarástæðum. 545 einstaklingar í þjónustu Um 545 einstaklingar njóta þjónustu í verndarkerfinu á Íslandi um þessar mundir, þar af eru um 235 manns í þjónustu hjá félagsþjónustu Reykjavíkurborgar, Hafnarfjarðarbæjar og Reykjanesbæjar, á grundvelli þjónustusamninga við Útlendingastofnun. Móttöku- og þjónustuteymi Útlendingastofnunar veita um 310 einstaklingum þjónustu í búsetuúrræðum stofnunarinnar. Flutningar úr landi Stoðdeild Ríkislögreglustjóra flutti 35 einstaklinga úr landi í maí. 20 einstaklingar yfirgáfu landið sjálfviljugir með stuðningi Útlendingastofnunar í mánuðinum og einn með stuðningi Alþjóða fólksflutningastofnunarinnar (IOM),“ segir í tilkynningunni. Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira
82 einstaklingar sóttu um alþjóðlega vernd á Íslandi í maí. Samanlagður fjöldi umsókna á fyrstu fimm mánuðum ársins var 370 sem eru tæplega 60 prósent fleiri umsóknir en bárust á sama tíma á síðasta ári. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Útlendingastofnun. Þar segir að það sem af er júnímánuði hafa fimmtíu sótt um vernd og sé því heildarfjöldi umsókna það sem af er ári 420. „Fjölgunin samanborið við árið 2016, bendir enn til þess að fjöldi umsókna um alþjóðlega vernd á árinu geti orðið á bilinu 1700 til 2000. Umsækjendur í maí voru af 17 þjóðernum, flestir komu frá Albaníu (29) og Írak (12). 46% umsækjenda komu frá ríkjum Balkanskagans. 78% umsækjenda voru karlkyns og 22% kvenkyns. 82% umsækjenda voru fullorðnir og 18% yngri en 18 ára. Þrír umsækjendur kváðust vera fylgdarlaus ungmenni.Lyktir mála Niðurstaða fékkst í 122 mál í maímánuði. 34 umsóknir voru teknar til efnislegrar meðferðar en þar af voru 12 mál afgreidd í forgangsmeðferð. 37 mál voru afgreidd með ákvörðun um endursendingu á grundvelli Dyflinnarreglugerðarinnar, 5 umsóknum var synjað vegna þess að umsækjendur höfðu þegar fengið vernd í öðru ríki og 46 umsækjendur drógu umsóknir sínar til baka eða hurfu. 22 þeirra 34 mála sem tekin voru til efnislegrar meðferðar lauk með ákvörðun um synjun og tólf með ákvörðun um veitingu verndar, viðbótarverndar eða dvalarleyfis af mannúðarástæðum. 545 einstaklingar í þjónustu Um 545 einstaklingar njóta þjónustu í verndarkerfinu á Íslandi um þessar mundir, þar af eru um 235 manns í þjónustu hjá félagsþjónustu Reykjavíkurborgar, Hafnarfjarðarbæjar og Reykjanesbæjar, á grundvelli þjónustusamninga við Útlendingastofnun. Móttöku- og þjónustuteymi Útlendingastofnunar veita um 310 einstaklingum þjónustu í búsetuúrræðum stofnunarinnar. Flutningar úr landi Stoðdeild Ríkislögreglustjóra flutti 35 einstaklinga úr landi í maí. 20 einstaklingar yfirgáfu landið sjálfviljugir með stuðningi Útlendingastofnunar í mánuðinum og einn með stuðningi Alþjóða fólksflutningastofnunarinnar (IOM),“ segir í tilkynningunni.
Mest lesið Vill tollalaus viðskipti við Evrópu Erlent Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Innlent „Þetta verður ekki auðvelt“ Erlent Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Innlent Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Innlent Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Innlent Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Fleiri fréttir Veitingahús vilji ekki bara ráða ófaglært starfsfólk Reynst erfitt að laga tvígreiðsluvillu en gefast ekki upp Tveir unnu tæpar 80 milljónir hvor Vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara 32 Úkraínubúar á íslenskunámskeið á Selfossi Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn Sjá meira