Sport

Conor reif líka kjaft sem fótboltamaður: „Látið mig fá boltann og ég sé um þetta“

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Conor McGregor í leik á Írlandi á sínum yngri árum.
Conor McGregor í leik á Írlandi á sínum yngri árum.
Írski Íslandsvinurinn og vélbyssukjafturinn Conor McGregor, skærasta MMA-stjarna heims, verður milljarðamæringur 26. ágúst þegar hann fer í hnefaleikahringinn á móti Floyd Mayweather Jr. í Las Vegas.

Það er ekki eins og Conor sé eitthvað fáttækur þessa dagana en á yngri árum átti hann ekkert og var ekki í bardagaíþróttum heldur æfði hann fótbolta. Margt hefur breyst hjá Íranum á síðustu árum.

Conor spilaði í utandeildum Írlands á unglingsárum sínum í Dyflinni og var bara nokkuð góður að sögn fyrrverandi þjálfara síns. Sjálfur sagðist hann vera markavél þegar aðdáandi Conors spurði hann á Twitter hvort hann saknaði þess að spila utandeildarbolta á köldum vetrarkvöldum á Írlandi.

Í viðtali við JSP rifjar Robbie Beakhurst, fyrrverandi þjálfari Conors hjá Slievenamon United í kristilegu deildinni á Írlandi upp tíma bardagastjörnunnar á fótboltavellinum.

„Hann var framherji og var markahæstur í liðinu á hverju ári. Þegar ég tók við Yellowstone Celtic tók ég hann með mér og hann hélt áfram að leika sér að því að skora mörk,“ segir Breakhurst.

„Conor sagði alltaf við liðsfélaga sína: „Látið mig fá boltann og ég sé um þetta.“ Hann var frábær leikmaður en við vorum líka með fínt lið. Þegar hann fór að einbeita sér meira að því að æfa MMA missti hann af leikjum og við leyfðum honum að sleppa æfingum,“ segir Robbie Breakhurst.


Tengdar fréttir

Dana White: Conor er 100% viss um að vinna

Dana White, forseti UFC, segir að Conor McGregor sé handviss um að hann muni sigra Floyd Mayweather þegar þeir mætast í hringnum þann 26. ágúst næstkomandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×