Spennandi tímar í vestnorrænu samstarfi! Steingrímur J. Sigfússon skrifar 15. júní 2017 09:45 Síðsumars 2015 var því fagnað í Færeyjum að þrjátíu ár voru frá stofnun Vestnorræna ráðsins, áður Vestnorræna þingmannaráðsins. Undirritaður varð þeirrar ánægju aðnjótandi að vera viðstaddur, einn fárra sem sat stofnfundinn í Nuuk 1985 og enn starfar í stjórnmálum. Það hefur verið ánægjulegt að taka þátt í eða fylgjast með starfsemi ráðsins eflast á liðnum rúmlega 30 árum og samskipti vestnorrænu þjóðanna aukast og tengslin styrkjast á sama tíma. Öll hafa löndin tekið stór skref á þessum tíma í sókn til betri lífskjara þótt sú vegferð hafi ekki verið hnökralaus og án þess að erfiðleikar, jafnvel harkalegir, hafi barið að dyrum. Færeyjar og Grænland eru á braut aukinnar sjálfstjórnar með fullt sjálfstæði sem lokamarkmið. Það er trú undirritaðs að báðar þjóðirnar muni ná því takmarki vel fyrir miðja þessa öld, Færeyjar fyrr en seinna og síðan einnig Grænland þó þar vanti enn sem komið er nokkru meira upp á grundvöll fulls efnahagslegs sjálfstæðis. Bæði löndin eru nú í ferli með að móta sér sínar fyrstu sjálfstæðu stjórnarskrár.Samstarfið eflist Nú á dögunum var umsókn Vestnorræna ráðsins um áheyrnaraðild að Heimskautaráðinu samþykkt og markar það tímamót, eykur vægi ráðsins og styrkir hina vestnorrænu rödd á þeim mikilvæga vettvangi. Hinn 1. janúar næstkomandi er gert ráð fyrir að grænlensk sendistofa opni í Reykjavík. Verða þá bæði Færeyjar og Grænland komnar með sína fulltrúa á Íslandi og Ísland með sendistofur skipaðar aðalræðismönnum í báðum löndunum á móti. Fer vel á því að einmitt á árinu 2018, þegar Ísland fagnar 100 ára fullveldisafmæli sínu, verða hin vestnorrænu tengsl sterkari en nokkru sinni fyrr og sýnileg með þessum hætti. Samgöngur milli landanna og innan svæðisins hafa styrkst undanfarin ár og eru enn að eflast. Flugsamgöngur milli Íslands og Grænlands hafa stóraukist, Færeyingar auka umsvif sín í sjósamgöngum til og frá Íslandi og höfuð skipafélög Grænlands og Íslands hafa nýverið náð samkomulagi um aukið samstarf.Stefna Íslands Á þessum tímamótum í vestnorrænu samstarfi og þegar í hönd fer 100 ára fullveldisafmæli Íslands á árinu 2018, er við hæfi að horfa fram á veginn. Þessi tímamót eru gott tilefni til þess fyrir Ísland að sýna í verki velvilja, stórhug og öflugan stuðning við frekari þróun og eflingu vestnorræns samstarfs. Óteljandi tækifæri og möguleikar liggja í því fyrir þjóðirnar þrjár sem svæðið byggja að auka sína samvinnu. Má í því sambandi nefna uppbyggingu samgangna og sókn í ferðaþjónustu, samstarf á sviði heilbrigðis-, mennta- og menningarmála, aukin innbyrðis viðskipti og samskipti af öllum toga. Aukin gagnkvæm þekking og skilningur almennings og ýmiskonar grasrótarsamstarf, sem hlúa þarf að, á hér að skipa veglegan sess. Ísland á nú fyrir sitt leyti að vinna sína heimavinnu og ekki efast ég um að vilji er til staðar til hins sama bæði í Færeyjum og Grænlandi. l Ísland á að móta sér formlega stjórnarstefnu með þingsályktunartillögu um áherslur í vestnorrænu samstarfi, hliðstæða þeirri sem mótuð hefur verið í málefnum heimskautasvæðisins. l Ísland á í tilefni af fullveldisafmæli sínu að leggja myndarleg framlög til Grænlandssjóðs og stofna sambærilegan Færeyjasjóð. Sjóðirnir hefðu (áfram) það hlutverk að veita styrki til kynnisferða, námsdvalar, listsýninga, íþróttaviðburða og annarra málefna á sviði menningar, menntunar og vísinda sem stuðlað geta að auknum samskiptum grannþjóðanna og Íslands. l Ísland á að bjóða fram aukin framlög til eflingar Vestnorræna ráðsins, enda slíks full þörf með auknum verkefnum þess og um leið myndu kostnaðarhlutföll færast nær réttu hlutfalli af vergri landsframleiðslu hvers lands um sig. l Ísland á að bjóða fulltrúum grannþjóða sinna í austri og vestri til sérstakrar og mjög sýnilegrar þátttöku í hátíðarhöldum á afmælisári fullveldisins. Á óvissutímum loftslagsbreytinga og viðsjár í alþjóðastjórnmálum er fátt mikilvægara en rækta góð tengsl og eiga friðsamlega og uppbyggilega samvinnu við sína nágranna. Þrátt fyrir margvíslegar og sumpart mismunandi áskoranir eiga vestnorrænu löndin mjög margt sameiginlegt. Fámennar þjóðir glíma við það í krefjandi umhverfi að byggja upp þróuð velferðarsamfélög í fremstu röð og hafa allar ríkan vilja til að ráða örlögum sínum sjálfar. Saman verður þeim róðurinn léttari. Höfundur er alþingismaður Vinstri grænna, fulltrúi í Norðurlandaráði og fyrrv. fulltrúi í Vestnorræna ráðinu. Höfundur er þingmaður VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Steingrímur J. Sigfússon Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Skoðun Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Síðsumars 2015 var því fagnað í Færeyjum að þrjátíu ár voru frá stofnun Vestnorræna ráðsins, áður Vestnorræna þingmannaráðsins. Undirritaður varð þeirrar ánægju aðnjótandi að vera viðstaddur, einn fárra sem sat stofnfundinn í Nuuk 1985 og enn starfar í stjórnmálum. Það hefur verið ánægjulegt að taka þátt í eða fylgjast með starfsemi ráðsins eflast á liðnum rúmlega 30 árum og samskipti vestnorrænu þjóðanna aukast og tengslin styrkjast á sama tíma. Öll hafa löndin tekið stór skref á þessum tíma í sókn til betri lífskjara þótt sú vegferð hafi ekki verið hnökralaus og án þess að erfiðleikar, jafnvel harkalegir, hafi barið að dyrum. Færeyjar og Grænland eru á braut aukinnar sjálfstjórnar með fullt sjálfstæði sem lokamarkmið. Það er trú undirritaðs að báðar þjóðirnar muni ná því takmarki vel fyrir miðja þessa öld, Færeyjar fyrr en seinna og síðan einnig Grænland þó þar vanti enn sem komið er nokkru meira upp á grundvöll fulls efnahagslegs sjálfstæðis. Bæði löndin eru nú í ferli með að móta sér sínar fyrstu sjálfstæðu stjórnarskrár.Samstarfið eflist Nú á dögunum var umsókn Vestnorræna ráðsins um áheyrnaraðild að Heimskautaráðinu samþykkt og markar það tímamót, eykur vægi ráðsins og styrkir hina vestnorrænu rödd á þeim mikilvæga vettvangi. Hinn 1. janúar næstkomandi er gert ráð fyrir að grænlensk sendistofa opni í Reykjavík. Verða þá bæði Færeyjar og Grænland komnar með sína fulltrúa á Íslandi og Ísland með sendistofur skipaðar aðalræðismönnum í báðum löndunum á móti. Fer vel á því að einmitt á árinu 2018, þegar Ísland fagnar 100 ára fullveldisafmæli sínu, verða hin vestnorrænu tengsl sterkari en nokkru sinni fyrr og sýnileg með þessum hætti. Samgöngur milli landanna og innan svæðisins hafa styrkst undanfarin ár og eru enn að eflast. Flugsamgöngur milli Íslands og Grænlands hafa stóraukist, Færeyingar auka umsvif sín í sjósamgöngum til og frá Íslandi og höfuð skipafélög Grænlands og Íslands hafa nýverið náð samkomulagi um aukið samstarf.Stefna Íslands Á þessum tímamótum í vestnorrænu samstarfi og þegar í hönd fer 100 ára fullveldisafmæli Íslands á árinu 2018, er við hæfi að horfa fram á veginn. Þessi tímamót eru gott tilefni til þess fyrir Ísland að sýna í verki velvilja, stórhug og öflugan stuðning við frekari þróun og eflingu vestnorræns samstarfs. Óteljandi tækifæri og möguleikar liggja í því fyrir þjóðirnar þrjár sem svæðið byggja að auka sína samvinnu. Má í því sambandi nefna uppbyggingu samgangna og sókn í ferðaþjónustu, samstarf á sviði heilbrigðis-, mennta- og menningarmála, aukin innbyrðis viðskipti og samskipti af öllum toga. Aukin gagnkvæm þekking og skilningur almennings og ýmiskonar grasrótarsamstarf, sem hlúa þarf að, á hér að skipa veglegan sess. Ísland á nú fyrir sitt leyti að vinna sína heimavinnu og ekki efast ég um að vilji er til staðar til hins sama bæði í Færeyjum og Grænlandi. l Ísland á að móta sér formlega stjórnarstefnu með þingsályktunartillögu um áherslur í vestnorrænu samstarfi, hliðstæða þeirri sem mótuð hefur verið í málefnum heimskautasvæðisins. l Ísland á í tilefni af fullveldisafmæli sínu að leggja myndarleg framlög til Grænlandssjóðs og stofna sambærilegan Færeyjasjóð. Sjóðirnir hefðu (áfram) það hlutverk að veita styrki til kynnisferða, námsdvalar, listsýninga, íþróttaviðburða og annarra málefna á sviði menningar, menntunar og vísinda sem stuðlað geta að auknum samskiptum grannþjóðanna og Íslands. l Ísland á að bjóða fram aukin framlög til eflingar Vestnorræna ráðsins, enda slíks full þörf með auknum verkefnum þess og um leið myndu kostnaðarhlutföll færast nær réttu hlutfalli af vergri landsframleiðslu hvers lands um sig. l Ísland á að bjóða fulltrúum grannþjóða sinna í austri og vestri til sérstakrar og mjög sýnilegrar þátttöku í hátíðarhöldum á afmælisári fullveldisins. Á óvissutímum loftslagsbreytinga og viðsjár í alþjóðastjórnmálum er fátt mikilvægara en rækta góð tengsl og eiga friðsamlega og uppbyggilega samvinnu við sína nágranna. Þrátt fyrir margvíslegar og sumpart mismunandi áskoranir eiga vestnorrænu löndin mjög margt sameiginlegt. Fámennar þjóðir glíma við það í krefjandi umhverfi að byggja upp þróuð velferðarsamfélög í fremstu röð og hafa allar ríkan vilja til að ráða örlögum sínum sjálfar. Saman verður þeim róðurinn léttari. Höfundur er alþingismaður Vinstri grænna, fulltrúi í Norðurlandaráði og fyrrv. fulltrúi í Vestnorræna ráðinu. Höfundur er þingmaður VG.
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar