Til rannsóknar hvort Trump hafi hindrað framgang réttvísinnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 14. júní 2017 22:56 Donald Trump, Bandaríkjaforseti. vísir/getty Robert S. Mueller III, sérstakur saksóknari sem fer með rannsókn á meintum tengslum Rússa við kosningateymi Donald Trump Bandaríkjaforseta sem og rannsókn á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum, hefur nú tekið til rannsóknar hvort að forsetinn sjálfur hafi gert tilraun til að hindra framgang réttvísinnar. Segja má að þetta sé ákveðinn vendipunktur í málinu en eins og ítrekað hefur verið fjallað um hefur Trump verið mjög umhugað um það að hann sjálfur sé ekki og hafi ekki verið til rannsóknar. Þannig spurði Trump James Comey, þáverandi forstjóra Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, að því hvort hann væri til rannsóknar en Comey fullvissaði forsetann um það oftar en einu sinni að svo væri ekki. Að því er fram kemur á vef Washington Post, og haft er eftir embættismönnum, breyttist þessi staða forsetans stuttu eftir að hann rak Comey úr embætti forstjóra FBI þann 9. maí. Aðeins nokkrum dögum síðar hófst rannsókn á því hvort að Trump hefði hindrað framgang réttvísinnar en hann hefur sjálfur sagt að hann hafi meðal annars rekið Comey út af Rússarannsókninni. Mueller og starfsfólk hans ætlar meðal annars að taka skýrslu af háttsettum aðilum innan Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna, NSA, vegna rannsóknarinnar á Trump. Skýrslutökurnar þykja benda til þess að Mueller líti málið alvarlegum augum og að það sé meira en eitthvað orðaskak á milli forsetans og forstjórans sem hann rak. Hvíta húsið svarar ekki lengur neinum fyrirspurnum varðandi Rússarannsóknina heldur beinir þeim öllum til persónulegs lögfræðings Trump, Marc Kasowitz. „Leki FBI varðandi forsetann er svívirðilegur, óafsakanlegur og ólöglegur,“ er haft eftir Kasowitz á vef Washington Post þar sem lesa má nánar um málið. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira
Robert S. Mueller III, sérstakur saksóknari sem fer með rannsókn á meintum tengslum Rússa við kosningateymi Donald Trump Bandaríkjaforseta sem og rannsókn á meintum afskiptum Rússa af forsetakosningunum, hefur nú tekið til rannsóknar hvort að forsetinn sjálfur hafi gert tilraun til að hindra framgang réttvísinnar. Segja má að þetta sé ákveðinn vendipunktur í málinu en eins og ítrekað hefur verið fjallað um hefur Trump verið mjög umhugað um það að hann sjálfur sé ekki og hafi ekki verið til rannsóknar. Þannig spurði Trump James Comey, þáverandi forstjóra Bandarísku alríkislögreglunnar, FBI, að því hvort hann væri til rannsóknar en Comey fullvissaði forsetann um það oftar en einu sinni að svo væri ekki. Að því er fram kemur á vef Washington Post, og haft er eftir embættismönnum, breyttist þessi staða forsetans stuttu eftir að hann rak Comey úr embætti forstjóra FBI þann 9. maí. Aðeins nokkrum dögum síðar hófst rannsókn á því hvort að Trump hefði hindrað framgang réttvísinnar en hann hefur sjálfur sagt að hann hafi meðal annars rekið Comey út af Rússarannsókninni. Mueller og starfsfólk hans ætlar meðal annars að taka skýrslu af háttsettum aðilum innan Þjóðaröryggisstofnunar Bandaríkjanna, NSA, vegna rannsóknarinnar á Trump. Skýrslutökurnar þykja benda til þess að Mueller líti málið alvarlegum augum og að það sé meira en eitthvað orðaskak á milli forsetans og forstjórans sem hann rak. Hvíta húsið svarar ekki lengur neinum fyrirspurnum varðandi Rússarannsóknina heldur beinir þeim öllum til persónulegs lögfræðings Trump, Marc Kasowitz. „Leki FBI varðandi forsetann er svívirðilegur, óafsakanlegur og ólöglegur,“ er haft eftir Kasowitz á vef Washington Post þar sem lesa má nánar um málið.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Erlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Fleiri fréttir TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Sjá meira