Brexit gæti leitt til greiðari markaðsaðgangs fyrir Ísland Sæunn Gísladóttir skrifar 15. júní 2017 07:00 Brexit gæti haft í för tækifæri fyrir íslenskan sjávarútveg. Vísir/Vilhelm „Í þeim skilaboðum sem ég hef séð frá breskum stjórnvöldum og af þeim fundum sem ég hef setið þá er ríkur vilji af hálfu Breta að halda áfram að vinna að traustu viðskiptasambandi við Ísland. Við höfum séð jákvæð merki um það og finnum ekki fyrir öðru,“ segir Ingólfur Friðriksson, sérfræðingur hjá utanríkisráðuneytinu. Ingólfur heldur erindi á morgunverðarfundi sem fer fram á Grand Hóteli í dag undir yfirskriftinni Brexit – tækifæri og áskoranir til sjós og lands. „Þetta er stórt og mikið hagsmunamál, þetta er nágrannaríki okkar og 11 prósent af þjónustu- og vöruviðskiptum fara þangað, það er mikilvægt að tryggja íslenska hagsmuni,“ segir Ingólfur.Ingólfur Friðriksson, sérfræðingur hjá utanríkisráðuneytinu. Mynd/AðsendFram kemur í hagsmunagreiningu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins frá því í lok maí að tryggja megi áframhaldandi greiðan markaðsaðgang fyrir íslenskar sjávarafurðir til Bretlands með gerð hagfellds fríverslunarsamnings, tvíhliða eða með hinum EFTA-ríkjunum. Slíkur samningur gæti skapað tækifæri fyrir enn greiðari aðgang en nú er með því að tollar féllu einnig niður af afurðum sem í dag bera toll inn til ESB. Ingólfur bendir á að margar af okkar helstu útflutningsvörum til Bretlands njóti fríverslunar í dag. Ef ekki væri fyrir EES-samninginn myndu vörur okkar mæta allt að 18 prósenta tollum. Ingólfur telur þó tækifæri í að endursemja við Breta. „Það sem við þurfum að horfast í augu við er að EES-samningurinn og þeir samningar sem við höfum verið að styðjast við eru orðnir dálítið gamlir. Við erum enn að byggja ákveðin viðskiptakjör á samningum frá 1972 og 1992, þó að þessir samningar gefi okkur mikinn aðgang inn á Evrópu þá taka þeir mið af viðskiptamynstri sem var þá. Í dag er til dæmis meiri eftirspurn eftir ferskum fiski sem þetta endurspeglar ekki. Þarna eru vissulega sóknartækifæri í samningum við Bretana og hina á Evrópumarkaði,“ segir Ingólfur. Að hans mati munu nýliðnar kosningar í Bretlandi koma til með að hafa áhrif á samninga. „Óvissan er núna um hvort stefnubreytingu verði, um hvað Brexit muni þýða og hvað muni taka við, hvort það verði „hart“ eða „mjúkt“ Brexit.“ Verið er að vinna hagsmunagreiningu með þátttöku allra ráðuneyta. Þegar hún liggur fyrir verður farið í viðtækt samráð við hagsmunaaðila til að undirbúa Ísland áfram fyrir viðræðurnar. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Sjá meira
„Í þeim skilaboðum sem ég hef séð frá breskum stjórnvöldum og af þeim fundum sem ég hef setið þá er ríkur vilji af hálfu Breta að halda áfram að vinna að traustu viðskiptasambandi við Ísland. Við höfum séð jákvæð merki um það og finnum ekki fyrir öðru,“ segir Ingólfur Friðriksson, sérfræðingur hjá utanríkisráðuneytinu. Ingólfur heldur erindi á morgunverðarfundi sem fer fram á Grand Hóteli í dag undir yfirskriftinni Brexit – tækifæri og áskoranir til sjós og lands. „Þetta er stórt og mikið hagsmunamál, þetta er nágrannaríki okkar og 11 prósent af þjónustu- og vöruviðskiptum fara þangað, það er mikilvægt að tryggja íslenska hagsmuni,“ segir Ingólfur.Ingólfur Friðriksson, sérfræðingur hjá utanríkisráðuneytinu. Mynd/AðsendFram kemur í hagsmunagreiningu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins frá því í lok maí að tryggja megi áframhaldandi greiðan markaðsaðgang fyrir íslenskar sjávarafurðir til Bretlands með gerð hagfellds fríverslunarsamnings, tvíhliða eða með hinum EFTA-ríkjunum. Slíkur samningur gæti skapað tækifæri fyrir enn greiðari aðgang en nú er með því að tollar féllu einnig niður af afurðum sem í dag bera toll inn til ESB. Ingólfur bendir á að margar af okkar helstu útflutningsvörum til Bretlands njóti fríverslunar í dag. Ef ekki væri fyrir EES-samninginn myndu vörur okkar mæta allt að 18 prósenta tollum. Ingólfur telur þó tækifæri í að endursemja við Breta. „Það sem við þurfum að horfast í augu við er að EES-samningurinn og þeir samningar sem við höfum verið að styðjast við eru orðnir dálítið gamlir. Við erum enn að byggja ákveðin viðskiptakjör á samningum frá 1972 og 1992, þó að þessir samningar gefi okkur mikinn aðgang inn á Evrópu þá taka þeir mið af viðskiptamynstri sem var þá. Í dag er til dæmis meiri eftirspurn eftir ferskum fiski sem þetta endurspeglar ekki. Þarna eru vissulega sóknartækifæri í samningum við Bretana og hina á Evrópumarkaði,“ segir Ingólfur. Að hans mati munu nýliðnar kosningar í Bretlandi koma til með að hafa áhrif á samninga. „Óvissan er núna um hvort stefnubreytingu verði, um hvað Brexit muni þýða og hvað muni taka við, hvort það verði „hart“ eða „mjúkt“ Brexit.“ Verið er að vinna hagsmunagreiningu með þátttöku allra ráðuneyta. Þegar hún liggur fyrir verður farið í viðtækt samráð við hagsmunaaðila til að undirbúa Ísland áfram fyrir viðræðurnar.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Sjá meira