Vernd Teigsskógar gæti kostað hreppinn milljarða Kristján Már Unnarsson skrifar 14. júní 2017 21:45 Reykhólahreppur stendur frammi fyrir því að þurfa að greiða 4,5 milljarða króna, eða 16 milljónir á hvern íbúa, velji sveitarstjórnin jarðgöng undir Hjallaháls fremur en að láta Vestfjarðaveg fara um Teigsskóg. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Vilberg Þráinsson, oddvita Reykhólahrepps. Vegagerðin hafði stefnt að því að umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir vegi um Teigsskóg yrði komin inn á borð sveitarstjórnar Reykhólahrepps í aprílmánuði í vor. En þá kom upp úr dúrnum að Skipulagsstofnun taldi að breyta þyrfti aðalskipulagi hreppsins vegna breyttrar veglínu um Teigsskóg. „Samkvæmt Skipulagsstofnun vilja þeir að við tökum upp aðalskipulagið,” segir Vilberg oddviti.Veglínur sem Vegagerðin skoðaði sem framtíðarlegu Vestfjarðavegar um Gufudalssveit.Kort/Vegagerðin.Vegagerðin heldur sínu striki um að vegurinn fari um Teigsskóg en er þó sammála Skipulagsstofnun um að veglína með jarðgöngum undir Hjallaháls hefði minna rask í för með sér. Jarðgangaleiðin er hins vegar talin 4,5 milljörðum dýrari og sá valkostur gengur varla hjá sveitarstjórninni. „Nei, mér sýnist ekki. Mér sýnist að lög.. - við þurfum þá mögulega að taka á okkur aukakostnaðinn, sem við getum ekki,” segir oddvitinn. Fyrir 280 manna sveitarfélag næmi viðbótarkostnaður um 16 milljónum á hvern íbúa. En hver er afstaða íbúa Reykhólasveitar til þessara valkosta? „Fólk vill bara fá veg sem fyrst, - að það komi láglendisvegur. Því það eru auðvitað krakkar sem þurfa að fara yfir þessa vegi dags daglega, og maður sér ekki að gangnaleiðin sé möguleg næstu tuttugu árin. Við erum ekkert á þeim lista. Þannig að líklegasta leiðin er ÞH-leiðin.” Sem er um Teigsskóg.Frá veginum um Hjallaháls. Séð inn í Þorskafjörð.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Oddvitinn býst við kærumálum, sama hvaða leið verði valin, en vonast til að málin skýrist sem fyrst svo framkvæmdir geti hafist. En hvenær gætu þær hafist? „Ég veit það ekki. Það væri óskandi bara á næsta ári. Ég veit ekki... -Þetta er bara í algerri óvissu? „Já, það er í rauninni það, bara,” svarar Vilberg. Tengdar fréttir Vilja fara um Teigsskóg vegna þessa hengiflugs Leið um Teigsskóg er besti kosturinn fyrir framtíðarlegu Vestfjarðavegar, að mati Vegagerðarinnar. 26. október 2016 20:30 Jarðgöng sem hlífa Teigsskógi kosta 4,5 milljarða aukalega Vegagerðin hyggst óska eftir framkvæmdaleyfi í Teigsskógi, þrátt fyrir neikvætt álit Skipulagsstofnunar í dag. 28. mars 2017 19:08 Mest lesið Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Reykhólahreppur stendur frammi fyrir því að þurfa að greiða 4,5 milljarða króna, eða 16 milljónir á hvern íbúa, velji sveitarstjórnin jarðgöng undir Hjallaháls fremur en að láta Vestfjarðaveg fara um Teigsskóg. Í fréttum Stöðvar 2 var rætt við Vilberg Þráinsson, oddvita Reykhólahrepps. Vegagerðin hafði stefnt að því að umsókn um framkvæmdaleyfi fyrir vegi um Teigsskóg yrði komin inn á borð sveitarstjórnar Reykhólahrepps í aprílmánuði í vor. En þá kom upp úr dúrnum að Skipulagsstofnun taldi að breyta þyrfti aðalskipulagi hreppsins vegna breyttrar veglínu um Teigsskóg. „Samkvæmt Skipulagsstofnun vilja þeir að við tökum upp aðalskipulagið,” segir Vilberg oddviti.Veglínur sem Vegagerðin skoðaði sem framtíðarlegu Vestfjarðavegar um Gufudalssveit.Kort/Vegagerðin.Vegagerðin heldur sínu striki um að vegurinn fari um Teigsskóg en er þó sammála Skipulagsstofnun um að veglína með jarðgöngum undir Hjallaháls hefði minna rask í för með sér. Jarðgangaleiðin er hins vegar talin 4,5 milljörðum dýrari og sá valkostur gengur varla hjá sveitarstjórninni. „Nei, mér sýnist ekki. Mér sýnist að lög.. - við þurfum þá mögulega að taka á okkur aukakostnaðinn, sem við getum ekki,” segir oddvitinn. Fyrir 280 manna sveitarfélag næmi viðbótarkostnaður um 16 milljónum á hvern íbúa. En hver er afstaða íbúa Reykhólasveitar til þessara valkosta? „Fólk vill bara fá veg sem fyrst, - að það komi láglendisvegur. Því það eru auðvitað krakkar sem þurfa að fara yfir þessa vegi dags daglega, og maður sér ekki að gangnaleiðin sé möguleg næstu tuttugu árin. Við erum ekkert á þeim lista. Þannig að líklegasta leiðin er ÞH-leiðin.” Sem er um Teigsskóg.Frá veginum um Hjallaháls. Séð inn í Þorskafjörð.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Oddvitinn býst við kærumálum, sama hvaða leið verði valin, en vonast til að málin skýrist sem fyrst svo framkvæmdir geti hafist. En hvenær gætu þær hafist? „Ég veit það ekki. Það væri óskandi bara á næsta ári. Ég veit ekki... -Þetta er bara í algerri óvissu? „Já, það er í rauninni það, bara,” svarar Vilberg.
Tengdar fréttir Vilja fara um Teigsskóg vegna þessa hengiflugs Leið um Teigsskóg er besti kosturinn fyrir framtíðarlegu Vestfjarðavegar, að mati Vegagerðarinnar. 26. október 2016 20:30 Jarðgöng sem hlífa Teigsskógi kosta 4,5 milljarða aukalega Vegagerðin hyggst óska eftir framkvæmdaleyfi í Teigsskógi, þrátt fyrir neikvætt álit Skipulagsstofnunar í dag. 28. mars 2017 19:08 Mest lesið Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Innlent Fleiri fréttir Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Sjá meira
Vilja fara um Teigsskóg vegna þessa hengiflugs Leið um Teigsskóg er besti kosturinn fyrir framtíðarlegu Vestfjarðavegar, að mati Vegagerðarinnar. 26. október 2016 20:30
Jarðgöng sem hlífa Teigsskógi kosta 4,5 milljarða aukalega Vegagerðin hyggst óska eftir framkvæmdaleyfi í Teigsskógi, þrátt fyrir neikvætt álit Skipulagsstofnunar í dag. 28. mars 2017 19:08