Fótbolti

Arftaki Eriksson kynntur til leiks með ljóði

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Eriksson er á lausu. Enn á ný.
Eriksson er á lausu. Enn á ný. vísir/getty
Svíinn Sven-Göran Eriksson er enn eina ferðina atvinnulaus eftir að kínverska 2. deildarliðið Shenzhen FC réð aftur sinn gamla þjálfara.

Sá heitir Wang Baoshan og er í miklum metum hjá félaginu. Svo miklum að félagið kynnti hann til leiks með ljóði.

„Fyrir ellefu árum síðan leiddir þú liðið og brást okkur aldrei.

Fyrir níu árum síðan tókstu á þig meiri ábyrgð og bjargaðir félaginu.

Minningar um baráttu okkar saman hefur aldrei gleymst og nú köllum við aftur á goðsögnina.

Shenzhen er sameinað. Ný vegferð senn hefst.

Wang þjálfari, vertu velkominn heim,“ var ljóðið svona nokkurn veginn.

Eriksson er nú búinn að þjálfa hjá þremur félögum í Kína síðan hann fór þangað árið 2013.

Hann var fyrst í tvö ár hjá Guangzhou áður en hann fór til Shanghai. Þar entist hann líka í tvö ár áður en honum var skipt út fyrir Andre Villas-Boas.

Hann tók svo við Shenzhen í fyrra. Hann hefur mokað inn peningum á þessum tíma og mun örugglega fá annað vel launað starf fljótlega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×