Fótbolti

Áhorfendametið slegið í kvöld

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Það var vel mætt á Laugardalsvöllinn í kvöld.
Það var vel mætt á Laugardalsvöllinn í kvöld. vísir/anton
Aldrei hafa fleiri mætt á leik hjá íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta og í kvöld.

Alls sá 7521 Ísland tapa 0-1 fyrir Brasilíu á Laugardalsvellinum í kvöld. Gamla áhorfendametið var sett 25. október 2013. Þá sáu 6647 manns Ísland vinna Úkraínu 3-2 og tryggja sér farseðilinn á EM í Svíþjóð.

Leikurinn í kvöld var sá síðasti hjá íslenska liðinu fyrir EM í Hollandi sem hefst 16. júlí næstkomandi.

Ísland spilaði lengst af vel í leiknum í kvöld en fór illa færin sem það skapaði.

Marta, sem er jafnan talin besta fótboltakona allra tíma, skoraði eina mark leiksins á 67. mínútu.


Tengdar fréttir

Margrét Lára missir af EM

Margrét Lára Viðarsdóttir, fyrirliði íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta, er með slitið krossband í hné og verður því ekki með á EM í Hollandi sem hefst í næsta mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×