Erlent

Warmbier hefur verið í dái síðan í mars í fyrra

Atli Ísleifsson skrifar
Otto Warmbier.
Otto Warmbier. Vísir/EPA
Bandaríski námsmaðurinn Otto Warmbier hefur verið í dái síðan í mars á síðasta ári. Þetta segja foreldrar hans, Fred og Cindy Warmbier, í samtali við AP og að þau hafi fyrst komist að þessu fyrir viku.

Fyrr í dag greindi Rex Tillerson, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, að Warmbier hafi verið sleppt af norður-kóreskum stjórnvöldum eftir að hafa verið dæmdur í fimmtán ára nauðungarvinnu snemma árs í fyrra.

Foreldrar Wambier segja í yfirlýsingu að verið sé að flytja 22 ára son þeirra í sjúkraflugi til Bandaríkjanna.

Warmbier var handtekinn og sakaður um að stela áróðursskilti á hóteli sínu þegar hann heimsótti landið í janúar 2016. Skömmu eftir að Warmbier var handtekinn birtist hann í viðtali á ríkismiðli Norður-Kóreu þar sem hann játaði brot sitt og sagði að kirkjusöfnuður hans í Bandaríkjunum hefði beðið hann um að koma heim með minjagrip. 

Í frétt CNN segir að Warmbier hafi fengið svokallaða bótúlíneitrun, matareitrun af völdum sperðilsýkils sem getur valdið taugalömun.


Tengdar fréttir

„Hefði getað verið hver sem er úr mínum hópi“

Íslensk kona, sem fór til Norður Kóreu með sömu ferðaskrifstofu,og dvaldi á sama hóteli og bandarískur námsmaður sem í síðustu viku var dæmdur til fimmtán ára nauðungarvinnu þar í landi, segist vera slegin yfir fréttum af málinu. Hver sem er úr hennar hópi hefði getað hlotið sömu örlög.

Dæmdur til fimmtán ára nauðungarvinnu í Norður Kóreu

Bandarískur námsmaður hefur verið dæmdur í fimmtán ára fangelsi og nauðungarvinnu í Norður Kóreu fyrir glæpi gegn ríkinu. Maðurinn, Otto Warmbier var handtekinn og sakaður um að stela áróðursskilti á hóteli sínu þegar hann heimsótti landið í janúar síðastliðnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×