Sport

Mayweather og Conor gætu barist í ágúst

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mayweather fer líklega að skrifa undir fljótlega.
Mayweather fer líklega að skrifa undir fljótlega. vísir/getty
Nú berast þau tíðindi að vestan að Conor McGregor og Floyd Mayweather gætu barist mun fyrr en talið var mögulegt.

Síðustu misseri hefur verið rætt um að þeir berjist í nóvember ef samningar takast á milli allra aðila.

Nú hefur ESPN aftur á móti greint frá því að fyrirtæki Mayweather hafi ætlað að leggja fram beiðni við íþróttasamband Nevada-fylkis um að halda bardagann þann 26. ágúst.

Það sem meira er að þér Mayweather víst búinn að bóka T-Mobile höllina fyrir bardagann.

Sérfræðingar lesa í þetta þannig að þessi tíðindi þýði að stutt sé í að Mayweather skrifi undir sinn hluta samningsins en Conor er þegar búinn að ganga frá sínum málum.

MMA

Tengdar fréttir

Bardagi hjá Conor og Mayweather yrði sirkus

Hnefaleikagoðsögnin Oscar de la Hoya er ekki hrifinn af því að menn ætli að setja upp hnefaleikabardaga á milli MMA-bardagakappans Conor McGregor og boxarans Floyd Mayweather.

Conor setur pressu á Mayweather

Conor McGregor er byrjaður að æfa af krafti fyrir væntanlegan hnefaleikabardaga gegn Floyd Mayweather.

Floyd segir yfirgnæfandi líkur á að bardaginn fari fram

Floyd Mayweather segir að það séu yfirgnæfandi líkur á því að hann muni draga hanskana fram úr hillunni og berjast við Conor McGregor í hringnum eftir að UFC-stjarnan tilkynnti að hans menn væru búnir að ganga frá pappírsvinnuni.

Dana fær ekki að semja við Mayweather

Samkvæmt heimildum LA Times þá mun forseti UFC, Dana White, ekki fá að koma að samningaviðræðum við Floyd Mayweather vegna bardagans við Conor McGregor.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×