Tónlist

Skipuleggjandi Secret Solstice: "Gæsla á ekki að vera ógnandi fyrir gesti“

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Secret Solstice hátíðin verður haldin hátíðleg um helgina. Gert er ráð fyrir allt að 20.000 manns á hátíðinni í ár.  Búist er við mikilli öryggisgæslu.

Skipuleggjendur hátíðarinnar viilja þó ekki staðfesta hvort öryggisgæsla verði aukin.  Sveinn Rúnar Einarsson vísar til þess að lögreglan sjái um löggæsluna og bendir á að mikil og góð samvinna sé þeirra á milli.

„Gæsla á ekki að vera ógnandi fyrir gesti. Gæslan er hérna til þess að halda gestunum öruggum. Við höldum því áfram. Hún hefur alltaf verið til fyrirmyndar. EF hún verður aukin þá verður hún bara aukin en hún verður til fyrirmyndar,“ segir Sveinn.

Þórunn Antonía Magnúsdóttir, einn skipuleggjenda, segir að búist sé við mikilli gleði og sólarhátíð. Hátíðin er fjögurra ára og bendir Þórunn á að skipuleggjendur séu nú komnir með meiri reynslu og hafi lært af hátíðarhöldunum í gegnum árin.

Í ár er allt á grænum fleit. Allt er fallegt og grænt. Það verða engar raðir og vesen eins og var í fyrra. Allir verða úti að spila í ár,“ segir Þórunn.

Viðtalið í heild sinni má sjá hér að ofan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.