Hanna Katrín segir lögregluna mega þola háð og spott Jakob Bjarnar skrifar 12. júní 2017 11:45 Hanna Katrín og Ragnhildur eru á því að lögreglan eigi annað og betra skilið en hetjurnar við lyklaborðin sletti í góm og hæðist að lögreglunni. Veruleg umræða hefur myndast á samfélagsmiðlum í kjölfar frétta 365 af auknum viðbúnaði lögreglu á fjöldasamkomum vegna hryðjuverkaógnunar, sem tíunduð er í nýju áhættumati. Sitt sýnist hverjum og skiptist fólk mjög í tvö horn, að þessi aukni viðbúnaður auki öryggiskennd eða þvert á móti: Hann ali hreinlega á ótta. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður VG, er meðal þeirra sem hefur gagnrýnt vopnaburð lögreglu, formaður flokksins, Katrín Jakobsdóttir hefur tekið í sama streng en svo virðist sem málið sé hápólitískt. Hanna Katrín Friðriksdóttir, þingflokksformaður Viðreisnar, segir til skammar hvernig talað er til lögreglunnar.Skömm að þessu „Ósköp er hún aum og molbúaleg þessi árátta margra að tala heilu starfsstéttirnar niður og láta eins og þær séu haldnar einhverjum annarlegum hvötum! Við búum t.d. svo vel að eiga þrautþjálfaða lögreglumenn, sem hafa gefið sig í það undarlega djobb að þjóta í áttina að hættu þegar við hin hlaupum í burtu,“ segir Ragnhildur Sverrisdóttir, aðstoðarkona Björgólfs Thors athafnamanns. Ragnhildur er maki Hönnu Katrínar, sem deilir færslu Ragnhildar og fylgir úr hlaði með orðunum: „Það sem frú Ragnhildur segir“. Og „frú Ragnhildur“ er hvergi nærri hætt að láta skoðun sína á málinu í ljós: „En hetjurnar við lyklaborðin sletta bara í góm og telja sig þess umkomnar að kalla þetta fólk litla karla sem vilji bara leika sér með byssudótið sitt. Ég held það væri andskotans nær að styðja við bakið á þeim sem gegna þessum störfum í þágu okkar allra, i stað þess að gefa sér fyrirfram að þarna sé einhver hópur á ferð sem geti ekki beðið eftir að misnota aðstöðu sína. Skömm að þessu!“Lögreglan á betra skilið Á Facebookvegg Hönnu Katrínar er spurt hvort borgurum beri ekki að vera gagnrýnir út í þann þrönga hóp sem hefur einkaleyfi á ofbeldi, eins og það er orðað, og vopnaburð? Hanna Katrín segir það allt aðra umræðu. „Hér er fókusinn á þá tilhneigingu að hæðast að fólki sem gegnir þessum störfum. Lögreglan okkar á einfaldlega betra skilið. Það er svo óendanlega hallærislegt þegar fólk tekur þátt í - og telur það væntanlega sniðugt - að tala okkur sjálf niður með þessum hætti.“ Tengdar fréttir Um 120 lögreglumenn koma að gæslu á landsleiknum Áhættumat gert fyrir hvern og einn viðburð í sumar. Ríkislögreglustóri hefur heimild til að taka ákvörðun um að sérsveit beri vopn. 11. júní 2017 18:00 Gagnrýnir vopnaburð lögreglu á fjölskylduhátíð Andrés Ingi Jónsson þingmaður Vinstri grænna segir það varpa skýrara ljósi á það hallæri sem er í löggæslumálum á Íslandi þegar sérsveitarmenn vopnaðir skotvopnum sinni eftirliti á fjölskylduhátíð í miðbænum. 11. júní 2017 12:26 Vopnaðir sérsveitarmenn í Color Run Sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra gengu um vopnaðir skotvopnum í miðbæ Reykjavíkur í dag meðan að fjölskylduhátíðin Color Run fór fram. 10. júní 2017 18:30 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Veruleg umræða hefur myndast á samfélagsmiðlum í kjölfar frétta 365 af auknum viðbúnaði lögreglu á fjöldasamkomum vegna hryðjuverkaógnunar, sem tíunduð er í nýju áhættumati. Sitt sýnist hverjum og skiptist fólk mjög í tvö horn, að þessi aukni viðbúnaður auki öryggiskennd eða þvert á móti: Hann ali hreinlega á ótta. Andrés Ingi Jónsson, þingmaður VG, er meðal þeirra sem hefur gagnrýnt vopnaburð lögreglu, formaður flokksins, Katrín Jakobsdóttir hefur tekið í sama streng en svo virðist sem málið sé hápólitískt. Hanna Katrín Friðriksdóttir, þingflokksformaður Viðreisnar, segir til skammar hvernig talað er til lögreglunnar.Skömm að þessu „Ósköp er hún aum og molbúaleg þessi árátta margra að tala heilu starfsstéttirnar niður og láta eins og þær séu haldnar einhverjum annarlegum hvötum! Við búum t.d. svo vel að eiga þrautþjálfaða lögreglumenn, sem hafa gefið sig í það undarlega djobb að þjóta í áttina að hættu þegar við hin hlaupum í burtu,“ segir Ragnhildur Sverrisdóttir, aðstoðarkona Björgólfs Thors athafnamanns. Ragnhildur er maki Hönnu Katrínar, sem deilir færslu Ragnhildar og fylgir úr hlaði með orðunum: „Það sem frú Ragnhildur segir“. Og „frú Ragnhildur“ er hvergi nærri hætt að láta skoðun sína á málinu í ljós: „En hetjurnar við lyklaborðin sletta bara í góm og telja sig þess umkomnar að kalla þetta fólk litla karla sem vilji bara leika sér með byssudótið sitt. Ég held það væri andskotans nær að styðja við bakið á þeim sem gegna þessum störfum í þágu okkar allra, i stað þess að gefa sér fyrirfram að þarna sé einhver hópur á ferð sem geti ekki beðið eftir að misnota aðstöðu sína. Skömm að þessu!“Lögreglan á betra skilið Á Facebookvegg Hönnu Katrínar er spurt hvort borgurum beri ekki að vera gagnrýnir út í þann þrönga hóp sem hefur einkaleyfi á ofbeldi, eins og það er orðað, og vopnaburð? Hanna Katrín segir það allt aðra umræðu. „Hér er fókusinn á þá tilhneigingu að hæðast að fólki sem gegnir þessum störfum. Lögreglan okkar á einfaldlega betra skilið. Það er svo óendanlega hallærislegt þegar fólk tekur þátt í - og telur það væntanlega sniðugt - að tala okkur sjálf niður með þessum hætti.“
Tengdar fréttir Um 120 lögreglumenn koma að gæslu á landsleiknum Áhættumat gert fyrir hvern og einn viðburð í sumar. Ríkislögreglustóri hefur heimild til að taka ákvörðun um að sérsveit beri vopn. 11. júní 2017 18:00 Gagnrýnir vopnaburð lögreglu á fjölskylduhátíð Andrés Ingi Jónsson þingmaður Vinstri grænna segir það varpa skýrara ljósi á það hallæri sem er í löggæslumálum á Íslandi þegar sérsveitarmenn vopnaðir skotvopnum sinni eftirliti á fjölskylduhátíð í miðbænum. 11. júní 2017 12:26 Vopnaðir sérsveitarmenn í Color Run Sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra gengu um vopnaðir skotvopnum í miðbæ Reykjavíkur í dag meðan að fjölskylduhátíðin Color Run fór fram. 10. júní 2017 18:30 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Um 120 lögreglumenn koma að gæslu á landsleiknum Áhættumat gert fyrir hvern og einn viðburð í sumar. Ríkislögreglustóri hefur heimild til að taka ákvörðun um að sérsveit beri vopn. 11. júní 2017 18:00
Gagnrýnir vopnaburð lögreglu á fjölskylduhátíð Andrés Ingi Jónsson þingmaður Vinstri grænna segir það varpa skýrara ljósi á það hallæri sem er í löggæslumálum á Íslandi þegar sérsveitarmenn vopnaðir skotvopnum sinni eftirliti á fjölskylduhátíð í miðbænum. 11. júní 2017 12:26
Vopnaðir sérsveitarmenn í Color Run Sérsveitarmenn Ríkislögreglustjóra gengu um vopnaðir skotvopnum í miðbæ Reykjavíkur í dag meðan að fjölskylduhátíðin Color Run fór fram. 10. júní 2017 18:30