Jafnvægi að nást á fasteignamarkaði Sæunn Gísladóttir skrifar 12. júní 2017 07:00 Ingibjörg Þórðardóttir bendir á að margar nýbyggingar séu í vændum. Vísir/GVA „Maður þorir ekki að segja að toppnum sé náð. Það er auðvitað enn þá eftirspurn, sérstaklega eftir íbúðum á eftirsóttum svæðum. En það hefur dregið úr spennunni. Ég myndi segja að það væri að komast á meira jafnvægi milli kaupenda og seljanda,“ segir Ingibjörg Þórðardóttir, fasteignasali og fyrrverandi formaður Félags fasteignasala. Fasteignasalar sem Fréttablaðið ræddi við eru sammála um að finna fyrir hægari hækkun fasteignaverðs undanfarnar vikur. Opinberar tölur sýna þó ekki kólnun á markaðnum. „Við sjáum ekkert út frá opinberum veltutölum um kaupsamninga sem gefa til kynna kólnun á markaðnum. En það gæti bara verið að það eigi eftir að koma fram. Það hafa verið það miklar verðhækkanir að undanförnu að það er eðlilegt að þær haldi ekki áfram með sama hraða,“ segir Una Jónsdóttir, hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði.Una Jónsdóttir, hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði.Mynd/ÍLS„En yfirlýsingar um að verðtoppi sé náð, hvort sem þær eru réttar eða ekki, hafa áhrif á væntingar á markaði. Það getur leitt til þess að framboð eykst ef fólk sem hefur setið á íbúðum sínum sér hag sinn í því að bjóða þær íbúðir fram núna. Á sama tíma gæti eftirspurnin hægt á sér því margir voru að drífa sig að kaupa áður en toppnum yrði náð. En þetta er eitthvað sem við eigum eftir að sjá hvort gerist,“ segir Una. Ingibjörg segir að skjálfti hafi komið á markaðinn upp úr áramótum þegar rosalegum hækkunum var spáð á fasteignaverði. „Fólk var að drífa sig að kaupa og verða á undan verðhækkunum. Svo hefur þetta róast aftur og það hefur verið minna framboð. Það kann líka að skýrast af því að fólk hefur verið að bíða eftir hækkununum og kannski að freistast til að bíða með að selja fram að hausti. Sérstaklega þessir sem eru að fara í minni eignir og eru með þær stærri og dýrari til að selja.“ Hún bendir þó á að nú hægist um á markaði fram yfir verslunarmannahelgi. Fólk sé í fríi og að hugsa um annað en fasteignakaup. „Þetta er mín upplifun að markaðurinn sé að róast og ég segi bara sem betur fer. Þetta var orðið stressástand á markaðnum og þetta veldur fólki sem er að reyna að komast inn á hann áhyggjum og kvíða. Þetta var tímabundið ástand og mér finnst það hafa jafnað sig," segir Ingibjörg.Ingibjörg Þórðardóttir, fyrrverandi formaður félags fasteignasala. Vísir/VilhelmKosningar hafi áhrif á markaðinnIngibjörg bendir á að það eru margar nýbyggingar í undirbúningi sem hafi áhrif á fasteignaverð, einnig hafi húsnæðisstefna sveitarfélaganna það líka. „Í ljósi þess að það styttist í kosningar verða þau að vera með eitthvað útspil og koma með lóðir og stefnur í þessum húsnæðismálum. Það verður að byggja í úthverfum eins og alls staðar er gert því þar eru ódýrari lóðir. Þetta er lögmál hvar sem þú ert staddur í heiminum." „Það að byggja áfram í Úlfarsárdalnum til dæmis er mjög gott og gefur kannski þeim sem vilja reyna að komast inn á markaðinn tækifæri. Þegar framboðið eykst þá næst meira jafnvægi milli kaupenda og seljanda. Reykjavík, stærsta sveitarfélagið, hefur verið eftirbátur hinna sveitarfélaganna, en nú eru þeir loksins að hysja upp um sig buxurnar." Tengdar fréttir Íbúðaverð nálgast góðærisástandið Skortur á íbúðarhúsnæði er ástæða þess að íbúðaverð hefur hækkað meira en laun undanfarna mánuði, að sögn hagfræðings hjá Arion banka. Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu er nú nánast það sama og á hápunkti góðærisins 2007. 20. apríl 2017 14:55 Hækkun húsnæðisverðs aðaldrifkraftur verðbólgunnar Greiningardeild Íslandsbanka og hagfræðideild Landsbankans spá báðar hækkun á vísistölu neysluverðs í apríl. 11. apríl 2017 10:55 Hækkun húsnæðisverðs tekur fram úr hækkun leiguverðs Húsnæðisverð hækkaði um 19 prósent á síðastliðnu ári en leiguverð um 10,3 prósent. Fyrstu kaupendur eru orðnir stór hópur og fer fjölgandi. 2. maí 2017 07:00 Húsnæðismarkaðurinn áfram erfiður fram á næsta ár Greiningardeild Arion banka telur að líklega muni byrja að draga úr húsnæðiskorti á næsta ári en þangað til verði markaðurinn áfram erfiður fyrir kaupendur. 6. apríl 2017 12:31 Aukin skuldsetning gæti ógnað stöðugleika Teikn eru á lofti um aukna skuldsetningu vegna hækkandi fasteignaverðs. Prófessor í hagfræði segir hættu á að fólk setji uppi með neikvætt eigið fé. 7. apríl 2017 09:00 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
„Maður þorir ekki að segja að toppnum sé náð. Það er auðvitað enn þá eftirspurn, sérstaklega eftir íbúðum á eftirsóttum svæðum. En það hefur dregið úr spennunni. Ég myndi segja að það væri að komast á meira jafnvægi milli kaupenda og seljanda,“ segir Ingibjörg Þórðardóttir, fasteignasali og fyrrverandi formaður Félags fasteignasala. Fasteignasalar sem Fréttablaðið ræddi við eru sammála um að finna fyrir hægari hækkun fasteignaverðs undanfarnar vikur. Opinberar tölur sýna þó ekki kólnun á markaðnum. „Við sjáum ekkert út frá opinberum veltutölum um kaupsamninga sem gefa til kynna kólnun á markaðnum. En það gæti bara verið að það eigi eftir að koma fram. Það hafa verið það miklar verðhækkanir að undanförnu að það er eðlilegt að þær haldi ekki áfram með sama hraða,“ segir Una Jónsdóttir, hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði.Una Jónsdóttir, hagfræðingur hjá Íbúðalánasjóði.Mynd/ÍLS„En yfirlýsingar um að verðtoppi sé náð, hvort sem þær eru réttar eða ekki, hafa áhrif á væntingar á markaði. Það getur leitt til þess að framboð eykst ef fólk sem hefur setið á íbúðum sínum sér hag sinn í því að bjóða þær íbúðir fram núna. Á sama tíma gæti eftirspurnin hægt á sér því margir voru að drífa sig að kaupa áður en toppnum yrði náð. En þetta er eitthvað sem við eigum eftir að sjá hvort gerist,“ segir Una. Ingibjörg segir að skjálfti hafi komið á markaðinn upp úr áramótum þegar rosalegum hækkunum var spáð á fasteignaverði. „Fólk var að drífa sig að kaupa og verða á undan verðhækkunum. Svo hefur þetta róast aftur og það hefur verið minna framboð. Það kann líka að skýrast af því að fólk hefur verið að bíða eftir hækkununum og kannski að freistast til að bíða með að selja fram að hausti. Sérstaklega þessir sem eru að fara í minni eignir og eru með þær stærri og dýrari til að selja.“ Hún bendir þó á að nú hægist um á markaði fram yfir verslunarmannahelgi. Fólk sé í fríi og að hugsa um annað en fasteignakaup. „Þetta er mín upplifun að markaðurinn sé að róast og ég segi bara sem betur fer. Þetta var orðið stressástand á markaðnum og þetta veldur fólki sem er að reyna að komast inn á hann áhyggjum og kvíða. Þetta var tímabundið ástand og mér finnst það hafa jafnað sig," segir Ingibjörg.Ingibjörg Þórðardóttir, fyrrverandi formaður félags fasteignasala. Vísir/VilhelmKosningar hafi áhrif á markaðinnIngibjörg bendir á að það eru margar nýbyggingar í undirbúningi sem hafi áhrif á fasteignaverð, einnig hafi húsnæðisstefna sveitarfélaganna það líka. „Í ljósi þess að það styttist í kosningar verða þau að vera með eitthvað útspil og koma með lóðir og stefnur í þessum húsnæðismálum. Það verður að byggja í úthverfum eins og alls staðar er gert því þar eru ódýrari lóðir. Þetta er lögmál hvar sem þú ert staddur í heiminum." „Það að byggja áfram í Úlfarsárdalnum til dæmis er mjög gott og gefur kannski þeim sem vilja reyna að komast inn á markaðinn tækifæri. Þegar framboðið eykst þá næst meira jafnvægi milli kaupenda og seljanda. Reykjavík, stærsta sveitarfélagið, hefur verið eftirbátur hinna sveitarfélaganna, en nú eru þeir loksins að hysja upp um sig buxurnar."
Tengdar fréttir Íbúðaverð nálgast góðærisástandið Skortur á íbúðarhúsnæði er ástæða þess að íbúðaverð hefur hækkað meira en laun undanfarna mánuði, að sögn hagfræðings hjá Arion banka. Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu er nú nánast það sama og á hápunkti góðærisins 2007. 20. apríl 2017 14:55 Hækkun húsnæðisverðs aðaldrifkraftur verðbólgunnar Greiningardeild Íslandsbanka og hagfræðideild Landsbankans spá báðar hækkun á vísistölu neysluverðs í apríl. 11. apríl 2017 10:55 Hækkun húsnæðisverðs tekur fram úr hækkun leiguverðs Húsnæðisverð hækkaði um 19 prósent á síðastliðnu ári en leiguverð um 10,3 prósent. Fyrstu kaupendur eru orðnir stór hópur og fer fjölgandi. 2. maí 2017 07:00 Húsnæðismarkaðurinn áfram erfiður fram á næsta ár Greiningardeild Arion banka telur að líklega muni byrja að draga úr húsnæðiskorti á næsta ári en þangað til verði markaðurinn áfram erfiður fyrir kaupendur. 6. apríl 2017 12:31 Aukin skuldsetning gæti ógnað stöðugleika Teikn eru á lofti um aukna skuldsetningu vegna hækkandi fasteignaverðs. Prófessor í hagfræði segir hættu á að fólk setji uppi með neikvætt eigið fé. 7. apríl 2017 09:00 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Íbúðaverð nálgast góðærisástandið Skortur á íbúðarhúsnæði er ástæða þess að íbúðaverð hefur hækkað meira en laun undanfarna mánuði, að sögn hagfræðings hjá Arion banka. Íbúðaverð á höfuðborgarsvæðinu er nú nánast það sama og á hápunkti góðærisins 2007. 20. apríl 2017 14:55
Hækkun húsnæðisverðs aðaldrifkraftur verðbólgunnar Greiningardeild Íslandsbanka og hagfræðideild Landsbankans spá báðar hækkun á vísistölu neysluverðs í apríl. 11. apríl 2017 10:55
Hækkun húsnæðisverðs tekur fram úr hækkun leiguverðs Húsnæðisverð hækkaði um 19 prósent á síðastliðnu ári en leiguverð um 10,3 prósent. Fyrstu kaupendur eru orðnir stór hópur og fer fjölgandi. 2. maí 2017 07:00
Húsnæðismarkaðurinn áfram erfiður fram á næsta ár Greiningardeild Arion banka telur að líklega muni byrja að draga úr húsnæðiskorti á næsta ári en þangað til verði markaðurinn áfram erfiður fyrir kaupendur. 6. apríl 2017 12:31
Aukin skuldsetning gæti ógnað stöðugleika Teikn eru á lofti um aukna skuldsetningu vegna hækkandi fasteignaverðs. Prófessor í hagfræði segir hættu á að fólk setji uppi með neikvætt eigið fé. 7. apríl 2017 09:00