Birgir Leifur í fjórða sæti á móti í Belgíu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. júní 2017 13:30 Birgir Leifur Hafþórsson. Mynd/GSÍmyndir Birgir Leifur Hafþórsson spilaði frábærlega á lokahring KPMG mótsins í Belgíu sem er hluti af Áskorendamótaröðinni. Birgir Leifur lék á sex höggum undir pari og endar því í 4. til 9. sæti á sextán höggum undir pari. Austurríkismaðurinn Martin Wiegele tryggði sér sigurinn með því að leika á 19 höggum undir pari, Spánverjinn Pedro Oriol var annar á 18 höggum undir pari en þriðji var Daninn Mark Flindt Haastrup á 17 höggum undir pari. Birgir Leifur var einn sex sem léku á sextán höggum undir pari. Sjöfaldi Íslandsmeistarinn lék alla hringina fjóra undir pari en engan betur en lokahringinn þar sem hann fékk sjö fugla og aðeins einn skolla. Birgir lék hringina fjóra á 69 höggum, 68 höggum, 69 höggum og loks 66 höggum í dag. Þetta gera alls 272 högg og 16 högg undir pari. Mótið fer fram á Royal Waterloo Golf Club og er þetta í fimmta sinn sem mótið fer fram á þessum velli. Það er hægt að sjá allt skor keppenda hér. Birgir Leifur átti magnað mót í Belgíu en hann náði meðal annars tvisvar sinnum erniá öðrum hring, fór fyrst holu í höggi á fjórðu braut og spilaði síðan par fimm holu á sautjándu á þremur höggum. Birgir fékk alls 23 fugla og tvo erni á mótinu en á fjórum holum náði hann þremur fuglum af fjórum mögulegum en það var á holum tvö, þrjú, tíu og átján. Mótið í Belgíu er þriðja mótið á þessu tímabili hjá Birgi á Áskorendamótaröðinni en hann hefur spilað betur og betur á hverju móti eftir að hafa ekki komist í gegnum niðurskurðinn á fyrsta mótinu sem fram fór í Andalúsíu á Spáni. Golf Mest lesið Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Enski boltinn Utan vallar: Hver ber ábyrgð á því hvað við erum glötuð? Sport Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Sport Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti Rod Stewart lék á als oddi í beinni: „Ég er búinn að fá mér nokkra“ Fótbolti Slot má vera í símanum en fengi það ekki á Íslandi Enski boltinn Lærir að synda kútalaus í djúpu lauginni Fótbolti Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Körfubolti Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti Fleiri fréttir Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson spilaði frábærlega á lokahring KPMG mótsins í Belgíu sem er hluti af Áskorendamótaröðinni. Birgir Leifur lék á sex höggum undir pari og endar því í 4. til 9. sæti á sextán höggum undir pari. Austurríkismaðurinn Martin Wiegele tryggði sér sigurinn með því að leika á 19 höggum undir pari, Spánverjinn Pedro Oriol var annar á 18 höggum undir pari en þriðji var Daninn Mark Flindt Haastrup á 17 höggum undir pari. Birgir Leifur var einn sex sem léku á sextán höggum undir pari. Sjöfaldi Íslandsmeistarinn lék alla hringina fjóra undir pari en engan betur en lokahringinn þar sem hann fékk sjö fugla og aðeins einn skolla. Birgir lék hringina fjóra á 69 höggum, 68 höggum, 69 höggum og loks 66 höggum í dag. Þetta gera alls 272 högg og 16 högg undir pari. Mótið fer fram á Royal Waterloo Golf Club og er þetta í fimmta sinn sem mótið fer fram á þessum velli. Það er hægt að sjá allt skor keppenda hér. Birgir Leifur átti magnað mót í Belgíu en hann náði meðal annars tvisvar sinnum erniá öðrum hring, fór fyrst holu í höggi á fjórðu braut og spilaði síðan par fimm holu á sautjándu á þremur höggum. Birgir fékk alls 23 fugla og tvo erni á mótinu en á fjórum holum náði hann þremur fuglum af fjórum mögulegum en það var á holum tvö, þrjú, tíu og átján. Mótið í Belgíu er þriðja mótið á þessu tímabili hjá Birgi á Áskorendamótaröðinni en hann hefur spilað betur og betur á hverju móti eftir að hafa ekki komist í gegnum niðurskurðinn á fyrsta mótinu sem fram fór í Andalúsíu á Spáni.
Golf Mest lesið Vilja senda allar íþróttakonur í kynjapróf Sport Styrktaraðili Everton missir leyfið vegna klámauglýsingar Enski boltinn Utan vallar: Hver ber ábyrgð á því hvað við erum glötuð? Sport Þjálfari í bann fyrir illa meðferð á einni bestu tenniskonu heims en hún er ósátt Sport Haaland reiddist eftir samtal við Mbappé eftir leik Fótbolti Rod Stewart lék á als oddi í beinni: „Ég er búinn að fá mér nokkra“ Fótbolti Slot má vera í símanum en fengi það ekki á Íslandi Enski boltinn Lærir að synda kútalaus í djúpu lauginni Fótbolti Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Körfubolti Kári fárveikur í HM-stofunni og endaði í hjartaþræðingu Handbolti Fleiri fréttir Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira