Munu styðja minnihlutastjórn May Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 10. júní 2017 20:31 Staða May og Íhaldsflokksins er talin veikari nú en fyrir kosningar. Vísir/EPA Lýðræðislegi sambandsflokkurinn DUP hefur samþykkt að styðja við minnihlutastjórn breska íhaldsflokksins. Það er því ljóst að Theresa May verður áfram forsætisráðherra Bretlands.Í frétt á vef BBC segir að smáatriði samkomulagsins verði rædd á ríkisstjórnarfundi á mánudag. Breski Íhaldsflokkurinn tapaði meirihluta sínum á þinginu. Flokkurinn missti tólf þingsæti og er nú með 318 þingsæti, en 326 þingsæti þarf til að ná meirihluta. Verkamannaflokkurinn bætti aftur á móti við sig hátt í þrjátíu sætum og er nú með 261 þingsæti. Lýðræðislegi sambandsflokkurinn hlaut 10 sæti. Fjölmiðlar í Bretlandi hafa talað um niðurstöðu kosninganna sem „niðurlægingu“ og „martröð“ fyrir Íhaldsflokkinn og May sem verið hefur forsætisráðherra frá því í júlí í fyrra en hún tók við keflinu af David Cameron sem sagði af sér í kjölfar Brexit-kosninganna. May boðaði til kosninganna með stuttum fyrirvara og þremur árum áður en þær áttu að fara fram til að efla meirihluta Íhaldsflokksins á þingi. Sú áætlun mistókst hins vegar og hafa kosningarnar frekar veikt stöðu May en bætt hana. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hefur kallað eftir afsögn May í kjölfar niðurstöðunnar. Nokkur atriði eru talin hafa haft áhrif á niðurstöðu kosninganna. Í fyrsta lagi var Corbyn talinn ná að heilla kjósendur á kosningaviðburðum síðustu vikna en sama má ekki segja um May. Einnig hlaut stefna Íhaldsflokksins er varðar heilbrigðismál mikla gagnrýni. Þá benda fyrstu tölur til þess að allt að 72 prósent ungra Breta hafi kosið í kosningunum en ungir kjósendur eru líklegri til að kjósa Verkamannaflokkinn. Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Helstu ráðgjafar Theresu May segja af sér Nick Timothy og Fiona Hill, tveir nánustu ráðgjafar Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, hafa sagt af sér í kjölfar ósigurs Íhaldsflokksins í nýliðnum kosningum í Bretlandi. 10. júní 2017 12:59 Lýðræðislegi sambandsflokkurinn DUP skyndilega kominn í valdastöðu Theresa May, formaður Íhaldsflokkins, leitast nú eftir að mynda minnihlutastjórn Íhaldsflokksins með stuðningi þingmanna DUP. 9. júní 2017 11:32 Theresa May myndar ríkisstjórn með stuðningi DUP Theresa May, forsætisráðherra Bretland og formaður Íhaldsflokksins, er komin af fundi Elísabetar II Englandsdrottningar en þangað fór hún klukkan 11.30 að íslenskum tíma til að fá umboð til að mynda ríkisstjórn. 9. júní 2017 12:06 May vill mynda minnihlutastjórn Theresa May fer á fund Elísabetar Bretadrottningar í Buckinghamhöll í hádeginu þar þar sem hún mun fara fram á það að hún fái umboð til að mynda nýja ríkisstjórn í landinu. 9. júní 2017 09:54 Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Erlent Fleiri fréttir Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Sjá meira
Lýðræðislegi sambandsflokkurinn DUP hefur samþykkt að styðja við minnihlutastjórn breska íhaldsflokksins. Það er því ljóst að Theresa May verður áfram forsætisráðherra Bretlands.Í frétt á vef BBC segir að smáatriði samkomulagsins verði rædd á ríkisstjórnarfundi á mánudag. Breski Íhaldsflokkurinn tapaði meirihluta sínum á þinginu. Flokkurinn missti tólf þingsæti og er nú með 318 þingsæti, en 326 þingsæti þarf til að ná meirihluta. Verkamannaflokkurinn bætti aftur á móti við sig hátt í þrjátíu sætum og er nú með 261 þingsæti. Lýðræðislegi sambandsflokkurinn hlaut 10 sæti. Fjölmiðlar í Bretlandi hafa talað um niðurstöðu kosninganna sem „niðurlægingu“ og „martröð“ fyrir Íhaldsflokkinn og May sem verið hefur forsætisráðherra frá því í júlí í fyrra en hún tók við keflinu af David Cameron sem sagði af sér í kjölfar Brexit-kosninganna. May boðaði til kosninganna með stuttum fyrirvara og þremur árum áður en þær áttu að fara fram til að efla meirihluta Íhaldsflokksins á þingi. Sú áætlun mistókst hins vegar og hafa kosningarnar frekar veikt stöðu May en bætt hana. Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, hefur kallað eftir afsögn May í kjölfar niðurstöðunnar. Nokkur atriði eru talin hafa haft áhrif á niðurstöðu kosninganna. Í fyrsta lagi var Corbyn talinn ná að heilla kjósendur á kosningaviðburðum síðustu vikna en sama má ekki segja um May. Einnig hlaut stefna Íhaldsflokksins er varðar heilbrigðismál mikla gagnrýni. Þá benda fyrstu tölur til þess að allt að 72 prósent ungra Breta hafi kosið í kosningunum en ungir kjósendur eru líklegri til að kjósa Verkamannaflokkinn.
Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Helstu ráðgjafar Theresu May segja af sér Nick Timothy og Fiona Hill, tveir nánustu ráðgjafar Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, hafa sagt af sér í kjölfar ósigurs Íhaldsflokksins í nýliðnum kosningum í Bretlandi. 10. júní 2017 12:59 Lýðræðislegi sambandsflokkurinn DUP skyndilega kominn í valdastöðu Theresa May, formaður Íhaldsflokkins, leitast nú eftir að mynda minnihlutastjórn Íhaldsflokksins með stuðningi þingmanna DUP. 9. júní 2017 11:32 Theresa May myndar ríkisstjórn með stuðningi DUP Theresa May, forsætisráðherra Bretland og formaður Íhaldsflokksins, er komin af fundi Elísabetar II Englandsdrottningar en þangað fór hún klukkan 11.30 að íslenskum tíma til að fá umboð til að mynda ríkisstjórn. 9. júní 2017 12:06 May vill mynda minnihlutastjórn Theresa May fer á fund Elísabetar Bretadrottningar í Buckinghamhöll í hádeginu þar þar sem hún mun fara fram á það að hún fái umboð til að mynda nýja ríkisstjórn í landinu. 9. júní 2017 09:54 Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Erlent Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Erlent Fleiri fréttir Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Sjá meira
Helstu ráðgjafar Theresu May segja af sér Nick Timothy og Fiona Hill, tveir nánustu ráðgjafar Theresu May, forsætisráðherra Bretlands, hafa sagt af sér í kjölfar ósigurs Íhaldsflokksins í nýliðnum kosningum í Bretlandi. 10. júní 2017 12:59
Lýðræðislegi sambandsflokkurinn DUP skyndilega kominn í valdastöðu Theresa May, formaður Íhaldsflokkins, leitast nú eftir að mynda minnihlutastjórn Íhaldsflokksins með stuðningi þingmanna DUP. 9. júní 2017 11:32
Theresa May myndar ríkisstjórn með stuðningi DUP Theresa May, forsætisráðherra Bretland og formaður Íhaldsflokksins, er komin af fundi Elísabetar II Englandsdrottningar en þangað fór hún klukkan 11.30 að íslenskum tíma til að fá umboð til að mynda ríkisstjórn. 9. júní 2017 12:06
May vill mynda minnihlutastjórn Theresa May fer á fund Elísabetar Bretadrottningar í Buckinghamhöll í hádeginu þar þar sem hún mun fara fram á það að hún fái umboð til að mynda nýja ríkisstjórn í landinu. 9. júní 2017 09:54