Andorra vann heldur betur óvæntan sigur í gær þegar liðið vann 1-0 sigur á Ungverjalandi, en leikið var í Andorru. Leikurinn var liður í undankeppni HM.
Marc Rebes skoraði eina mark leiksins, en þetta er fyrsti sigur Andorru í keppnisleik síðan 2004. Ungverjaland mætti einmitt Íslandi á EM í Frakklandi síðasta sumar.
Tölfræðin úr leiknum, er einnig ansi athyglisverð. Þeir áttu einungis 44 sendingar, en það dugði þeim til sigurs á meðan Ungverjaland átti 339 heppnaðar sendingar.
Markið úr þessum sögufræga sigri má sjá í sjónvarpsglugganum hér að ofan.
