Erlent

Fóstureyðingar framvegis endurgjaldslausar

Tillagan var lögð fram af Stellu Creasy.
Tillagan var lögð fram af Stellu Creasy. vísir/getty
Konur frá Norður-Írlandi þurfa ekki lengur að greiða fyrir fóstureyðingar á Englandi, eftir samþykkt bresku ríkisstjórnarinnar þess efnis. Fóstureyðingarlöggjöf Írlands er afar ströng og hafa konur hingað til þurft að greiða háar fjárhæðir til þess að fá að undirgangast þungunarrof hjá breska heilbrigðiskerfinu.

Tillagan, sem fjallaði um greiðsluþátttöku ríkisins, var lögð fram af Stellu Creasy, þingmanni Verkamannaflokksins. Hún var studd af tugum þingmanna Íhaldsflokksins en talið var að Íhaldsflokkurinn myndi hafna tillögunni þar sem hann er í samstarfi við DUP, sem segist mótfallinn fóstureyðingum.

Konur frá Norður-Írlandi hafa þurft að greiða um 900 pund, eða tæplega 119 þúsund íslenskar krónur, fyrir fóstureyðingar innan opinbera breska heilbrigðiskerfisins. Lög á Norður-Írlandi kveða á um að konur megi ekki undir neinum kringumstæðum undirgangast fóstureyðingar, nema ef líf þeirra er í bráðri hættu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×