Erlent

Miklar óeirðir í Napólí raktar til „ungmenna klíkanna “

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Búið er að rýmka reglur um húsleitir og settir hafa verið vegatálmar.
Búið er að rýmka reglur um húsleitir og settir hafa verið vegatálmar. Vísir/Getty
Ófremdar ástand er í Napolí þessa dagana. Undanfarna daga hafa gengjastríð sett sitt mark á borgina. Átta manns voru til að mynda skotnir til bana á ellefu daga tímabili í lok maí og byrjun júní. Herlið heldur nú til á staðnum og búið er að fjölga lögreglumönnum.  Yfirvöld á svæðinu hafa boðað til neyðarfundar vegna ástandsins og hefur viðbúnaður verið aukinn verulega. Economist greinir frá.

Ein elsta glæpaklíka landsins, Camorra klíkan, heldur til á þessu svæði. Talið er að hægt sé að rekja dauðsföllin undanfarið til klíkunnar. Camorra samanstendur af mörgum litlum klíkum sem eru sífellt að berjast um völdin á svæðinu.

Talið er að glæpaklíkur skipuðum ungmennum á aldrinum 12 til 16 ára beri ábyrgð á óeirðunum undanfarna daga. Glæpaklíkur af þessu tagi eru sagðar blómstra þar sem lögreglu á svæðinu hefur tekist vel að ná tökum á eldri mafíum og náð að fangelsa helstu stjórnendur þeirra. Því hafi næsta kynslóð tekið við því að halda völdum.

Stjórnandi einnar „ungmenna klíkunnar“, eins og þær eru kallaðar, er sextán ára sonur eins stjórnanda glæpagengis sem situr nú í fangelsi. Drengurinn var handtekinn í lok maí sakaður um að hafa skotið til bana tvo undirmenn sína




Fleiri fréttir

Sjá meira


×