Fótbolti

Þjóðverjar flugu inn í úrslitaleikinn

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Goretzka afgreiddi leikinn með tveimur mörkum á fyrstu átta mínútum leiksins.
Goretzka afgreiddi leikinn með tveimur mörkum á fyrstu átta mínútum leiksins. vísir/getty
Það verða Þýskaland og Síle sem mætast í úrslitaleik Álfukeppninnar. Þýskaland lagði Mexíkó, 4-1, í síðari undanúrslitaleiknum í kvöld.

Það tók Þjóðverja í raun ekki nema átta mínútur að ganga frá leiknum. Þá var Leon Goretzka, leikmaður Schalke búinn að skora í tvígang fyrir þýska liðið.

Timo Werner skoraði svo þriðja mark Þjóðverja hálftíma fyrir leikslok og endanlega gekk frá málinu.

Það var stuð á lokamínútunum. Marco Fabian minnkaði muninn í 3-1 á 89. mínútur en Amin Younes skoraði fjórða mark Þjóðverja aðeins tveim mínútum síðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×