Erlent

Varnarveggir komu í veg fyrir árás fyrir utan mosku í París

Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar
Maðurinn hefur verið handtekinn. Myndin tengist fréttinni ekki beint.
Maðurinn hefur verið handtekinn. Myndin tengist fréttinni ekki beint. Vísir/AFP
Reuters greinir frá því að maður hafi verið handtekinn í Frakklandi eftir að hafa reynt að keyra bíl inn í hóp af fólki sem statt var fyrir framan mosku. Árásin átti sér stað í Creteil úthverfi Parísar.

Ekki er vitað hvað manninum stóð til og segir lögregla á svæðinu að honum hafi ekki tekist að keyra inn í hópinn þar sem búið var að stilla upp varnarveggjum fyrir framan bænahúsið.

Samkvæmt Le Parisien, sagði maðurinn að hann hafi viljað hefna árása sem væru tengdar við ISIS samtökin og hefðu banað fjölda fólks í París undanfarin ár.

Fréttin og fyrirsögn hafa verið uppfærð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×