Lúpína lýst útlæg úr vistkerfi Austfjarða Garðar Örn Úlfarsson skrifar 29. júní 2017 07:00 Anna Berg Samúelsdóttir, umhverfisstjóri Fjarðabyggðar, skoðaði lúpínubreiður í friðlandinu á Hólmanesi í gær. Mynd/Lára Björnsdóttir „Hér er ekkert hatur gegn lúpínu. Hún á bara ekki heima í okkar vistkerfi,“ segir Anna Berg Samúelsdóttir, umhverfisstjóri Fjarðabyggðar, um átak sveitarfélagsins gegn útbreiðslu lúpínunnar. Að sögn Önnu verður þetta annað sumarið í átaki gegn lúpínu í Fjarðabyggð. Náttúrustofa Austurlands hafi skoðað útbreiðslu lúpínu þar í fjögur eða fimm ár. „Aukningin er gríðarleg. Nú eru komin svokölluð snjóboltaáhrif og dreifingin verður hraðari,“ segir hún. Óskað er eftir þátttöku almennra borgara í átakinu. „Fólk hefur heimild til þess að fá lánuð sláttuorf hjá okkur til þess að slá,“ segir Anna. Mun meiri áhugi sé fyrir átakinu nú en í fyrra. „Við setjum áhersluna á friðlandið okkar,“ segir Anna um þau svæði sem beint verður sjónum að. Þar sé um að ræða Hólmanes milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar og fólkvanginn í Neskaupstað; elsta fólkvang landsins. Lagt er upp með að slá lúpínuna þegar hún er í háblóma og farin að mynda fræbelgi. Þannig sé hægt að minnka endurvöxt hennar um 70 prósent. Anna segir að á þessum tímapunkti séu mestar líkur á að plöntur sem eru slegnar drepist því þá séu rætur þeirra veikastar fyrir. Um sé að ræða aðferðafræði sem byggi á rannsóknum sem Náttúrustofa Vesturlands hafi leitt. Eins og víðar var lúpínan notuð til að græða mela þar eystra. „Skógræktin notaði hana líka í uppgræðslu og þeir sömu einstaklingar eru áhugasamir um að hjálpa okkur að reyna að sporna við útbreiðslunni. Það var svolítill misskilningur með lúpínuna að hún væri bara að fara inn á næringarsnauð svæði og síðan myndi hún hopa þegar heimagróðurinn kæmi til. Síðan reyndist það ekki vera þannig,“ segir Anna sem kveður lúpínuna una sér vel í mólendinu í Fjarðabyggð. „Ofan við snjóflóðavarnargarðana í Neskaupstað var mikið berjasvæði. Það er meira og minna farið undir lúpínu. Það er ekki gaman,“ segir umhverfisstjórinn sem endurtekur að ekki sé um að tefla einhverja illsku út í lúpínuna sem slíka. „Við erum einfaldlega að reyna að endurheimta upprunaleg vistkerfi sem eru þessar lyngbreiður.“ Þá undirstrikar Anna að þótt lúpína eigi ekki heima alls staðar geti hún haft jákvætt hlutverk á svörtum söndum þar sem engin næring sé og mikið fok. „Þar hefur tekist vel til en við erum bara ekki með slík vistkerfi hér á Austfjörðum.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
„Hér er ekkert hatur gegn lúpínu. Hún á bara ekki heima í okkar vistkerfi,“ segir Anna Berg Samúelsdóttir, umhverfisstjóri Fjarðabyggðar, um átak sveitarfélagsins gegn útbreiðslu lúpínunnar. Að sögn Önnu verður þetta annað sumarið í átaki gegn lúpínu í Fjarðabyggð. Náttúrustofa Austurlands hafi skoðað útbreiðslu lúpínu þar í fjögur eða fimm ár. „Aukningin er gríðarleg. Nú eru komin svokölluð snjóboltaáhrif og dreifingin verður hraðari,“ segir hún. Óskað er eftir þátttöku almennra borgara í átakinu. „Fólk hefur heimild til þess að fá lánuð sláttuorf hjá okkur til þess að slá,“ segir Anna. Mun meiri áhugi sé fyrir átakinu nú en í fyrra. „Við setjum áhersluna á friðlandið okkar,“ segir Anna um þau svæði sem beint verður sjónum að. Þar sé um að ræða Hólmanes milli Reyðarfjarðar og Eskifjarðar og fólkvanginn í Neskaupstað; elsta fólkvang landsins. Lagt er upp með að slá lúpínuna þegar hún er í háblóma og farin að mynda fræbelgi. Þannig sé hægt að minnka endurvöxt hennar um 70 prósent. Anna segir að á þessum tímapunkti séu mestar líkur á að plöntur sem eru slegnar drepist því þá séu rætur þeirra veikastar fyrir. Um sé að ræða aðferðafræði sem byggi á rannsóknum sem Náttúrustofa Vesturlands hafi leitt. Eins og víðar var lúpínan notuð til að græða mela þar eystra. „Skógræktin notaði hana líka í uppgræðslu og þeir sömu einstaklingar eru áhugasamir um að hjálpa okkur að reyna að sporna við útbreiðslunni. Það var svolítill misskilningur með lúpínuna að hún væri bara að fara inn á næringarsnauð svæði og síðan myndi hún hopa þegar heimagróðurinn kæmi til. Síðan reyndist það ekki vera þannig,“ segir Anna sem kveður lúpínuna una sér vel í mólendinu í Fjarðabyggð. „Ofan við snjóflóðavarnargarðana í Neskaupstað var mikið berjasvæði. Það er meira og minna farið undir lúpínu. Það er ekki gaman,“ segir umhverfisstjórinn sem endurtekur að ekki sé um að tefla einhverja illsku út í lúpínuna sem slíka. „Við erum einfaldlega að reyna að endurheimta upprunaleg vistkerfi sem eru þessar lyngbreiður.“ Þá undirstrikar Anna að þótt lúpína eigi ekki heima alls staðar geti hún haft jákvætt hlutverk á svörtum söndum þar sem engin næring sé og mikið fok. „Þar hefur tekist vel til en við erum bara ekki með slík vistkerfi hér á Austfjörðum.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira