Áttatíu flugferðir á viku til Lundúna næsta vetur Heimir Már Pétursson skrifar 28. júní 2017 12:48 Samkvæmt upplýsingum Túrista frá British Airways hafa kínverskir ferðamenn verið fjölmennasti farþegahópurinn í Íslandsflugi British Airways frá Heathrow flugvelli. Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir fækkun breskra ferðamanna á Íslandi í síðasta mánuði bjóða flugfélög upp á áttatíu ferðir á viku milli Keflavíkur og Lundúna næsta vetur. Upplýsingafulltrúi Isavia segir óskum um afgreiðslutíma næsta vetur hafa fjölgað um þrjátíu prósent. Þótt breskum ferðamönnum hafi fækkað um 23 prósent í mái miðað við sama mánuð í fyrra greinir ferðamálasíðan Túristi.is frá því að British Airways sjái tækifæri í auknu Íslandsflugi og muni félagið fljúga tvisvar á dag milli Lundúna og Keflavíkur allan næsta vetur. Samkvæmt upplýsingum Túrista frá British Airways hafa kínverskir ferðamenn verið fjölmennasti farþegahópurinn í Íslandsflugi British Airways frá Heathrow flugvelli en einnig hefur flugið verið vinsælt meðal Breta. Túrista telst til að það verði boðið upp á áttatíu flugferðir á viku til Lundúna næsta vetur sem Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Isavia segir að sé ótrúleg tíðni. „Sérstaklega yfir vetrartímann til Lundúna. Búið að aukast samfellt og það hefur gengið vel að fá flugfélög til að fljúga yfir vetrartímann og þar með aukið vetrarferðamennsku á Íslandi,“ segir Guðni. Næsti vetur líti vel út.Lufthansa flýgur allan ársins hring Guðni segir að tíðni ferða almennt sé að aukast og þá hafi þýska flugfélagið Lufthansa nýlega ákveðið að fljúga allt árið milli Frankfurt og Keflavíkur.Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia.Isavia„Það er náttúrlega mjög gott að fá þessi stóru flugfélög, með þeim stærstu í heimi sem eru að fljúga hingað allt árið. Það er mjög ánægjulegt.“Það vekur líka athygli að talsmaður British Airways segir að stór hluti þeirra farþega til Keflavíkur séu Kínverjar?„Já, það er mjög áhugavert. Asíu-ferðamönnum hefur fjölgað mjög mikið og kannski sérstaklega Kínverjum. Það sem er líka gott fyrir okkur hér á landi er að tengitímarnir í gegnum Lundúni með British Airways eru mjög þægilegir,“ segir Guðni. Þetta opni því mikla möguleika fyrir farþega héðan.Útlitið fyrir næsta vetur er gott Allar tölur um fjölgun og aukningu hafa veriðí tugum prósenta á Keflavíkurflugvelli undanfarin ár á meðan flestir flugvellir eru ánægðir með fjögurra til fimm prósenta aukningu. Guðni segir útlitið fyrir næsta vetur gott. „Það er alltaf aukinn áhugi. Við sjáum að nú í vetur er 30 prósenta aukning á umsóknum um afgreiðslutíma. Þannig að það er aukinn áhugi og flugfélögum fjölgar stöðugt,“ segir Guðni. Framkvæmt hefur verið fyrir tugi milljarða á Keflavíkurflugvelli á undanförnum fjórum árum og þessa dagana er enn einum áfanganum að ljúka þar með opnun sjö þúsund fermetra viðbyggingar sem að fullu verður klár í september. En með þessum breytingum batnar aðstaða tengifarþega til muna. „Þar höfum við stækkað vegabréfasalinn mikið, landamærasalinn þar sem fólk fer yfir Schengen-landamærin. Bætt við sjálfvirkum hliðum sem fólk kannast við á flugvöllum í útlöndum. Þá höfum við fjölgað sætum og þar með stórbætt aðstæður tengifarþega og bætt við verslunum og veitingastöðum,“ segir Guðni Sigurðsson. Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Þrátt fyrir fækkun breskra ferðamanna á Íslandi í síðasta mánuði bjóða flugfélög upp á áttatíu ferðir á viku milli Keflavíkur og Lundúna næsta vetur. Upplýsingafulltrúi Isavia segir óskum um afgreiðslutíma næsta vetur hafa fjölgað um þrjátíu prósent. Þótt breskum ferðamönnum hafi fækkað um 23 prósent í mái miðað við sama mánuð í fyrra greinir ferðamálasíðan Túristi.is frá því að British Airways sjái tækifæri í auknu Íslandsflugi og muni félagið fljúga tvisvar á dag milli Lundúna og Keflavíkur allan næsta vetur. Samkvæmt upplýsingum Túrista frá British Airways hafa kínverskir ferðamenn verið fjölmennasti farþegahópurinn í Íslandsflugi British Airways frá Heathrow flugvelli en einnig hefur flugið verið vinsælt meðal Breta. Túrista telst til að það verði boðið upp á áttatíu flugferðir á viku til Lundúna næsta vetur sem Guðni Sigurðsson upplýsingafulltrúi Isavia segir að sé ótrúleg tíðni. „Sérstaklega yfir vetrartímann til Lundúna. Búið að aukast samfellt og það hefur gengið vel að fá flugfélög til að fljúga yfir vetrartímann og þar með aukið vetrarferðamennsku á Íslandi,“ segir Guðni. Næsti vetur líti vel út.Lufthansa flýgur allan ársins hring Guðni segir að tíðni ferða almennt sé að aukast og þá hafi þýska flugfélagið Lufthansa nýlega ákveðið að fljúga allt árið milli Frankfurt og Keflavíkur.Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia.Isavia„Það er náttúrlega mjög gott að fá þessi stóru flugfélög, með þeim stærstu í heimi sem eru að fljúga hingað allt árið. Það er mjög ánægjulegt.“Það vekur líka athygli að talsmaður British Airways segir að stór hluti þeirra farþega til Keflavíkur séu Kínverjar?„Já, það er mjög áhugavert. Asíu-ferðamönnum hefur fjölgað mjög mikið og kannski sérstaklega Kínverjum. Það sem er líka gott fyrir okkur hér á landi er að tengitímarnir í gegnum Lundúni með British Airways eru mjög þægilegir,“ segir Guðni. Þetta opni því mikla möguleika fyrir farþega héðan.Útlitið fyrir næsta vetur er gott Allar tölur um fjölgun og aukningu hafa veriðí tugum prósenta á Keflavíkurflugvelli undanfarin ár á meðan flestir flugvellir eru ánægðir með fjögurra til fimm prósenta aukningu. Guðni segir útlitið fyrir næsta vetur gott. „Það er alltaf aukinn áhugi. Við sjáum að nú í vetur er 30 prósenta aukning á umsóknum um afgreiðslutíma. Þannig að það er aukinn áhugi og flugfélögum fjölgar stöðugt,“ segir Guðni. Framkvæmt hefur verið fyrir tugi milljarða á Keflavíkurflugvelli á undanförnum fjórum árum og þessa dagana er enn einum áfanganum að ljúka þar með opnun sjö þúsund fermetra viðbyggingar sem að fullu verður klár í september. En með þessum breytingum batnar aðstaða tengifarþega til muna. „Þar höfum við stækkað vegabréfasalinn mikið, landamærasalinn þar sem fólk fer yfir Schengen-landamærin. Bætt við sjálfvirkum hliðum sem fólk kannast við á flugvöllum í útlöndum. Þá höfum við fjölgað sætum og þar með stórbætt aðstæður tengifarþega og bætt við verslunum og veitingastöðum,“ segir Guðni Sigurðsson.
Mest lesið Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Viðskipti innlent Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira