Vill 1,3 milljarða króna í skaðabætur í vatnsstríði Haraldur Guðmundsson skrifar 28. júní 2017 07:00 Icelandic Water Holdings selur vatn undir vörumerkinu Icelandic Glacial og fór fram á lögbann á vörumerkinu Iceland Glacier. Vísir/Anton Brink Einkahlutafélagið iGwater hefur stefnt Icelandic Water Holdings (IWH), vatnsátöppunarfyrirtæki Jóns Ólafssonar í Ölfusi, og krefst skaða- og miskabóta upp á 1,3 milljarða króna vegna lögbanns sem lagt var á notkun vörumerkisins Iceland Glacier í árslok 2013. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Suðurlands í dag en iGwater fer fram á að dómkvaddir matsmenn verði fengnir til að meta meint tjón félagsins. Eldra skaðabótamáli þess gegn IWH var vísað frá dómi í febrúar í fyrra vegna þess hversu vanreifaður málatilbúnaður iGwater var. „Þessi nýja krafa er auðvitað ekki raunhæf enda fyrirtækið varla starfandi. Þeir segja ósatt um að vatn þeirra komi úr Eyjafjallajökli en mér skilst að það hafi verið tekið í Vestmannaeyjum eftir að því hefur verið dælt í pípu til Eyja. Ég held að þessir menn séu ekki á réttri braut með þetta mál,“ segir Jón Ólafsson, einn eigenda IWH.iGwater hefur framleitt vatnið Sno Iceland Glacier Water.Forsaga málsins er sú að IWH fékk í nóvember 2013 lögbann á notkun iGwater, þá Iceland Glacier Wonders, á vörumerkinu Iceland Glacier. iGwater rekur átöppunarverksmiðju í Vestmannaeyjum og framleiðir vatn á flöskum undir vörumerkinu Sno Iceland Glacier Water. Fyrirtæki Jóns í Ölfusi selur vatnið Icelandic Glacial. Jón sagði í fjölmiðlum í desember 2013 að honum þættu vörumerkin of lík og stóð lögbannið þangað til í október 2014. Rúmu hálfu ári síðar komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að iGwater mætti ekki nota vörumerkið Iceland Glacier í firmaheiti sínu en að því væri heimilt að nota það til markaðssetningar. Stjórnendur félagsins fullyrða að lögbannið hafi spillt lánstrausti og viðskiptahagsmunum og að IWH hafi fylgt því eftir af mikilli hörku og haft samband við erlendar verslanir sem seldu vörur iGwater. Lúðvík Örn Steinarsson, lögmaður félagsins, segir að ný gögn verði lögð fram í skaðabótamálinu fyrir Héraðsdómi Suðurlands. Framkvæmdastjóri iGwater heitir Natalie Anne Stotter og er dóttir hollenska fjárfestisins Ottos Spork. Otto rak um tíma félagið Iceland Glacier Products ehf. Félagið stefndi að rekstri átöppunarverksmiðju á Rifi á Snæfellsnesi árið 2007 en var tekið til gjaldþrotaskipta fjórum árum síðar. IWH tilkynnti í kjölfarið að það hefði keypt öll vörumerkjaréttindi út úr þrotabúinu en iGwater síðar hafið notkun á þeim án leyfis.Í fréttinni stóð upphaflega að lögbannið hefði verið í gildi þangað til í október 2015. Það er ekki rétt en það var í gildi til október 2014. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira
Einkahlutafélagið iGwater hefur stefnt Icelandic Water Holdings (IWH), vatnsátöppunarfyrirtæki Jóns Ólafssonar í Ölfusi, og krefst skaða- og miskabóta upp á 1,3 milljarða króna vegna lögbanns sem lagt var á notkun vörumerkisins Iceland Glacier í árslok 2013. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Suðurlands í dag en iGwater fer fram á að dómkvaddir matsmenn verði fengnir til að meta meint tjón félagsins. Eldra skaðabótamáli þess gegn IWH var vísað frá dómi í febrúar í fyrra vegna þess hversu vanreifaður málatilbúnaður iGwater var. „Þessi nýja krafa er auðvitað ekki raunhæf enda fyrirtækið varla starfandi. Þeir segja ósatt um að vatn þeirra komi úr Eyjafjallajökli en mér skilst að það hafi verið tekið í Vestmannaeyjum eftir að því hefur verið dælt í pípu til Eyja. Ég held að þessir menn séu ekki á réttri braut með þetta mál,“ segir Jón Ólafsson, einn eigenda IWH.iGwater hefur framleitt vatnið Sno Iceland Glacier Water.Forsaga málsins er sú að IWH fékk í nóvember 2013 lögbann á notkun iGwater, þá Iceland Glacier Wonders, á vörumerkinu Iceland Glacier. iGwater rekur átöppunarverksmiðju í Vestmannaeyjum og framleiðir vatn á flöskum undir vörumerkinu Sno Iceland Glacier Water. Fyrirtæki Jóns í Ölfusi selur vatnið Icelandic Glacial. Jón sagði í fjölmiðlum í desember 2013 að honum þættu vörumerkin of lík og stóð lögbannið þangað til í október 2014. Rúmu hálfu ári síðar komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að iGwater mætti ekki nota vörumerkið Iceland Glacier í firmaheiti sínu en að því væri heimilt að nota það til markaðssetningar. Stjórnendur félagsins fullyrða að lögbannið hafi spillt lánstrausti og viðskiptahagsmunum og að IWH hafi fylgt því eftir af mikilli hörku og haft samband við erlendar verslanir sem seldu vörur iGwater. Lúðvík Örn Steinarsson, lögmaður félagsins, segir að ný gögn verði lögð fram í skaðabótamálinu fyrir Héraðsdómi Suðurlands. Framkvæmdastjóri iGwater heitir Natalie Anne Stotter og er dóttir hollenska fjárfestisins Ottos Spork. Otto rak um tíma félagið Iceland Glacier Products ehf. Félagið stefndi að rekstri átöppunarverksmiðju á Rifi á Snæfellsnesi árið 2007 en var tekið til gjaldþrotaskipta fjórum árum síðar. IWH tilkynnti í kjölfarið að það hefði keypt öll vörumerkjaréttindi út úr þrotabúinu en iGwater síðar hafið notkun á þeim án leyfis.Í fréttinni stóð upphaflega að lögbannið hefði verið í gildi þangað til í október 2015. Það er ekki rétt en það var í gildi til október 2014.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Sjá meira