Vill 1,3 milljarða króna í skaðabætur í vatnsstríði Haraldur Guðmundsson skrifar 28. júní 2017 07:00 Icelandic Water Holdings selur vatn undir vörumerkinu Icelandic Glacial og fór fram á lögbann á vörumerkinu Iceland Glacier. Vísir/Anton Brink Einkahlutafélagið iGwater hefur stefnt Icelandic Water Holdings (IWH), vatnsátöppunarfyrirtæki Jóns Ólafssonar í Ölfusi, og krefst skaða- og miskabóta upp á 1,3 milljarða króna vegna lögbanns sem lagt var á notkun vörumerkisins Iceland Glacier í árslok 2013. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Suðurlands í dag en iGwater fer fram á að dómkvaddir matsmenn verði fengnir til að meta meint tjón félagsins. Eldra skaðabótamáli þess gegn IWH var vísað frá dómi í febrúar í fyrra vegna þess hversu vanreifaður málatilbúnaður iGwater var. „Þessi nýja krafa er auðvitað ekki raunhæf enda fyrirtækið varla starfandi. Þeir segja ósatt um að vatn þeirra komi úr Eyjafjallajökli en mér skilst að það hafi verið tekið í Vestmannaeyjum eftir að því hefur verið dælt í pípu til Eyja. Ég held að þessir menn séu ekki á réttri braut með þetta mál,“ segir Jón Ólafsson, einn eigenda IWH.iGwater hefur framleitt vatnið Sno Iceland Glacier Water.Forsaga málsins er sú að IWH fékk í nóvember 2013 lögbann á notkun iGwater, þá Iceland Glacier Wonders, á vörumerkinu Iceland Glacier. iGwater rekur átöppunarverksmiðju í Vestmannaeyjum og framleiðir vatn á flöskum undir vörumerkinu Sno Iceland Glacier Water. Fyrirtæki Jóns í Ölfusi selur vatnið Icelandic Glacial. Jón sagði í fjölmiðlum í desember 2013 að honum þættu vörumerkin of lík og stóð lögbannið þangað til í október 2014. Rúmu hálfu ári síðar komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að iGwater mætti ekki nota vörumerkið Iceland Glacier í firmaheiti sínu en að því væri heimilt að nota það til markaðssetningar. Stjórnendur félagsins fullyrða að lögbannið hafi spillt lánstrausti og viðskiptahagsmunum og að IWH hafi fylgt því eftir af mikilli hörku og haft samband við erlendar verslanir sem seldu vörur iGwater. Lúðvík Örn Steinarsson, lögmaður félagsins, segir að ný gögn verði lögð fram í skaðabótamálinu fyrir Héraðsdómi Suðurlands. Framkvæmdastjóri iGwater heitir Natalie Anne Stotter og er dóttir hollenska fjárfestisins Ottos Spork. Otto rak um tíma félagið Iceland Glacier Products ehf. Félagið stefndi að rekstri átöppunarverksmiðju á Rifi á Snæfellsnesi árið 2007 en var tekið til gjaldþrotaskipta fjórum árum síðar. IWH tilkynnti í kjölfarið að það hefði keypt öll vörumerkjaréttindi út úr þrotabúinu en iGwater síðar hafið notkun á þeim án leyfis.Í fréttinni stóð upphaflega að lögbannið hefði verið í gildi þangað til í október 2015. Það er ekki rétt en það var í gildi til október 2014. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira
Einkahlutafélagið iGwater hefur stefnt Icelandic Water Holdings (IWH), vatnsátöppunarfyrirtæki Jóns Ólafssonar í Ölfusi, og krefst skaða- og miskabóta upp á 1,3 milljarða króna vegna lögbanns sem lagt var á notkun vörumerkisins Iceland Glacier í árslok 2013. Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Suðurlands í dag en iGwater fer fram á að dómkvaddir matsmenn verði fengnir til að meta meint tjón félagsins. Eldra skaðabótamáli þess gegn IWH var vísað frá dómi í febrúar í fyrra vegna þess hversu vanreifaður málatilbúnaður iGwater var. „Þessi nýja krafa er auðvitað ekki raunhæf enda fyrirtækið varla starfandi. Þeir segja ósatt um að vatn þeirra komi úr Eyjafjallajökli en mér skilst að það hafi verið tekið í Vestmannaeyjum eftir að því hefur verið dælt í pípu til Eyja. Ég held að þessir menn séu ekki á réttri braut með þetta mál,“ segir Jón Ólafsson, einn eigenda IWH.iGwater hefur framleitt vatnið Sno Iceland Glacier Water.Forsaga málsins er sú að IWH fékk í nóvember 2013 lögbann á notkun iGwater, þá Iceland Glacier Wonders, á vörumerkinu Iceland Glacier. iGwater rekur átöppunarverksmiðju í Vestmannaeyjum og framleiðir vatn á flöskum undir vörumerkinu Sno Iceland Glacier Water. Fyrirtæki Jóns í Ölfusi selur vatnið Icelandic Glacial. Jón sagði í fjölmiðlum í desember 2013 að honum þættu vörumerkin of lík og stóð lögbannið þangað til í október 2014. Rúmu hálfu ári síðar komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að iGwater mætti ekki nota vörumerkið Iceland Glacier í firmaheiti sínu en að því væri heimilt að nota það til markaðssetningar. Stjórnendur félagsins fullyrða að lögbannið hafi spillt lánstrausti og viðskiptahagsmunum og að IWH hafi fylgt því eftir af mikilli hörku og haft samband við erlendar verslanir sem seldu vörur iGwater. Lúðvík Örn Steinarsson, lögmaður félagsins, segir að ný gögn verði lögð fram í skaðabótamálinu fyrir Héraðsdómi Suðurlands. Framkvæmdastjóri iGwater heitir Natalie Anne Stotter og er dóttir hollenska fjárfestisins Ottos Spork. Otto rak um tíma félagið Iceland Glacier Products ehf. Félagið stefndi að rekstri átöppunarverksmiðju á Rifi á Snæfellsnesi árið 2007 en var tekið til gjaldþrotaskipta fjórum árum síðar. IWH tilkynnti í kjölfarið að það hefði keypt öll vörumerkjaréttindi út úr þrotabúinu en iGwater síðar hafið notkun á þeim án leyfis.Í fréttinni stóð upphaflega að lögbannið hefði verið í gildi þangað til í október 2015. Það er ekki rétt en það var í gildi til október 2014.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent ESB sektar Apple og Meta um rúma hundrað milljarða Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira