Trúnaðarmaður segir starf Fjölbrautarskólans í Ármúla stopp Garðar Örn Úlfarsson skrifar 28. júní 2017 07:00 Kristján Þór Júlíusson tók í janúar við lyklavöldum í menntamálaráðuneytinu af Illuga Gunnarssyni sem í ráðherratíð sinni stytti framhaldsnám í þrjú ár. Vísir/Ernir Unnar Þór Bachmann, trúnaðarmaður kennarara í Fjölbrautaskólanum Ármúla, segist hafa „einhvern veginn á tilfinningunni að það sé verið að reyna að skemma kerfið til þess að koma einkavæðingu á“. Þetta kemur fram í færslu Unnars Þórs í Facebook-hópi meðal framhaldsskólakennara. Ekki náðist tal af Unnari í gær en í Facebook-færslunni segir hann alveg ljóst að FÁ hafi laskast í þessu ferli. Fimm kennarar séu farnir og skólastjórinn. „Ekki hefur verið hægt að endurskoða fjarnámssamning, skóladagatal eða annað í skólastarfinu,“ segir hann um afleiðingarnar. Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra sagði við Vísi í gær að ekki stæði til að sameina Menntaskólann í Reykjavík og Kvennaskólann líkt og Linda Rós Michaelsdóttir, kennari í MR sem starfaði um skeið sem rektor skólans, sagðist í Fréttablaðinu í gær gruna að væri í undirbúningi. Þann grun byggði Linda á því að ekki hefur enn verið auglýst eftir nýjum rektor fyrir MR jafnvel þótt sá sem nú gegni stöðunni hafi sagt starfinu lausu fyrir nokkru. „Það er í sjálfu sér ekkert skrítið að fólk sé að velta fyrir sér ýmsu varðandi framhaldsskólann,“ sagði Kristján Þór við Vísi. Tíma tæki að átta sig hvernig breytingar í ríkisfjármálaáætlun varðandi framhaldsskóla myndu virka. Hann ítrekaði að ekkert nýtt væri að frétta varðandi ákvörðun um sameiningu Fjölbrautaskólans í Ármúla og Tækniskólans. „Eðli málsins samkvæmt hljótum við að gera kröfu á stjórnvöld hvers tíma að þau skoði þá kosti sem í stöðunni eru þegar að nemendum á framhaldsskólastigi er að fækka um 600 á ári hér á höfuðborgarsvæðinu. Þá verðum við að skoða fyrirkomulag fræðslunnar.“ Í fyrrgreindri færslu á Facebokk segir Unnar Þór Bachmann að Sjálfstæðisflokkurinn, sem Kristján Þór er fulltrúi fyrir, hafi þanið kerfið út áður en síðan staðið fyrir því að draga það saman harkalega með styttingu námstíma til stúdentsprófs. „Samt er eins og ráðherrann hafi ekkert heildstætt plan til að bregðast við þeim vanda sem hans eigin flokkur stendur fyrir. Hann slær sameiningu MR og Kvennó út af borðinu en setur sameiningu FÁ og Tækniskólans í sameiningarferli sem hann er samt enn að kanna.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Sjá meira
Unnar Þór Bachmann, trúnaðarmaður kennarara í Fjölbrautaskólanum Ármúla, segist hafa „einhvern veginn á tilfinningunni að það sé verið að reyna að skemma kerfið til þess að koma einkavæðingu á“. Þetta kemur fram í færslu Unnars Þórs í Facebook-hópi meðal framhaldsskólakennara. Ekki náðist tal af Unnari í gær en í Facebook-færslunni segir hann alveg ljóst að FÁ hafi laskast í þessu ferli. Fimm kennarar séu farnir og skólastjórinn. „Ekki hefur verið hægt að endurskoða fjarnámssamning, skóladagatal eða annað í skólastarfinu,“ segir hann um afleiðingarnar. Kristján Þór Júlíusson menntamálaráðherra sagði við Vísi í gær að ekki stæði til að sameina Menntaskólann í Reykjavík og Kvennaskólann líkt og Linda Rós Michaelsdóttir, kennari í MR sem starfaði um skeið sem rektor skólans, sagðist í Fréttablaðinu í gær gruna að væri í undirbúningi. Þann grun byggði Linda á því að ekki hefur enn verið auglýst eftir nýjum rektor fyrir MR jafnvel þótt sá sem nú gegni stöðunni hafi sagt starfinu lausu fyrir nokkru. „Það er í sjálfu sér ekkert skrítið að fólk sé að velta fyrir sér ýmsu varðandi framhaldsskólann,“ sagði Kristján Þór við Vísi. Tíma tæki að átta sig hvernig breytingar í ríkisfjármálaáætlun varðandi framhaldsskóla myndu virka. Hann ítrekaði að ekkert nýtt væri að frétta varðandi ákvörðun um sameiningu Fjölbrautaskólans í Ármúla og Tækniskólans. „Eðli málsins samkvæmt hljótum við að gera kröfu á stjórnvöld hvers tíma að þau skoði þá kosti sem í stöðunni eru þegar að nemendum á framhaldsskólastigi er að fækka um 600 á ári hér á höfuðborgarsvæðinu. Þá verðum við að skoða fyrirkomulag fræðslunnar.“ Í fyrrgreindri færslu á Facebokk segir Unnar Þór Bachmann að Sjálfstæðisflokkurinn, sem Kristján Þór er fulltrúi fyrir, hafi þanið kerfið út áður en síðan staðið fyrir því að draga það saman harkalega með styttingu námstíma til stúdentsprófs. „Samt er eins og ráðherrann hafi ekkert heildstætt plan til að bregðast við þeim vanda sem hans eigin flokkur stendur fyrir. Hann slær sameiningu MR og Kvennó út af borðinu en setur sameiningu FÁ og Tækniskólans í sameiningarferli sem hann er samt enn að kanna.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent