Gamma má áfram nota nafnið Gamma Haraldur Guðmundsson skrifar 28. júní 2017 09:00 Valdimar Ármann er forstjóri Gamma Capital Management á Íslandi. Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði síðasta föstudag frá kröfu fasteignafélagsins Gamma ehf. um að fjármálafyrirtækinu Gamma Capital Management yrði bannað að nota heitið Gamma í fasteignaviðskiptum. Einkaleyfisskráning Gamma ehf. á sviðum viðskiptaráðgjafar, rekstrarstjórnunar og skipulagsráðgjafar var þá ógilt. Héraðsdómur féllst aftur á móti ekki á kröfu Gamma Capital Management um að ógilt yrði vörumerkjaskráning Gamma ehf. á sviði fasteignaþjónustu. Fjármálafyrirtækinu er því óheimilt að nota nafnið eða tákn sem eru lík vörumerki fasteignafélagsins í slíkri atvinnustarfsemi. Gamma Capital Management stefndi Gamma ehf. og krafðist þess að vörumerkjaskráningin yrði ógilt. Fasteignafélagið gagnstefndi fjármálafyrirtækinu og krafðist þess að því yrði bannað að nota heitið Gamma í atvinnustarfsemi sinni þegar kæmi að umsjón með íbúðarhúsnæði, leigu þess og öðrum fasteignaviðskiptum. Héraðsdómur taldi ekki sannað að Gamma Capital Management hefði notað vörumerkið til slíkra viðskipta. Gamma Capital Management á og rekur Almenna leigufélagið, annað stærsta leigufélag landsins á almennum markaði, en Gamma ehf. á og leigir út fasteignir í miðbæ Reykjavíkur. Markaðurinn fjallaði um deiluna um miðjan janúar síðastliðinn og sagði Magnús Stephensen, stjórnarmaður og einn eigenda Gamma ehf., þá að nafnið Gamma væri búið að vera í fjölskyldu hans síðan 1969 þegar faðir hans rak samnefnt fyrirtæki. Samkvæmt dómi héraðsdóms fór félag hans fyrst fram á að nafni Gamma Capital Management, sem hét áður GAM Management, yrði breytt í ágúst 2009. Gamma ehf. er í eigu Magnúsar og Hannesar Hilmarssonar, forstjóra flugfélagsins Atlanta. Firmaheiti félagsins var skráð árið 2005. Gamma Capital Management er öllu umsvifameira fjármálafyrirtæki, með yfir 115 milljarða króna í stýringu, og stofnað árið 2008. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál. Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Fleiri fréttir Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur vísaði síðasta föstudag frá kröfu fasteignafélagsins Gamma ehf. um að fjármálafyrirtækinu Gamma Capital Management yrði bannað að nota heitið Gamma í fasteignaviðskiptum. Einkaleyfisskráning Gamma ehf. á sviðum viðskiptaráðgjafar, rekstrarstjórnunar og skipulagsráðgjafar var þá ógilt. Héraðsdómur féllst aftur á móti ekki á kröfu Gamma Capital Management um að ógilt yrði vörumerkjaskráning Gamma ehf. á sviði fasteignaþjónustu. Fjármálafyrirtækinu er því óheimilt að nota nafnið eða tákn sem eru lík vörumerki fasteignafélagsins í slíkri atvinnustarfsemi. Gamma Capital Management stefndi Gamma ehf. og krafðist þess að vörumerkjaskráningin yrði ógilt. Fasteignafélagið gagnstefndi fjármálafyrirtækinu og krafðist þess að því yrði bannað að nota heitið Gamma í atvinnustarfsemi sinni þegar kæmi að umsjón með íbúðarhúsnæði, leigu þess og öðrum fasteignaviðskiptum. Héraðsdómur taldi ekki sannað að Gamma Capital Management hefði notað vörumerkið til slíkra viðskipta. Gamma Capital Management á og rekur Almenna leigufélagið, annað stærsta leigufélag landsins á almennum markaði, en Gamma ehf. á og leigir út fasteignir í miðbæ Reykjavíkur. Markaðurinn fjallaði um deiluna um miðjan janúar síðastliðinn og sagði Magnús Stephensen, stjórnarmaður og einn eigenda Gamma ehf., þá að nafnið Gamma væri búið að vera í fjölskyldu hans síðan 1969 þegar faðir hans rak samnefnt fyrirtæki. Samkvæmt dómi héraðsdóms fór félag hans fyrst fram á að nafni Gamma Capital Management, sem hét áður GAM Management, yrði breytt í ágúst 2009. Gamma ehf. er í eigu Magnúsar og Hannesar Hilmarssonar, forstjóra flugfélagsins Atlanta. Firmaheiti félagsins var skráð árið 2005. Gamma Capital Management er öllu umsvifameira fjármálafyrirtæki, með yfir 115 milljarða króna í stýringu, og stofnað árið 2008. Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál.
Mest lesið Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Neytendur „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Viðskipti innlent Ísold ráðin markaðsstjóri Viðskipti innlent Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Viðskipti innlent Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Frá Bændasamtökunum til Samorku Viðskipti innlent Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Neytendur Fleiri fréttir Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Sjá meira